Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Héraðs­sak­sóknari missir reynslu­bolta í dómara­sæti

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Björn Þorvaldsson saksóknara í embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann mun sinnastörfum við alla héraðsdómstólana eftir ákvörðun dómstólasýslunnar, frá 1. september 2021.

Innlent
Fréttamynd

For­stjóri Barna­verndar­stofu færir sig um set

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að skipa Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaverndarstofu, í embætti skrifstofustjóra á skrifstofu innviða heilbrigðisþjónustu í ráðuneytinu.

Innlent
Fréttamynd

Bjarni Guðjóns nýr framkvæmdastjóri KR

Bjarni Guðjónsson er kominn aftur í KR þar sem hann hefur verið sem leikmaður, þjálfari og aðstoðarþjálfari á síðustu árum. Aðalstjórn Knattspyrnufélags Reykjavíkur hefur ráðið Bjarna Guðjónsson sem næsta framkvæmdastjóra félagsins.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sig­mundur Ernir er nýr rit­stjóri Frétta­blaðsins

Sig­mundur Ernir Rúnars­son hefur verið ráðinn nýr rit­stjóri Frétta­blaðsins og aðal­rit­stjóri út­gáfu­fé­lagsins Torgs ehf., sem rekur Frétta­blaðið, DV, Markaðinn og Hring­braut. Hann tekur við aðf Jóni Þóris­syni sem hefur starfað sem rit­stjóri frá haustinu 2019.

Innlent
Fréttamynd

Ásthildur er nýr stjórnarformaður Kaptio

Ásthildur Otharsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá Kaptio. Hún tekur við af Eggerti Claessen sem hefur verið formaður frá 2016. Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði bókunar- og viðskiptatengslahugbúnaðar fyrir ferðaþjónustu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kristján Þór skipar Benedikt ráðuneytisstjóra

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað Benedikt Árnason í embætti ráðuneytisstjóra í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Benedikt tekur við af Kristjáni Skarphéðinssyni fráfarandi ráðuneytisstjóra. Þetta kemur fram á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.

Innlent
Fréttamynd

Frá Ölmu til Eimskips

María Björk Einarsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips. Hún kemur til starfa frá Ölmu íbúðafélagi þar sem hún hafði verið framkvæmdastjóri síðastliðin sjö ár.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjö vilja verða forstjóri á Akureyri

Sjö umsóknir bárust til heilbrigðisráðuneytis um embætti forstjóra Sjúkrahússins á Akureyri en umsóknarfrestur rann út þann 12. júlí síðastliðinn. Greint er frá nöfnum umsækjenda á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Fréttir
Fréttamynd

Færir sig frá New York til Ottawa

Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi á Aðalræðisskrifstofu Íslands í New York í Bandaríkjunum, verður næsti sendiherra Íslands í Kanada, með aðsetur í Ottawa, höfuðborg Kanada.

Innlent
Fréttamynd

Frá Arion banka til Spari­sjóðs Suður-Þing­eyinga

Eyjólfur Vilberg Gunnarsson hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Suður-Þingeyinga. Eyjólfur er með viðskiptafræðimenntun frá Háskóla Íslands og M.Sc. gráðu í fjárfestingastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig er Eyjólfur að taka löggildingu fasteigna- og skipasala, með skipstjórnarréttindi, vélavarðaréttindi og knattspyrnuþjálfararéttindi.

Viðskipti innlent