Vistaskipti

Vistaskipti

Fréttir af vistaskiptum fólks innan fyrirtækja, stofnana og ýmissa samtaka.

Fréttamynd

Harpa Ósk kjörin nýr skáta­höfðingi

Harpa Ósk Valgeirsdóttir var í gær kjörin nýr skátahöfðingi Íslands. Hún var sjálfkjörin enda vilja skátar ekki það vesen sem fylgir kosningaslag og eru samstíga, að sögn Hörpu Óskar.

Innlent
Fréttamynd

Guð­mundur nýr frétta­stjóri Markaðarins

Guðmundur Gunnarsson, fréttamaður og fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, hefur verið ráðinn fréttastjóri Markaðarins, viðskiptarits Fréttablaðsins. Hann hóf störf í morgun en Guðmundur er með meistaragráðu í viðskiptafræði og starfaði sem fréttamaður á RÚV árin 2006 til 2011. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Anna Kristín nýr formaður SÍA

Anna Kristín Kristjánsdóttir var kjörin formaður Samtaka íslenskra auglýsingastofa (SÍA) á aðalfundi samtakanna sem fram fór í gær. Fráfarandi formaður er Guðmundur Hrafn Pálsson frá Pipar/TWBA.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hólm­fríður nýr rektor á Hólum

Hólmfríður Sverrisdóttir hefur verið skipuð rektor Háskólans á Hólum frá og með 1. júní 2022. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar, tilkynnti skipun nýs rektors á starfsmannafundi Háskólans á Hólum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Nýr formaður SGS segir átökin í hreyfingunni nauðsynleg

Vilhjálmur Birgisson, nýkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins, segir umboð sitt sem formaður ótvírætt. Mikilvægt sé að verkalýðssamtökin takist á um mál. En þegar stefnan liggi ljós fyrir þurfi allir að leggjast á eitt. Það sé samfélaginu til ævarandi skammar að lágmarkslaun dugi ekki fyrir nauðsynjum.

Innlent
Fréttamynd

Ívar ráðinn framkvæmdastjóri

Ívar Gestsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Birtingahússins. Tekur hann við af Huga Sævarssyni sem hefur ákveðið að snúa sér að öðrum verkefnum eftir að hafa stýrt félaginu síðastliðin fimmtán ár.

Klinkið