Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

„Þetta var alveg stórkostlegt“

Sónar tónlistarhátíðinni lauk með glæsibrag í Hörpu í gærkvöldi. Tæplega þrjú þúsund manns sóttu hátíðina en á meðal tónlistarmanna sem komu fram voru Mugison, Ásgeir Trausti, James Blake og Squarepusher.

Tónlist
Fréttamynd

Einn af meisturunum

Það er margt gott á Sónar-hátíðinni sem hefst í Hörpu á morgun. Á meðal stærstu nafnanna eru Berlínarseitin Modeselektor, Lundúnabúinn James Blake, hinn danski Trentemöller, Japaninn Ryuichi Sakamoto, þýsk-mexíkóska dúóið Pechanga Boys og Íslendingarnir Mugison, Retro Stefson, Sóley og Valgeir Sigurðsson – og við erum rétt að byrja. Sá listamaður sem ég er samt spenntastur fyrir á Sónar er Squarepusher.

Tónlist
Fréttamynd

Krakkarnir í Oyama leggja land undir fót

Hljómsveitin Oyama, sem gaf nýlega út EP-plötuna I Wanna, leggur nú land undir fót í fyrsta sinn. Tilefnið er bransahátíðin by:larm í Ósló sem og nokkrir tónleikar í London, þar á meðal á svokölluðu Club NME-kvöldi á hinum virta tónleikastað Koko. Fyrri tónleikarnir í Ósló voru í gær en þeir síðari verða í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Allir sungu með í Póllandi

Hljómsveitin Bloodgroup sendi frá sér sína þriðju plötu nú í vikunni, Tracing Echoes. Janus Rasmussen og Sunna Þórisdóttir söngvarar sveitarinnar segja Evróputúr á döfinni í apríl.

Tónlist
Fréttamynd

Hörpu verður breytt í stærsta klúbb Íslands

Nú stendur til að breyta Hörpunni í stærsta klúbb landsins og jafnvel í Evrópu. Sónar hátíðin er handan við hornið 15.-16.febrúar. Mikið er lagt upp úr sjónrænum og hljóðrænum hughrifum á hátíðinni. Allir helstu tónlistarmenn heimsins keppast um að koma fram á hátíðinni. Það þykir mikil viðurkenning fyrir tónlistarmenn að koma fram á Sónar en hátíðin hefur verið haldin við góðan orðstír í Barcelona, Sao Paolo, Tokyo og nú loksins í Reykjavík. Vinsældir danshljómsveitarinnar Sísý Ey hafa farið ört vaxandi og bráðlega er von á plötu með hljómsveitinni. Sísý Ey skipa þrjár systur sem eru dætur Ellenar Kristjáns þannig að þær eiga ekki langt að sækja tónlistarhæfileikana. Sísý Ey koma fram á Sónar Reykjavík. Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá Frosta Logason viðtal við hljómsveitina.

Tónlist
Fréttamynd

Morrissey aflýsir tónleikum

Tónlistarmaðurinn Morrissey hefur aflýst tveimur tónleikum sínum vegna veikinda. Morrissey átti að koma fram á tónleikum í Las Vegas hinn 9. febrúar og í Phoenix kvöldið eftir.

Tónlist
Fréttamynd

Einn af þeim villtari

Við tónlistarfíklar þurfum alltaf að vera að hlusta á eitthvað nýtt. Aðgengi að nýrri tónlist hefur aldrei verið betra. Það er t.d. hægt að streyma sig í hel (afsakið orðbragðið) á tónlistarsíðum eins og gogoyoko og Tónlist.is og eins er hægt að hala niður út í hið óendanlega.

Tónlist
Fréttamynd

Óskilgreind fegurð

Nick Cave & the Bad Seeds sendir frá sér sína fimmtándu hljóðversplötu, Push the Sky Away, í næstu viku. Hljómsveitin fagnar 30 ára afmæli sínu á þessu ári.

Tónlist
Fréttamynd

Uppselt á Sónar Reykjavík

Tilkynnt í morgun. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb

Tónlist
Fréttamynd

Örlygur Smári og Pétur svara fyrir sig

Mikið hefur verið rætt um líkindi lags okkar, Ég á líf, og lagsins "I am cow" síðustu daga. Við höfum ekki farið varhluta af þeirri umræðu. Í upphafi hlógum við bara að þessari samlíkingu en nú þykir okkur komið mál að linni. Alla vega þeirri umræðu að verið sé að væna okkur um lagastuld. Það að láta þjófkenna sig saklausan er ekkert gamanmál og nístir á endanum að innstu hjartarótum.

Tónlist
Fréttamynd

Samstaða og gleði í Græna herberginu

Lagið Ég á líf í flutningi Eyþórs Inga Gunnlaugssonar sigraði Söngvakeppnina 2013 síðasta laugardag. Það keppir því fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í Malmö í maí. Tinna Rós Steinsdóttir varði kvöldinu í Græna herberginu.

Tónlist
Fréttamynd

Þorri íslenskra rokkara á svið

„Við getum kallað þetta skemmtilegt rokk en við tökum fyrir lögin sem hafa verið að kalla fram gæsahúð hjá fólki svo áratugum skiptir,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, sem, ásamt Birgi Nielsen, stendur fyrir Skonrokktónleikum nú í mars.

Tónlist