Steinar Arason: Það er hlutverk mitt að taka þessi skot Það var ekki síst fyrir óvæntan stórleik Steinars Arasonar að ÍR náði að stela sigrinum á KR á útivelli í kvöld, en hann skoraði 20 stig í leiknum og nýtti 5 af 7 þriggja stiga skotum sínum. Körfubolti 15. mars 2007 22:34
Við ætluðum að vinna annan leikinn hvort sem er Benedikt Guðmundsson þjálfari KR var að vonum ekki sáttur við niðurstöðuna í kvöld þegar hans menn lágu fyrir ÍR í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar. Hann sagði sóknarleikinn hafa fellt sína menn í kvöld. Körfubolti 15. mars 2007 22:22
ÍR komið í vænlega stöðu ÍR-ingar gerðu sér lítið fyrir og lögðu KR 73-65 í vesturbænum í kvöld í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Sóknarleikur beggja liða var frekar slakur í kvöld enda baráttan gríðarleg, en það voru Breiðhyltingar sem höfðu betur og geta nú klárað einvígið í Seljaskóla á laugardaginn. Körfubolti 15. mars 2007 21:41
Snæfell lagði Keflavík Snæfell lagði Keflavík 84-67 í fyrsta leik liðanna í 8-liða úrslitum Iceland Express deildarinnar í Stykkishólmi í kvöld eftir að hafa verið yfir 43-36 í hálfleik. Heimamenn höfðu yfir lengst af í leiknum og segja má að sigur þeirra hafi verið nokkuð öruggur. Þeirra bíður engu að síður erfitt verkefni í Keflavík þegar liðin mætast öðru sinni um helgina, en sá leikur verður sýndur beint á Sýn. Körfubolti 15. mars 2007 20:47
Snæfell yfir eftir þriðja leikhluta Snæfellingar hafa yfir 61-47 gegn Keflavík eftir þrjá leikhluta í viðureign liðanna í Stykkishólmi. Gunnar Einarsson fékk sína fimmtu villu í liði Keflavíkur í þriðja leikhluta og kemur því ekki meira við sögu. Í vesturbænum hefur ÍR yfir 40-39 í hálfleik gegn KR. Körfubolti 15. mars 2007 20:36
Snæfell leiðir í hálfleik Snæfell hefur yfir í hálfleik 43-36 gegn Keflavík í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni í Iceland Express deildinni. Justin Shouse er kominn með 11 stig hjá Snæfelli og Hlynur Bæringsson 10. Hjá Keflavík er Sebastian Hermeiner kominn með 10 stig og Tony Harris 10. Nokkur hiti er í leiknum og eru þrír leikmenn í liði Keflavíkur komnir í villuvandræði. Körfubolti 15. mars 2007 20:03
Snæfell yfir eftir fyrsta leikhluta Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni er hafin. Snæfell hefur yfir 19-17 gegn Keflvíkingum efir fyrsta leikhlutann í leik liðanna í Stykkishólmi. Leikur KR og ÍR er að hefjast í beinni á Sýn. Körfubolti 15. mars 2007 19:56
KR - ÍR í beinni á Sýn klukkan 20 Nú styttist í að úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar í karlaflokki fari af stað. Flautað verður til leiks hjá Snæfelli og Keflavík nú klukkan 19:15 og klukkan 20 taka KR-ingar á móti ÍR í DHL-Höllinni. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn fyrir þá sem ekki hafa tök á því að mæta á völlinn. Körfubolti 15. mars 2007 18:55
Hlynur Bærings: Keflvíkingar eru alltaf erfiðir Hlynur Bæringsson, leikmaður Snæfells, lenti í því tvö ár í röð að tapa fyrir Keflvíkingum í úrslitum Íslandsmótsins. Nú er öldin önnur og menn spá því að Snæfell hafi betur þegar liðin mætast í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildarinnar. Fyrsti leikurinn er í Stykkishólmi í kvöld. Körfubolti 15. mars 2007 16:28
Valur Ingimundarson: Við viljum fá pressuna á okkur Úrslitakeppnin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst með látum annað kvöld. Þar mætast meðal annars Skallagrímur og Grindavík í fyrstu umferðinni líkt og á síðustu leiktíð. Valur Ingimundarsson, þjálfari Skallagríms, segir allt annað uppi á teningnum hjá liðinu í ár en í fyrra. Körfubolti 14. mars 2007 16:04
Fjölnismenn sluppu við fallið Lokaumferðin í Iceland Express deild karla í körfubolta fór fram í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn féll í 1. deild ásamt Haukum eftir að liðið tapaði 91-86 á heimavelli fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur í kvöld. Á sama tíma unnu Fjölnismenn góðan sigur á Tindastól á heimavelli 94-87. Liðin urðu jöfn að stigum en Fjölnir vann innbyrðisviðureignir liðanna í vetur. Körfubolti 8. mars 2007 21:12
Páll Axel Vilbergsson átti stórleik gegn Keflavík Grindavík vann í gær sanngjarnan sigur á grönnum sínum í Keflavík. Mikið var skorað í leiknum sem var hraður og skemmtilegur. Sautján stiga sigur Grindavíkur, 117-99, tryggði liðinu betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna. Grindavík á því enn möguleika á að stela 5. sætinu í lokaumferð Iceland Express deildarinnar á fimmtudag. Körfubolti 6. mars 2007 00:01
Haukar fallnir Haukar féllu í kvöld í 1. deildina í körfubolta eftir 88-78 tap fyrir Íslandsmeisturum Njarðvíkur. ÍR lagði Þór 83-73, Hamar lagði Fjölni 87-75 og Snæfell lagði granna sína í Skallagrími 79-72 í Stykkishólmi. Það ræðst svo í lokaumferðinni hvort það verður Fjölnir eða Þór sem fylgir Haukum niður um deild. Körfubolti 4. mars 2007 21:33
Njarðvíkingar deildarmeistarar Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld deildarmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla í körfubolta með því að leggja Fjölnismenn í Grafarvogi 89-75. Snæfell lagði Grindavík 83-74, Skallagrímur vann Þór 103-93 og þá vann Keflavík sigur á Tindastól á heimavelli 107-98. Körfubolti 1. mars 2007 21:17
Njarðvík hafði betur í toppslagnum gegn KR Njarðvíkingar þurfa einn sigur til viðbótar til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfubolta eftir sigur á helstu keppinautunum í KR í kvöld, 83-73. Njarðvík er nú komið með 34 stig eftir 19 leiki en næstu lið, KR og Skallagrímur, eru með 30. Alls eru leiknar 22 umferðir. Körfubolti 26. febrúar 2007 20:59
Skallagrímur vann í Grindavík Skallagrímur lætur ekki sitt eftir liggja í toppbaráttunni í Iceland Express-deild karla í körfubolta. Í kvöld vann liðið nauman útisigur á Grindavík, 84-83, og náði þar með KR-ingum að stigum í öðru sæti deildarinnar. Snæfell er einnig í hópi efstu liða en í kvöld vann liðið góðan útisigur á Tindastóli, 73-104. Tveir aðrir leikir fóru fram í kvöld. Körfubolti 25. febrúar 2007 21:01
Njarðvík hafði betur í grannaslagnum Njarðvík endurheimti toppsætið í Iceland-Express deild karla í kvöld með góðum útisigri á grönnum sínum og erkifjendum í Keflavík, 70-83. Þá vann Skallagrímur öruggan sigur á Haukum í Borgarnesi, 122-106, og tryggði stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar. Körfubolti 23. febrúar 2007 21:05
KR lagði ÍR Fjórir leikir fóru fram í karlakörfunni í kvöld og einn í kvennaflokki. Í úrvalsdeild karla vann KR góðan sigur á ÍR 89-81, Snæfell lagði Hamar 83-60, Grindavík lagði Tindastól 109-99 og Fjölnir lagði Þór 102-91 í framlengingu. Í kvennaflokki völtuðu Íslandsmeistarar Hauka yfir Breiðablik 116-74. Körfubolti 22. febrúar 2007 21:56
Fjórir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld Fjórir áhugaverðir leikir verða á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld og einn leikur í kvennakörfunni. Grindavík tekur á móti Tindastól, KR fær ÍR í heimsókn, Snæfell tekur á móti Hamri og þá tekur Fjölnir á móti Þór frá Þorlákshöfn. Í kvennaflokki geta Haukastúlkur farið langleiðina með að tryggja sér efsta sætið í deildinni með sigri á Breiðablik. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 22. febrúar 2007 16:44
Til hamingju ÍR Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, tileinkaði félaginu bikartitilinn í dag á 100 ára afmæli ÍR. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari sagði betra liðið hafa unnið í dag. Körfubolti 17. febrúar 2007 17:55
ÍR-ingar bikarmeistarar ÍR-ingar eru bikarmeistarar karla í körfubolta árið 2007 eftir 83-81 sigur á Hamri/Selfoss í Laugardalshöllinni. ÍR hafði undirtökin lengst af í leiknum en Hamarsmenn voru aldrei langt undan og voru lokasekúndurnar æsispennandi líkt og í kvennaleiknum fyrr í dag. Körfubolti 17. febrúar 2007 17:41
ÍR-ingar yfir í hálfleik ÍR hefur nauma forystu gegn Hamri 36-34þegar flautað hefur verið til leikhlés í bikarúrslitaleiknum í körfubolta sem fram fer í Laugardalshöllinni. ÍR hefur verið með frumkvæðið framan af leiknum, en Hamar minnkaði muninn niður í tvö stig rétt fyrir hlé. Körfubolti 17. febrúar 2007 17:00
Sanngjarn sigur ÍR á Keflavík ÍR-ingar hituðu upp fyrir úrslitaleikinn í bikarnum um helgina með því að leggja Keflvíkinga nokkuð örugglega í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld 97-81. ÍR-ingar höfðu frumkvæðið lengst af í leiknum og náðu að standa af sér mikið áhlaup gestanna í síðari hálfleik. ÍR er nú í 7. sæti deildarinnar með 12 stig en Keflavík situr í 5. sætinu með 20 stig. Nánari umfjöllun um leikinn verður á Vísi snemma í fyrramálið. Körfubolti 12. febrúar 2007 21:24
ÍR tekur á móti Keflavík í kvöld Einn leikur er á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld en þar tekur ÍR á móti Keflavík í Seljaskóla. Keflvíkingar hafa verið í vandræðum í vetur og hafa enn ekki fundið taktinn, en ÍR-ingar hafa náð að hrista af sér dapra byrjun og eru nú í baráttu um sæti í úrslitakeppninni í vor. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Körfubolti 12. febrúar 2007 17:49
Njarðvík vann Snæfell í toppslagnum Njarðvík heldur sínu striki í Iceland Express-deild karla í körfubolta og í toppslag kvöldsins vann liðið góðan sigur á Snæfelli, 77-67, í ljónagryfjunni í Reykjanesbæ. KR og Skallagrímur unnu einnig leiki sína í kvöld og eru skammt undan Njarðvíkingum í toppbaráttunni. Körfubolti 11. febrúar 2007 21:45
Haukar steinláu í Vesturbænum KR-ingar unnu yfirburðasigur á Haukum í kvöld, 105-67, og komust þannig við hlið Njarðvíkur á toppi Iceland-Express deildar karla á ný. Einn annar leikur var á dagskrá í kvöld, Skallagrímur vann Fjölni með 100 stigum gegn 89. Körfubolti 9. febrúar 2007 20:57
Njarðvíkingar sigruðu í grannaslagnum Fjórir leikir voru á dagskrá í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Njarðvíkur eru enn á toppnum eftir góðan sigur á grönnum sínum í Grindavík 98-94 eftir framlengdan leik, en þetta var níundi sigur liðsins í röð. Keflavík lagði Þór Þorlákshöfn 86-74, Snæfell burstaði ÍR 95-72 og Hamar vann góðan útisigur á Tindastól 94-83. Körfubolti 8. febrúar 2007 21:39
Tveir leikir í úrvalsdeild karla í kvöld Í kvöld fara fram tveir leikir í úrvalsdeild karla í körfbolta og einn í kvennaflokki. Í karlaflokki tekur Fjölnir á móti KR í Grafarvogi og Njarðvíkingar taka á móti Tindasólsmönnum. Breiðablik mætir svo ÍS í kvennaflokki. Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15. Körfubolti 2. febrúar 2007 18:15
Þór Þorlákshöfn skellti Snæfelli Fjórir leikir fóru fram í úrvalsdeild karla í körfubolta í kvöld. Þór frá Þorlákshöfn skellti Snæfelli óvænt 81-78, Keflavík vann öruggan sigur á Haukum á útivelli 95-70, Grindvíkingar komu fram hefndum síðan í bikarnum á dögunum og lögðu ÍR í Seljaskóla 93-81og þá vann Skallagrímur 99-77 sigur á Hamri. Körfubolti 1. febrúar 2007 21:48
Muhammad lék aðeins sex leiki Bandaríski leikmaðurinn Ismail Muhammad er á heimleið eftir að hafa spilað aðeins sex leiki með Keflavík. Keflavík hafði aðeins unnið 2 af þessum 6 leikjum og Muhammad var með 17,0 stig og 6,3 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum sínum í Iceland Express-deildinni. Körfubolti 31. janúar 2007 00:01