Pétur: Erum að vinna okkur inn í mótið „Þetta var mjög góður sigur hjá okkur og við erum að vinna okkur hægt og rólega inn í mótið,“ sagði Pétur Guðmundsson, aðstoðarþjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Keflavík vann Fjölni 104-96 í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:45
Umfjöllun: Keflavík ekki í vandræðum með Fjölni Keflavík vann góðan sigur , 104-96, gegn Fjölni í kvöld í 6. umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Heimamenn voru sterkari í fyrri hálfleik og spiluðu fínan körfubolta, en botninn datt alveg úr leik liðsins í þeim síðari. Keflvíkingar fóru aftur á móti í gang í þriðja leikhlutanum og lögðu gruninn að öruggum sigri. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:30
Örvar: Töpuðum leiknum í þriðja leikhluta „Ég var rosalega ánægður með fyrri hálfleikinn hjá okkur, en við töpuðum þessu í þriðja leikhlutanum,“ sagði Örvar Kristjánsson, þjálfari Fjölnis, eftir leikinn í kvöld. Fjölnir tapaði fyrir Keflvíkingum 96-104 í 6.umferð Iceland-Express deild karla í kvöld. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:19
Gunnar: Þetta er allt að koma hjá okkur „Þetta var mjög fínn sigur hjá okkur og mjög svo mikilvægur“ sagði Gunnar Einarsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Keflavík bar sigur úr býtum gegn Fjölni, 96-104, í 6.umferð Iceland-Express deild karla en leikurinn fór fram í Grafarvogi. Körfubolti 11. nóvember 2010 22:17
Frábær þriðji leikhluti lagði grunninn að sigri Keflavíkur Keflvíkingar unnu sinn annan sigur í röð í Iceland Express deild karla í kvöld þegar þeir fóru í Grafarvoginn og unnu átta stiga sigur á heimamönnum í Fjölni, 104-96. Körfubolti 11. nóvember 2010 20:56
Haukarnir enduðu taphrinu sína með sigri á ÍR Nýliðar Hauka komust aftur á sigurbraut í Iceland Express deild karla með 93-87 sigri á ÍR á Ásvöllum í kvöld. Haukar voru búnir að tapa þremur leikjum í röð fyrir leikinn eftir að hafa byrjað mótið á tveimur sigurleikjum. Körfubolti 11. nóvember 2010 20:51
Snæfell fyrsta liðið til að vinna Grindavík Íslandsmeistarar Snæfellinga urðu í kvöld fyrsta liðið til að vinna Grindavík í Iceland Express deild karla í vetur þegar Snæfell vann átta stiga sigur í leik liðanna í Hólminum, 79-71. Grindavík var búið að vinna fyrstu fimm leiki sína en Snæfell tók af þeim toppsætið með þessum sigri. Körfubolti 11. nóvember 2010 20:29
Líf og fjör í boltanum í kvöld Það er mikið að gerast í íslensku íþróttalífi í kvöld en þá er leikið í efstu deildunum í handbolta og körfubolta. Handbolti 11. nóvember 2010 17:30
Búið að draga í bikarkeppni KKÍ Nú í hádeginu var dregið í bikarkeppni KKÍ, Poweradebikarnum. Tíu lið voru dregin saman í kvennaflokki og þrjú lið sitja hjá. Hjá körlunum var dregið í sextán liða úrslit. Körfubolti 11. nóvember 2010 12:22
Umfjöllun: Tindastóll fór létt með Breiðablik í Smáranum Það var gleði í andlitum leikmanna Tindastóls eftir að þeir unnu fyrsta leik tímabilsins í kvöld. Þeir lögðu Breiðablik 49-78 í 32-liða úrslitum Powerade-bikarsins og var sigurinn aldrei í hættu hjá gestunum frá Suðárkróki. Körfubolti 7. nóvember 2010 22:04
Ilievski: Sigurinn í kvöld táknar nýtt upphaf fyrir Tindastól „Við erum kátir með sigurinn og gleðiefni að finna sigurtilfinningu,“ sagði Borce Ilievski, þjálfari Tindastóls, eftir sigur sinna manna gegn Breiðablik í 32-liða úrslitum Powerade-bikarins í körfuknattleik sem fram fór í Smáranum í kvöld. Körfubolti 7. nóvember 2010 21:25
Sigurður: Það eru allir komnir með sín hlutverk á hreinu Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með sína menn í kvöld sem tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikarsins eftir 16 stiga sigur á Stjörnumönnum í Garðabæ. Körfubolti 4. nóvember 2010 22:01
Teitur: Ætluðum ekki að vera liðið sem gæfi þeim sjálfstraustið Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar var að sjálfsögðu ekki sáttur eftir 14 stiga tap á móti hans gamla félagi í 32 liða úrslitum Powerade-bikarsins í kvöld. Njarðvík vann þá sannfærandi og öruggan sigur á slöku Stjörnuliði. Körfubolti 4. nóvember 2010 21:42
KR vann auðveldan sigur á Hetti KR komst auðveldlega áfram í Poweradebikarnum í kvöld er það sótti Hött heim á Egilsstaði. KR betra allan tímann og vann öruggan sigur, 68-101. Körfubolti 4. nóvember 2010 21:34
Umfjöllun: Njarðvík sló Stjörnuna út úr bikarnum Njarðvíkingar tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Poweradebikars karla í körfubolta með 16 stiga sigri á Stjörnumönnum, 110-94, í Garðabænum í kvöld. Njarðvíkingar hefndu þar með fyrir tíu stig tap í deildinni á sama stað fyrir aðeins tíu dögum. Körfubolti 4. nóvember 2010 20:48
Bæði Grindavíkurliðin skipta um bandaríska leikmenn Grindvíkingar hafa ákveðið að skipta um bandaríska leikmenn í báðum meistaraflokksliðum sínum í Iceland Express deildunum. Karlakaninn, Andre Smith, fer heim af persónulegum ástæðum en kvennakananum, Charmaine Clark, var sagt upp vegna þess að hún stóð ekki undir væntingum. Þetta kemur fram á heimasíðu Grindavíkur. Körfubolti 4. nóvember 2010 12:15
Grindavík vann auðveldan sigur á Þór Grindavík komst í kvöld áfram í Poweradebikar karla er liðið vann átakalítinn sigur á Þór á Akureyri. Grindavík yfir allan tímann og vann 67-90. Körfubolti 3. nóvember 2010 20:01
Miklar breytingar hjá Tindastól: Þrír útlendingar út og tveir inn Tindastólsmenn hafa ákveðið að gera miklar breytingar á liði sínu í körfuboltanum en Tindastóll hefur tapað fimm fyrstu leikjum sínum í Iceland Express deild karla og situr eitt í botnsæti deildarinnar. Körfubolti 31. október 2010 08:00
Hörður: Það er ekki hægt að afskrifa okkur „Þetta hafðist hérna í restina en við gerðum þetta allt of erfitt fyrir okkur,“ sagði Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflvíkinga, eftir sigurinn í kvöld. Körfubolti 29. október 2010 22:28
Hrafn: Komum allt of hátt stemmdir inn í leikinn „Ég nánast skammast mín fyrir það hvernig við komum inn í þennan leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir leikinn í kvöld en hann var allt annað en ánægður með sína menn. Körfubolti 29. október 2010 22:26
Guðjón: Stjórnuðum leiknum allan tíman „Ég er virkilega ánægður með þennan leik hjá okkur og ég sá mikil batamerki á spilamennsku okkar,“ sagði Guðjón Skúlason, þjálfari Keflvíkinga, eftir sigurinn í gær. Körfubolti 29. október 2010 22:25
Umfjöllun: Mikilvægur sigur Keflvíkinga gegn KR Keflvíkingar unnu frábæran sigur, 95-91, á KR-ingum í Toyota-höllinni í Reykjanesbæ í kvöld. Keflvíkingar voru með yfirhöndina allan leikinn en KR-ingar fengu nokkur tækifæri undir lokin til að stela sigrinum en það tókst ekki og því fór sem fór. Körfubolti 29. október 2010 22:22
Brynjar: Búið að pumpa upp Keflvíkingana Brynjar Þór Björnsson og félagar í KR sækja Keflvíkinga heim í Iceland Express deild karla í kvöld en þrátt fyrir að KR sé búið að vinna 3 af fyrstu 4 leikjum sínum í deildinni er Brynjar ekki sáttur með spilamennskuna. Hann var í viðtali fyrir leikinn inn á heimasíðu KR. Körfubolti 29. október 2010 13:30
Keflvíkingar fá tvöfaldan liðstyrk fyrir KR-leikinn í kvöld Keflvíkingar hafa styrkt sig fyrir átök kvöldsins þegar KR kemur í heimsókn í 5. umferð Iceland Express deildarinnar í körfubolta. Keflavíkurliðið hefur fengið tvöfaldan liðstyrk því auk þess að Serbinn Lazar Trifunovic er orðinn löglegur þá mun Valentino Maxwell spila á ný eftir langvinn meiðsli. Körfubolti 29. október 2010 11:30
Botnliðið stóð í meisturunum - Hamar vann Njarðvík Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Körfubolti 28. október 2010 21:07
Keflvíkingar styrkja sig Keflavíkingar hafa ákveðið að styrkja lið sitt eftir slæma byrjun þess í Iceland Express-deild karla í haust. Körfubolti 27. október 2010 16:42
Lettinn farinn frá Snæfelli Lettneski leikmaðurinn Lauris Mizis hefur leikið sinn síðasta leik með Snæfelli en þetta kemur fram á heimsíðu Snæfells í dag. Körfubolti 27. október 2010 16:34
Umfjöllun: Stjarnan áfram á beinu brautinni Stjarnan vann 91-81 sigur á Njarðvík í kvöld en þetta var þriðji sigurleikur liðsins í röð. Ekki er hægt að segja annað en sigurinn hafi verið sanngjarn þó spenna hafi óvænt hlaupið í leikinn í lokin. Körfubolti 25. október 2010 21:32
Sigurður: Andleysi okkar kom mér á óvart Stjarnan var með forystuna nær allan leiktímann þegar liðið vann tíu stiga sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni. Sigurður Ingimundarson, þjálfari Njarðvíkur, var skiljanlega ekki kátur eftir leik. Körfubolti 25. október 2010 21:26
Fannar: Vorum beittari í öllum aðgerðum „Þetta lítur þrusuvel út,“ sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, eftir að liðið vann tíu stiga sigur á Njarðvík í Iceland Express-deildinni í kvöld. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar í röð. Körfubolti 25. október 2010 21:21