Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári. Innlent 19. ágúst 2025 11:40
Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Maður sem hafði réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða játaði að hafa stolið riffli nokkrum dögum áður en atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað. Lögregla taldi að til hafi staðið að nota vopnið í tengslum við Gufunesmálið. Innlent 19. ágúst 2025 08:46
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. Innlent 19. ágúst 2025 08:31
Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Flösku með bensíni var kastað í hús í Hafnarfirði í gær og kveikt í, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Innlent 19. ágúst 2025 06:49
Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Innlent 18. ágúst 2025 18:57
Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. Innlent 18. ágúst 2025 16:34
„Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Rannsókn lögreglunnar á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega, en konan sem grunuð er um manndráp hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. ágúst. Innlent 18. ágúst 2025 11:00
Í gæsluvarðhaldi fram í september Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt og gildir nú til 10. september. Innlent 18. ágúst 2025 10:49
Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Einn var handtekinn á höfuðborgðarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt grunaður um líkamsárás og annar grunaður um innbrot og þjófnað. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Innlent 18. ágúst 2025 06:16
Braust inn á flugvallarsvæðið Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 17. ágúst 2025 17:50
Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekkert benda til þess að leikskólastarfsmaður, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Innlent 17. ágúst 2025 17:48
Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Lögregla kærði í gær íþróttafélag í Reykjavík fyrir að veita áfengi utandyra á íþróttakappleik. Innlent 17. ágúst 2025 12:17
Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Innlent 17. ágúst 2025 11:01
Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Karlmaður hefur verið ákærður fyrir frelsissviptingu og rán sem hann á að hafa framið á Akureyri fyrir tveimur árum. Innlent 17. ágúst 2025 11:00
Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Umferðarslys varð í Laugardal í Reykjavík í gærkvöld eða nótt. Þar skemmdust þrír bílar og einn þeirra varð óökufær eftir á og var sá dreginn af vettvangi. Engin slys urðu á fólki. Innlent 17. ágúst 2025 09:38
Sundlaugargestur handtekinn Maður var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld eða nótt grunaður um meiri háttar líkamsárás. Þegar lögregla var að flytja hann á lögreglustöð er hann sagður hafa hótað ítrekað að drepa lögreglumenn. Hann er nú vistaður í fangaklefa vegna málsins. Innlent 17. ágúst 2025 07:31
Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Aðstoðar lögreglu var óskað vegna tveggja manna sem búnir voru að hreiðra um sig í sjónvarpsherbergi á dvalarheimili. Þeim var vísað á brott án vandræða. Innlent 16. ágúst 2025 19:07
Grunaðir um hópárás með kylfu Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem mun hafa beinst að einum manni á Akureyri árið 2023. Einn þeirra er sagður hafa beitt kylfu við árásina. Innlent 16. ágúst 2025 16:02
Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Foreldrar barna, sem eru nemendur á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, hafa verið boðaðir á fund í skrifstofum borgarinnar í Borgartúni á morgun. Innlent 16. ágúst 2025 15:44
Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Slökkviliði og lögreglu var tilkynnt um eld í hesthúsi í Hafnarfirði í nótt. Í dagbók lögreglunnar segir að þegar hana hafi borið að garði hafi talverður eldur verið í þaki hússins. Innlent 16. ágúst 2025 07:27
Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Forstjóri Barna- og fjölskyldustofu segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín af yfirvegun um kynferðisbrot og útskýri fyrir ungum börnum hvað megi og hvað ekki. Hún skilur vel að foreldrum sé brugðið yfir fregnum af því að starfsmaður leikskóla sé grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Innlent 15. ágúst 2025 18:45
Líkamsárás á borði lögreglu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í miðborg Reykjavíkur þar sem árásarþoli rotaðist. Málið er í rannsókn. Innlent 15. ágúst 2025 17:44
Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Hjólhýsi hafa, að sögn lögreglu, sprungið á Holtavörðuheiðinni vegna vonskuveðurs sem gengur þar yfir. Innlent 15. ágúst 2025 17:08
Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Þrátt fyrir að tæplega tveir mánuðir séu liðnir frá fyrstu húsleit sést enn ekki fyrir endann á fíkniefnamálinu umfangsmikla á Raufarhöfn. Einn útlendingur er í varðhaldi og verður honum að öllum líkindum vísað til Albaníu. Aftur á móti er málið enn ekki komið til ákærusviðs. Innlent 15. ágúst 2025 16:59
Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Barn, sem varð fyrir meintu kynferðisbroti af hendi starfsmanns á leikskólanum Múlaborg í Reykjavík, greindi foreldrum sínum sjálft frá atvikinu. Til rannsóknar er hvort brotið hafi verið á fleiri börnum. Innlent 15. ágúst 2025 13:25
Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Rúmlega tvítugur karlmaður var á þriðjudaginn handtekinn af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu grunaður um kynferðisbrot gegn ungu barni. Rannsókn málsins sögð er á frumstigi. Innlent 15. ágúst 2025 10:19
Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá einstaklinga í gær eftir að tilkynning barst um þrjá menn sem voru sagðir vera að ræna mann. Tveir voru vistaðir í fangageymslum en einn látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 15. ágúst 2025 06:24
Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfum tónlistarmanns sem var handtekinn í Hafnarfirði að nóttu til árið 2022. Lögreglu hafði grunað að maðurinn væri að aka undir áhrifum fíkniefna, en niðurstaða úr sýnatöku var neikvæð. Maðurinn vildi meina að aðgerðir lögreglu hefðu verið ólögmætar og krafðist bóta. Innlent 14. ágúst 2025 17:00
Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Fjórir voru handteknir í tengslum við aðgerðir lögreglu í Gnoðarvogi í gærkvöldi. Þremur var sleppt stuttu seinna en skýrsla tekin af einum, sem var síðan látinn laus. Innlent 14. ágúst 2025 06:18
Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vopnaðir sérsveitarmenn voru kallaðir út í aðgerð í Gnoðarvogi í Reykjavík í kvöld og voru fjórir leiddir út úr húsnæði þar, þar af þrír í handjárnum að sögn sjónarvotts. Heimildir fréttastofu herma að ráðist hafi verið í svipaðar aðgerðir á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Innlent 13. ágúst 2025 22:16