Kræklingarækt Um tíu aðilar rækta krækling hér við land. Ræktunarskilyrði eru talin góð og stefnt er að útflutningi lifandi kræklings á Evrópumarkað í náinni framtíð. Ræktendur binda miklar vonir við greinina og horfa til Prince Edward eyju í Kanada í því samhengi. Kræklingurinn er nú önnur stærsta útflutningsvara eyjarinnar og hefur leyst þorskinn af hólmi. Stöð 2 23. september 2008 09:53
Hnefaréttur Ofbeldi þrífst í samfélaginu, því aðeins að fólk umberi það. Á gráa svæðinu þar sem lög og réttur hefur takmarkað gildi vaða ofbeldismenn uppi og halda fólki í heljargreipum. Í Kompási í kvöld sýnum við myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. Þar er ljótt brot framið sem sýnir aðferð þessara undirheima, óháð þeirri forsögu sem þar býr að baki. Stöð 2 23. september 2008 09:42
Kompásstikla - Hnefaréttur Kompás hefur göngu sína á ný mánudaginn 22. september næstkomandi kl: 19:20 á Stöð 2. Þetta er fjórða árið sem þátturinn er sýningu en í vetur verða allir þættirnir í opinni dagskrá. Í fyrsta þætti vetrarins beinum við sjónum okkar að handrukkunum. Ofbeldi sem aldrei er kært til lögreglu grasserar á gráu svæði samfélagsins. Hópur manna hefur atvinnu af því að leysa ágreining með vöðvaafli. Sumir telja handrukkun eina úrræðið til að ná fram réttlæti en ljóst er að þegar handrukkarar hafa náð að blanda sér í ágreiningsmál er erfitt að losna við þá. Við sýnum myndir af ofbeldi sem beitt var til þvinga fram milljóna króna greiðslu. Stöð 2 19. september 2008 13:37
LOT segir sögu sína Byrgismálið byrjaði allt með bréfi frá konu sem skrifaði undir dulnefninu LOT en Lot var frændi Abrahams sem drottinn leiddi út úr Sódómu áður en borginni var eytt. Þessi kona, Marta Ruth, varð að fletta ofan af leyndarhjúpnum yfir spillingunni og kynferðisbrotunum sem grasseruðu í Byrginu undir falsyfirborði kristilegs kærleika. Marta er ein af þeim fjórum konum sem Guðmundur er dæmdur fyrir að brjóta gegn. Hún kemur fram nú í fyrsta skipti ásamt eiginmanni sínum Ragnari. Stöð 2 28. maí 2008 10:08
Mennt er máttur Um helmingur kambódísku þjóðarinnar er undir 25 ára aldri. Níu ár eru síðan friður komst á í landinu eftir þriggja áratuga stríðsátök. Rauðu Khmerarnir reyndu að útrýma sögu og menningu þjóðarinnar og mannréttindi fólksins voru fótum troðin. Þeir tóku lækna, kennara og menntafólk af lífi og heilu kynslóðirnar fóru á mis við menntun á meðan óöld ríkti í landinu. Það horfir þó til betri vega en miklar breytingar hafa átt sér stað á síðustu árum. Kompás var í Kambódíu og kynnti sér uppbyggingastarf Barnaheilla í landinu. Stöð 2 28. maí 2008 09:55
Kompásstikla - LOT stígur fram Konan sem koma Byrgismálinu af stað með bréfi undir dulnefninu LOT stígur fram í fyrsta sinn. Guðmundur Jónsson, fyrrum forstöðumaður Byrgisins, afskræmdi Guðs orð og braut gegn Mörtu. Ragnar, eiginmaður Mörtu, vissi fyrst um alvarleika brotanna þegar hann las dóminn yfir Guðmundi á netinu. Hann rakst svo á Guðmund fyrir algera tilviljun og gekk í skrokk á honum. Síðasti Kompásþáttur vetrarins verður sýndur á þriðjudaginn kl: 21:50 á Stöð 2. Stöð 2 25. maí 2008 12:28
Eftirskjálftar Byrgismálsins Dómurinn yfir Guðmundi Jónssyni fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins er flestum ótrúleg lesning enda staðfestir hann kerfisbundna minotkun hans á konum sem leituðu í þessa meðferðarstofnun. Kompás ræddi við Ólöfu Ósk, eitt fórnarlamba hans, um reynslu sína eftir að hún steig fram í sviðsljósið og vitnaði um reynslu sína í Byrginu. Stöð 2 21. maí 2008 11:58
Blindir fá sýn Í síðasta mánuði bárust fréttir af því að bandarískir læknar hefðu grætt myndavél í augu blindra Breta. Vélin tengist gervisjónhimnu sem er grædd aftan við augað. Myndir eru teknar og rafboð send með sjóntaug í heilann. Stöð 2 21. maí 2008 11:55
Staðfestur dómur Fyrr í vetur sagði talsmaður Stígamóta í viðtali við Kompás að kynferðisbrotamenn fyndust í öllum stéttum. Sorglegar sögur undanfarið um rannsókn á kynferðisbrotum presta og Háskólakennara ásamt með dómi yfir forstömanni Byrgisins hafa staðfest þetta - og nú fyrir helgi var Hæstaréttarlögmaðurinn, Róbert Árni Hreiðarsson dæmdur í þriggja ára fangelsi í Hæstarétti fyrir kynferðisbrot gegn ungum stúlkum. Stöð 2 21. maí 2008 11:44
Skipulagt kortasvindl Greiðslukortasvindl er vaxandi iðja skipulagðra glæpahópa víða um heim. Upphæðirnar sem sviknar eru út skipta hundruðum milljarða króna á ári um allan heim. Á Íslandi nema upphæðirnar tugum milljóna króna. Við segjum frá stolnu greiðslukorti sem meðal annars var notað til að greiða sekt hjá Lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2 14. maí 2008 10:38
Nýtt á prjónunum Ullarpeysur, hundapeysur, sokkar og sjöl er meðal þess sem íslenskar konur prjóna af áfergju um þessar mundir. Áhugi á prjónaskap hefur aukist stórlega á síðustu árum eftir að ullarpeysan fékk uppreisn æru og varð tískuvara. Konur fjölmenna á svokölluð Prjónakaffi til að kynna sér það heitasta í prjónatískunni og núorðið er hægt að kaupa íslenska ullarpeysu á My Space. Stöð 2 14. maí 2008 10:30
Kompásstikla - Greiðslukortasvindl Greiðslukortasvindl er vaxandi iðja skipulagðra glæpahópa víða um heim. Tugmilljónir króna tapast á ári vegna greiðslukortasvindls hérlendis. Kompáss sýnir hversu auðvelt það er að nota kort annara. Í átta tilvikum tókst konu á vegum Kompáss að greiða fyrir vörur með greiðslukorti karlmanns. Það var aldrei litið á mynd eða undirskrift á kortinu. Stöð 2 9. maí 2008 15:09
Óvissa í aldarfjórðung Þegar ungt fólk fellur frá er erfitt fyrir aðstandendur að ljúka sorgarfrelinu þegar efi læðist að þeim um, að eitthvað misjafnt blandist í dauða þeirra. Við rekjum sögu fólks sem er enn að reyna að fá skýringar á fráfalli tveggja ungra manna aldarfjórðungi eftir vofveiflegan dauða þeirra. Stöð 2 7. maí 2008 11:34
Fleiri spurningar en svör Á meðan embættismenn skrifuðust á í vetur og þrefuðu um lagatúlkun fór Ragnar, bróðir Einars Þórs á stúfanna og fann vitni að atburðum þessa örlagadags fyrir 23. árum. Þau segja sögu sem stemma ekki við skýringar lögreglu og vekja upp spurningar hvort hroðvirknislega var staðið að rannsókn á vettvangi. Stöð 2 7. maí 2008 11:29
Mál 809/1985 Það verður vending í málinu á vordögum. Valtýr Sigurðsson, sem tók við embætti ríkissaksóknara um áramót fellst á að endurskoða ákvörðun forvera síns, Boga Nílssonar. Eftir yfirlegu kemst hann að þveröfugri niðurstöðu og úrskurðar að ættingjarnir skuli fá afrit af þeim gögnum sem voru í vörslu Landspítalans þar sem lík Einars og Sturlu voru krufin. Stöð 2 7. maí 2008 11:14
Kompásstikla - Mannslát í Slippinum Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust látnir í bíl í Daníelsslipp fyrir 23 árum. Sjálfsvíg sögðu yfirvöld en ættingjar hafa aldrei sannfærst. Þau hafa barist fyir aðgangi að gögnum lögreglu en yfirvöld hafa mánuðum saman streyst á móti þrátt fyrir íhlutun umboðsmanns Alþingis. Loks nú í vor fengu þau að sjá hluta gagnanna en gögnin hafa vakið upp fleiri spurningar en svör. Kompás fjallar um þetta sérstæða mál í næsta þætti. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl:21:50 á Stöð 2 Stöð 2 2. maí 2008 16:54
Hættur í hafi Ekkert hafsvæði í heiminum er hættulegra til siglinga en hafið í grennd við Ísland. Kompás ræddi við fyrrverandi ríkisstjóra í Alaska sem var í embætti þegar Exxon Valdes slysið varð. Hann ráðleggur Íslendingum að hafa varann á gagnvart flutningum á hráolíu en ekki síður flutningi afurðanna því þar séu á ferð eitruð efni sem geti stórskaðað lífríki hafsins. Stöð 2 30. apríl 2008 10:02
Brestir í velferð Stuðningur hins opinbera við fjölskyldur langveikra barna er ekki nægjanlegur. Málum er hent á milli ráðuneyta. Þetta segja foreldrar sem Kompás hefur rætt við. Við heyrum sjónarmið foreldra langveikra barna. Stöð 2 30. apríl 2008 09:59
Vespufaraldur Óhætt er að segja að svokölluð vespumenning sé að ná fótfestu hér á landi. Léttum bifhjólum hefur fjölgað gríðarlega í umferðinni á síðustu árum, þrátt fyrir að þau séu einunis ökufær hluta ársins. En passa þessi hjól inn í þá miklu, og oft á tíðum, hættulegu umferð stórra ökutækja sem keyrir um stofnæðar borgarinnar? Kompás kynnti sé málið. Stöð 2 30. apríl 2008 09:54
Kompásstikla - Varasamir olíuflutningar Ef olíuhreinsistöð verður reist á Íslandi fara á milli tvö til þrjúhunduð olíuskip um lögsöguna á ári. Þó öryggi í hráolíuflutningum hafi aukist hafa orðið stórfelld slys þar sem hráolía í tugþúsund tonna hefur farið í hafið. Fyrrverandi fylkisstjóri Alaska sem þurfti að kljást við Exxon-Valdes slysið telur að Íslendingar eigi ekki síður að hafa áhyggjur af stórfelldum flutningum með unnar olíuafurðir frá stöðinni því þar séu á ferð eitruð efni sem geti stórskaðað lífríki hafsins. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl.21:50 á Stöð 2. Stöð 2 25. apríl 2008 16:25
Músík með einum putta Að stórum hluta snýst lífið hjá fjölskyldu í Grafarvoginum um að annast sextán ára ungling, Ragnar Þór Valgeirsson. Hann er með sjaldgæfan og ólæknandi taugahrörnunarsjúkdóm. Þau þurfa að glíma við fjölmarga erfiðleika en gleðin er alltaf skammt undan. Í lífi Ragnars Þórs er tölvan nauðsynlegt tæki. Þar eyðir hann löngum stundum við að semja tónlist og búa til listaverk. Um tveggja ára skeið hefur Kompás fylgst með Ragnari og fjölskyldu hans. Hver klukkustund er þaulskipulögð. Stöð 2 23. apríl 2008 10:16
Baráttujaxl Rannsóknir sýna að líf fatlaðra unglinga getur verið þeim mjög erfitt - þeir upplifa sig einangraða. Ragnar Þór er ekki í þeim hópi - hann gerir sér grein fyrir annmörkum sínum og skipuleggur líf sitt út frá þeim. Stöð 2 23. apríl 2008 10:14
14 flugsæti fyrir 5 Það er ekki bara mikill tími sem fer í umönnunn Ragnars Þórs. Það sem heilbrigðu fólki finnst sjálfsagt - kostar fjölskylduna mikla fjármuni. Þessi fimm manna fjölskylda fór í ferðalag til Ameríku og þurfti að borga fyrir fjórtán flugsæti. Af þeim þurfti Ragnar níu. Stöð 2 23. apríl 2008 10:06
Kompásstikla - Hvunndagshetjan Ragnar Þegar Ragnar Þór Valgeirsson greindist með alvarlegan taugahrörnunarsjúkdóm ársgamall var honum ekki hugað líf nema í tvö ár. Ragnar Þór er nú sextán ára unglingur sem tekst á við þrautir lífsins af einstöku æðruleysi. Hann er bundinn við hjólastól og hefur aldrei gengið. Stöð 2 18. apríl 2008 12:38
Ósýnilegir olíuirisar Dýrasta framkvæmd Íslandssögunnar, olíuhreinsistöð vestur á fjörðum, er í burðarliðnum þó að enginn viti enn hver standi á bak við áformin. Stöð 2 16. apríl 2008 10:06
Sömu aðilar Hugmynd um olíuhreinsistöð á Íslandi er ekki ný af nálinni og síðast var þessi kostur kannaður fyrir rúmum áratug í samstarfi við fyrirtækið MD-SEIS. Það félag var að hluta í eigu rússneska olíurisans LUKOIL og kom við sögu málaferlum sem þóttu opinbera vafasama viðskiptahætti. MD-SEIS er forveri þess fyrirtækis sem kemur að málum vestur á fjörðum nú og eru sömu menn við stjórnvölinn. Stöð 2 16. apríl 2008 10:04
Peð í skákinni Með því að reisa olíuhreinsistöð á Íslandi eru rússneskir olíurisar að kaupa sér markaðsstöðu og jákvæða ímynd, segja sérfræðingar. Það veitir ef til vill ekki af enda er rússaolían valdatæki í höndum stjórnvalda sem beitt er gagnvart nágrannaríkjunum. Hér á Íslandi liggur ákvörðun um olíustöðina hjá vestfirskum sveitarstjórnarmönnum sem virðast lítið hugsa um alþjóðlega olíuhagsmuni og heimsvaldapólitík. Stöð 2 16. apríl 2008 09:52
Kompásstikla - Umdeild olíuhreinsistöð Það er leyndarmál hver á að reisa olíuhreinsistöðina á Vestfjörðum. Böndin berast að rússnesku risaolíufyrirtæki í innsta hring Kremlar. Vestfirðingar eru orðnir langþreyttir á atvinnuástandinu og kalla eftir úrbótum. Olíuhreinsunarstöð er talin geta skapað 500 ný störf. Þessi 300 milljarða risaframkvæmd er þó umdeild. Tilhugsunin um nær daglegar siglingar risaolíuskipa vekur ugg en talið er að allt að 300 olíuflutningaskip muni eiga leið um vestfirska firði árlega. Kompás er á dagskrá á þriðjudögum kl. 21:50 á Stöð 2. Stöð 2 11. apríl 2008 17:05
Aðgengi fyrir alla? Á síðustu árum hefur aðgengi fyrir fólk í hjólastólum batnað til muna en er nóg að gert? Er gert ráð fyrir fólki í hjólastólum í verslunum á Laugaveginum? Við fylgjum manni eftir í hundruð kílóa þungum rafmagnshjólastól og sjáum hvernig honum gengur að versla, fá þjónustu og fara til læknis á Akureyri. Stöð 2 9. apríl 2008 10:09
Laugavegurinn fyrir alla? Langflestar verslanir við Laugaveg gera ekki ráð fyrir viðskiptavinum í hjólastólum. Þröskuldur sem heilbrigt fólk tekur ekki eftir - getur verið stór farartálmi þess sem þarf að komast allra sinna leiða í hjólastól. Til eru einfaldar lausnir sem myndu gera það að verkum að allir gætu verslað eða sótt sér þjónustu á Laugaveginum og víðar. Stöð 2 9. apríl 2008 10:05
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent