Kompásstikla - Hundakrabbamein Sömu sjúkdómarnir herja á manninn og besta vin hans. Krabbamein er algengasta dánarorsök hunda en tíðni krabbameins í hundum er álíka há og tíðni krabbameins hjá fólki. Tíkin Trinity greindist nýverið með krabbamein í júgri og Kompás fékk að fylgjast með þegar æxlið var fjarlægt. Enn sem komið er eru skurðaðgerðir gegn krabbameini í hundum eina úrræðið en víða erlendis er boðið upp á lyfjameðferðir gegn meininu. Við sýnum einstakar myndir af skurðaðgerð Trinity og fylgjumst með líðan hennar í gegnum meðferðina. Stöð 2 7. janúar 2009 17:23
Gjaldþrot sem skiptimynt Eftirmál gjaldþrots einstaklinga geta varað í mörg ár. Kröfurnar fyrnast á löngum tíma og þær er hægt að endurnýja. Við kynnumst ferli gjaldþrotamála og heimsækjum fjölskyldu í Njarðvík sem sér fram á gjaldþrot. Við upplýsum einnig almenning um óprútnna aðila sem hafa auglýst á netinu eftir kennitölum fólks sem er í fjárhagslegum vandræðum til að nota til að græða peninga. Svívirðlegt athæfi segir efnahagsbrotadeild lögreglunnar. Stöð 2 16. desember 2008 09:59
Kompásstikla - Gjaldþrot sem skiptimynt Fjölmargar íslenskar fjölskyldur gætu orðið gjaldþrota á komandi misserum. Kompás rekur ferli gjaldþrotamála og heimsækir fjölskyldu í Njarðvík sem sér fram á gjaldþrot. Við upplýsum um óprútnna aðila sem hafa auglýst á netinu eftir kennitölum fólks sem er í fjárhagslegum vandræðum til að nota til að græða peninga. Kompás myndaði fund karlmanns sem bauð pari, sem þóttist standa illa fjárhagslega, að kaupa nafn þeirra og kennitölu til að hlaða á hana eignum og keyra síðan í gjaldþrot. Þetta er tilraun til fjársvika að mati lögreglu. Í síðari hluta þáttarins kynnumst við ENZA, nýstofnuðum íslenskum hjálparsamtökum, sem starfa í Suður Afríku. Kompás í opinni dagskrá klukkan 19:20 á mánudag á Stöð 2. Stöð 2 12. desember 2008 17:53
Dauðinn í Slippnum Tveir menn fundust látnir í bíl á Slippsvæðinu í Reykjavík árið 1985. Þeir voru taldir hafa framið sjálfsvíg. Kompás heldur áfram að fjalla um þetta mál sem ættingjar mannanna hafa barist fyrir að rannsakað verði að nýju. Og nú vilja þeir rannsókn á starfsháttum lögreglu. Í síðari hluta þáttarins kynnumst við kraftmiklum vestfirskum kór, Fjallabræðrum, sem hafa síðustu mánuði verið áberandi í tónlistarlífi Íslendinga. Þá förum við einnig í heimsókn til ungrar myndlistarkonu sem hefur þróað sérstaka aðferð í listsköpun sinni. Stöð 2 9. desember 2008 10:14
Fjallabræður Fjallabræður, hinn vestfirski kraftmikli karlakór, hefur sungið sig inn í hjörtu þjóðarinnar síðustu mánuði. Þeir hafa troðið víða upp við mikinn fögnuð og vakið athygli fyrir frumlega samsetningu rokkhljómsveitar og karlakórs. Þeir sungu á Menningarnótt, tóku á móti íslenska handboltalandsliðinu og stefna á að syngja í Færeyjum næsta sumar. Kórfélagar eru allir karlmenn, utan einn sem er kona og hún heldur vel utan um hópinn. Stöð 2 9. desember 2008 10:10
Helma Helma Þorsteinsdóttir er ung myndlistarkona sem fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni. Hún hefur þróað sérstaka gifsáferð, aðferð sem gefur verkum hennar einstakan blæ. Verkin hennar hafa vakið mikla athygli og prýða nú veggi fjölmargra heimilla. Kompás heimsótti Helmu á vinnustofuna hennar og fékk að fylgjast með hvernig listaverk hennar verða til. Stöð 2 9. desember 2008 10:09
Kompásstikla - Dauðinn í Slippnum Einar Þór Agnarsson og Sturla Steinsson fundust látnir í bíl við Daníelsslipp árið 1985. Lát þeirra var afgreitt sem sjálfsvíg en ættingjar þeirra hafa aldrei fellt sig við þessa skýringu og hafa síðustu misserin krafist aðgangs að gögnum um lát ástvina sinna. Samkvæmt nýjum vitnisburði var rannsókn á dauða þeirra illa unnin. Ekkert fordæmi er um sjálfsvíg af þessum toga í sögu réttarmeinafræðinnar. Ný dæmi koma fram um gögn sem lögreglan finnur ekki í eigin vörslu eða hefur fargað. Á meðan finnast ljósmyndir af vettvangi í einkasafni. Ríkissaksóknari hefur verið krafinn um opinbera rannsókn á aðkomu lögreglu. Stöð 2 5. desember 2008 14:44
100. þátturinn Þátturinn að þessu sinni markar tímamót í sögu þáttarins og er sá hundraðasti í röðinni. Síðustu þrjú ár hefur Kompás speglað kviku samfélagsins. Þátturinn hefur skapað sér sess og tekið á erfiðum málum, birt gleði og sorg - opinberað hetjur og skúrka. Við stiklum á ferð þáttarins um stríðshrjáð lönd, undirheima Íslands og litskrúðuga flóru samfélagsins. Stöð 2 2. desember 2008 09:40
Kompásstikla - 100. þátturinn Við horfum til baka á viðburðarrík ár í sögu þáttarins að þessu sinni. Tilefnið er hundraðasti Kompásþátturinn. Síðustu þrjú ár hefur Kompás speglað kviku samfélagsins. Þátturinn hefur skapað sér sess og tekið á erfiðum málum, birt gleði og sorg - opinberað hetjur og skúrka. Við skoðum umfjallanir þáttarins um stríðshrjáð lönd, undirheima Íslands og litskrúðuga flóru samfélagsins. Kompás lítur um öxl á mánudagskvöld, klukkan 19.20 í opinni dagskrá á Stöð 2. Stöð 2 28. nóvember 2008 15:18
Markaður í molum Fasteignamarkaðurinn er í molum. Þúsundir eigna eru á söluskrá - en viðskiptin nánast engin. Fjölmargir sjá fram á erfiða tíma og margir sitja eftir í yfirveðsettum fasteignum, í sannkölluðum átthagafjötrum. Við skoðum þróun fasteignaverðs síðustu ár og heyrum í fólki sem hefur lent í miklum vandræðum. Félagsmálaráðherra segir erfiða tíma framundan, reynt sé að bjarga heimilunum. Stöð 2 25. nóvember 2008 09:31
Kompásstikla - Markaður í molum Fasteignamarkaðurinn er í molum. Þúsundir íbúða seljast ekki og eftirspurnin er nánast engin. Hvað verður um húsin? Almenningur horfir á eignir sína brenna upp í verðbólgunni og sumir eru fastir milli tveggja íbúða með tilheyrandi kostnaði. Fjölmargir sjá fram á erfiða tíma og margir sitja eftir í yfirveðsettum fasteignum , í sannkölluðum átthagafjötrum. Félagsmálaráðherra segir aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar aðeins fyrsta skrefið í að hjálpa heimilunum. Fasteignamarkaðurinn í Kompási á mánudag, í opinni dagskrá klukkan 19:20 á Stöð 2. Stöð 2 21. nóvember 2008 13:35
Tæknideildin Þau sögulegu tímamót urðu fyrir skömmu að maður var sakfelldur í dómi fyrir morð, nær eingöngu á grundvelli greiningar tæknideildar lögreglu en hinn ákærði neitaði staðfastlega sök. Þetta er til marks um stigvaxandi mikilvægi tæknideildar lögreglu. Við kynnumst nokkrum þekktum dómsmálum og sýnum meðal annars einstæðar vídeómyndir sem kafari tók af innpökkuðu líki Vaidasar Jusevisíuar á botni hafnarinnar í Neskaupsstað. Líkfundurinn varð að umfangsmestu rannsókn í sögu tæknideildar lögreglu. Stöð 2 18. nóvember 2008 10:27
Kompásstikla - Tæknideildin CSI Reykjavík gæti verið nafn næsta Kompásþáttar en við köllum hann Tæknideildina. Fjölmargir erlendir sjónvarpsþættir um störf tæknideilda lögreglu hafa varpað töfraljóma á þeirra störf. Í þessum þætti koma í fyrst sinn fyrir sjónir almennings gögn úr einhverju viðamestu sakamálum seinni tíma hér á landi. Einstök innsýn í störf tæknideildar lögreglu í næsta Kompásþætti á mánudag kl. 19:20 á Stöð 2. Stöð 2 13. nóvember 2008 12:18
Grunnstoðir Grunnstoðir atvinnulífsins eru til skoðunar að þessu sinni. Hvernig standa þessar stoðir og hver er framtíð þeirra nú þegar bankakerfið íslenska hefur hrunið og eftir stendur efnahagurinn í sárum? Sjávarútvegurinn er kominn í tísku og margir líta hýru auga til orku- og álvinnslu. Og ekki síst er horft til ferðaþjónustunnar og íslensks iðnaðar. Staða grunnstoðanna er vægast sagt slæm. Skuldirnar eru miklar og ljóst er að næstu ár verða mörgum fyrirtækjum erfið. Kreppan getur verið móðir tækifæranna þegar litið er til nýsköpunar í atvinnulífinu - en það mun reynast erfitt að ná í fjármagnið. Hugsanlega er ljósið ekki langt undan, jafnvel gífurlegar olíubyrgðir í íslenskri landhelgi. Stöð 2 11. nóvember 2008 09:34
Kompásstikla - Grunnstoðir Hvernig standa grunnstoðir atvinnulífsins í dag og hver er framtíð þeirra eftir hrun bankakerfisins? Mikill uppgangur er í sjávarútvegi, margir binda miklar vonir við orku- og álvinnslu og víst er að ferðaþjónustan er stækkandi atvinnugrein. Staða þessarra atvinnugreina er slæm því skuldirnar eru miklar og aðgangur að lánsfé er takmarkaður. Það eru þó sterkar vísbendingar um að Íslendinga bíði tækifæri í kreppunni til að vinna sig úr erfiðleikunum. Í grunnstoðum íslenskra atvinnugreina eru miklir möguleikar. Kompás er á dagskrá á mánudögum kl: 19:20 í opinni dagskrá á Stöð 2. Stöð 2 7. nóvember 2008 16:42
Tímamótakosningar Í dag verður kosið til embættis forseta Bandaríkjanna, sem talið er það valdamesta í heimi. Demókratinn Barack Obama yrði fyrsti blökkumaðurinn í embættinu næði hann kjöri. Repúblíkaninn John McCain yrði elsti Bandaríkjaforseti sögunnar ef hann bæri sigur úr býtum. En hvaða menn eru þetta? Fyrir hvað standa þeir og er þeim treystandi? Og hvaða máli skiptir það Íslendinga hvor þeirra nær kjöri? Guðjón Helgason kynnti sér frambjóðendurna. Stöð 2 4. nóvember 2008 11:11
Í öruggu skjóli Kompás heimsótti kólumbískar flóttakonur fyrir ári síðan til Ekvador þaðan sem þær komu til Íslands í leit að betra lífi. Við kynnumst lífi tveggja þessara kvenna á Íslandi sem bjuggu við hörmulegar áður en þær komu hingað til lands. Stöð 2 4. nóvember 2008 10:48
Kompásstikla - Í öruggu skjóli Kompás heimsótti fyrir ári kólumbískar flóttakonur sem farið höfðu í gegnum miklar hörmungar og sáu fram á ömurlega framtíð. Í fyrrasumar var framtíð vinkvennanna óráðin og einungis örbirgð og fátækt blasti við. Hópi kvennana var boðið með börnin sín til Íslands til að hefja nýtt líf. Stöð 2 31. október 2008 17:13
Björgólfur Thor Hvöss spjót beinast nú að Björgólfi Thor Björgólfssyni, ríkasta manni Íslands. Hann er sakaður um að bera að hluta til ábyrgð á hruni íslenska efnahagskerfisins. Hann svarar hér gagnrýninni en er jafnframt ómyrkur í máli gagnvart ríkisvaldinu og Seðlabanka. Hann upplýsir hvað gerðist bak við tjöldin þá örlagaríka daga þegar hagkerfið rambaði á barmi hruns og sakar stjórnvöld um að hafa tekið kolrangar ákvarðanir, þrátt fyrir alvarleg viðvörunarorð. Það voru skelfileg mistök að þjóðnýta Glitni, segir hann og upplýsir einnig hvernig stjórnvöld virtu ekki viðlits tilboð um að losna undan Icesave ábyrgðum sama dag og neyðarlög voru sett í landinu. Þetta telur Björgólfur Thor að skýri hin harkalegu viðbrögð Breta og alvarlega milliríkjadeilu landanna. Stöð 2 27. október 2008 20:00
Kompásstikla - Björgólfur Thor Ríkasti maður Íslands fékk Landsbankann á silfurfati fyrir 6 árum. Nú þurfa landsmenn að axla ábyrgð á hundruðum milljarða vegna bankans sem kom Íslandi á hryðjuverkalista. Mun Björgólfur Thor axla ábyrgð og borga? Ítarlegt viðtal við Björgólf Thor Björgólfsson sem svarar spurningum sem brenna á vörum Íslendinga í Kompási næstkomandi mánudag kl:19:20 á Stöð 2. Stöð 2 24. október 2008 16:54
Útrásin Nú þegar þjóðinni er ógnað með þjóðargjaldþroti er brýnt að horfa um öxl og reyna að svara spurningunni: Hvað fór úrskeiðis? Við byrjum að leita svara og vekja upp nýjar spurningar. Var útrásin sjónarspil fámenns hóps - spilaborg sem hefði hrunið, jafnvel þó erlent fárviðri í fjármálaheiminum hefði ekki dunið yfir? Stöð 2 21. október 2008 09:42
Kompásstikla - Útrásin Var útrásin blekking og að stórum hluta tilfærsla eigna til útlanda? Fjöldi eignarhaldsfélaga Íslendinga í Lúxemborg eiga rækur í skattaskjólum Bresku Jómfrúareyjanna. Fámennur hópur útrásarvíkinga á ofurlaunum er harðlega gagnrýndur fyrir að skilja eftir sig sviðna jörð. Kompás byrjar að leita svara og vekja upp nýjar spurningar. Var útrásin sjónarspil fámenns hóps? Spilaborg sem hefði hrunið, jafnvel þó erlent fárviðri í fjármálaheiminum hefði ekki dunið yfir. Kompás er á dagskrá á mánudögum kl. 19:20 í opinni dagskrá á Stöð 2. Stöð 2 17. október 2008 15:01
Hremmingar Ótti og örvænting hefur gripið um sig meðal Íslendinga vegna gífurlegra hremminga í íslensku efnahagslífi. Þúsundir einstaklinga hafa áhyggjur af afkomu sinni og skuldbindingum. Reiðin er ríkjandi í samfélaginu. Við skoðum mannlegu hlið hremminganna og fáum aðstoð sérfróðra manna á ólíkum sviðum til að varpa ljósi á þá sögulegu framvindu sem kom neyslusamfélaginu Íslandi - út á ystu nöf. En það eru leiðir út úr vandanum - það má aldrei gleymast. Stöð 2 14. október 2008 09:23
Kompásstikla - Hremmingar Kompás fjallar um depurð og óöryggi sem íslensk þjóð er nú að upplifa. Fjármálaveröldin hrynur og eftir stendur fólkið í landinu með áhyggjur af framtíð sinni og afkomu. Fjölmargir eru í miklum vandræðum sem þeir sjá ekki fram úr. Kompás ræðir við geðlækna og sálfræðinga þar sem reynt er að leiðbeina fólki í erfiðleikunum. Mannlegur þáttur um mikla erfiðleika þar sem reynt er að horfa fram á veginn með fólkinu í landinu. Kompás er í opinni dagskrá á mánudögum kl. 19:20 á Stöð 2. Stöð 2 10. október 2008 15:45
Nýtt Hafskipsmál Í dag var kynnt önnur bókin sem gefin er út á skömmum tíma um Hafskipsmálið en báðar eru unnar með stuðning frá Björgólfi Guðmundssyni fyrrverandi forstjóra Hafskips. Ekki hefur áður komið fram að Björgólfur lét skrifa þriðju bókina, sem aldrei var gefin út vegna óánægju hans með innihaldið. Í bókinni sem eru áður óbirt gögn og vitnisbuður sem höfundi þykir fela í sér áfellisdóm um fyrrverandi Seðlabankastjóra, ríkislögmann og skiptaráðendur bússins. Stöð 2 7. október 2008 09:21
Kompásstikla - Nýtt Hafskipsmál Leynifundum og makki er lýst í áður óbirtum skjölum um Hafskipsmálið. Hafskipsmenn hafa haldið því fram að fyrirtæki þeirra hafi verið knúið í gjaldþrot af andstæðingum sem jafnframt hafi blásið á glæður hatrammrar opinberrar umræðu. Tveir núverandi hæstaréttardómarar, eru sagðir hafa haft óeðlileg afskipti af málum. Fyrrverandi ráðherra gagnrýnir að Seðlabankastjóri farið á bak við sig. Örlög Hafskips í Kompási á mánudag klukkan 19:20 á Stöð 2. Stöð 2 3. október 2008 16:01
Sögur úr stríðinu Þrátt fyrir allt er lífsgleðin ríkjandi í Kongó. Og fyrir aðkomumann er ólýsanlegt að sjá þegar fólk sameinast eftir margra ára aðskilnað af völdum stríðsátaka. Stöð 2 30. september 2008 09:43
Fjölskyldur sameinaðar Spurning kvöldsins er þessi! Hvenær endar stríð? Það er mörgum létt þegar friðarsamningar eru undirritaðir, en færri vita, að þá hefst margra ára leit að ættingjum sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Leitarstarf Rauða krossins á átakasvæðum í heiminum er að mestu unnið í kyrrþey, en sögurnar að baki þessa mikilvæga starfs eru margar kraftaverki líkastar. Sigmundur Ernir Rúnarsson og Hrafn Garðarson kvikmyndatökumaður hafa dvalist í Kongó síðustu tvær vikur. Stöð 2 30. september 2008 09:30
Kompásstikla - Fjölskyldur sameinaðar Hörmungar stríðs taka ekki enda þó byssurnar þagni. Það er mörgum létt þegar friðarsamningar eru undirritaðir, en færri vita, að þá hefst margra ára leit að ættingjum sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Stöð 2 26. september 2008 16:04
Ofbeldisatriði úr Kompási – óklippt útgáfa Um fátt hefur verið meira rætt undanfarinn sólarhring en Kompásþátt sem sýndur var í gær. Í þættinum er sagt frá heimi handrukkara. Þá var sagt frá deilum þeirra Benjamíns Þ. Þorgímssonar líkamsræktarmanns og Ragnars Magnússonar. Þær enduðu með því að Benjamín réðst að Stöð 2 23. september 2008 18:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent