Ólögleg vopn Það er ekki vitað hvað til eru margar óskráðar byssur á Íslandi. En hvar eru þessar byssur? Kompás skoðar ólöglegar byssur á Íslandi og hvort hægt sé að kaupa byssu á svörtum markaði. Morðið á Sæbraut í sumar vakti upp óhug í samfélaginu. Kompás skoðar það hvernig einstaklingi hafi tekist að kaupa byssu út á nafn vinar síns. Er þetta algengt? Hvað segja þeir sem selja byssurnar? Kompás keypti 9mm skambyssu á svarta markaðnum. Byssu sem er alls ekki ætluð til veiða. Stöð 2 26. nóvember 2007 16:10
Krónan dæmd Ofurvextir Seðlabankans eiga að vera viðbragð við verðbólgu sem þykir enn alltof há á Íslandi. En það er ekki sama hvernig er mælt. Ef Íslendingar mældu verðbólgu með sama hætti og Evrópusambandið væri hér sáralítil verðbólga. Bandaríkjamenn beita heldur ekki sömu aðferðum og við. En það er ekki bara mælingin sem er gagnrýnd. Stjórnvöld sæta ámæli fyrir að bera ábyrgð á þenslunni og ofurvextir Seðlabankans eru taldir blása fremur í glæðurnar en slökkva eldana. Stöð 2 21. nóvember 2007 09:57
Dauði krónunnar Það eru ekki allir sem gefa stjórnun með íslensku krónunni góða einkunn. En vera kann að gjaldmiðilinn sé sjálfkrafa að heyra sögunni til án þess að þeirri þróun sé stýrt. Hagfræðignar spyrja hvort það sé ekki þegar búið að gefa þessum sjálfstæða gjaldmiðli falleinkunn enda fleiri og fleiri að færa sig yfir í Evru og aðrar myntir. Stöð 2 21. nóvember 2007 09:51
Svar úr svörtuloftum Kompás reyndi í hálfan mánuð að fá viðtal við Davíð Oddsson, formanns bankastjórnar Seðlabankans um þessi mikilisverðu mál. Hann tók líkindalega í það framanaf en snérist hugur þegar þátturinn var í lokavinnslu og beindi erindinu til annars bankastjóra sem kom loks í viðtal þegar þátturinn var nánast frágenginn. Stöð 2 21. nóvember 2007 09:41
Vaxtastefna Seðlabankans Seðlabankinn fær lítinn stuðning við ákvörðun sína um svimandi háa vexti. Hávaxtastefnan er sögð skapa verðbólgu í stað þess að slá á hana. Verðbólgan er ekki rétt mæld segja aðrir. Svo virðist sem ríkisvaldið vinni gegn Seðlabankanum. Á meðan deilt er um hvernig eigi að hlúa að krónunni er atvinnulíf og einstaklingar að gefast upp og yfirgefa þennan gjaldmiðil. Á krónan sér viðreisnar von í ólgusjó útrásar og alþjóðavæðingar? Stöð 2 16. nóvember 2007 16:31
Kynlíf unglinga Fimm einstaklingar á Íslandi smitast af kynsjúkdómnum klamidýu á hverjum degi og enn fleiri smitast af kynfæravörtum og herpes. Klamydía getur breiðst hratt út. Í háskóla í Bandaríkjunum var gerð rannsókn þar sem kom í ljós að frá einni smitaðri stúlku gætu 287 einstaklingar smitast. Á síðasta ári greindust rúmlega sautján hundruð manns með klamidýu á Íslandi. Stöð 2 14. nóvember 2007 09:42
Fræðsla mikilvæg Fræðsla um kynlíf og áróður um notkun smokksins eru þau tæki sem helst duga til árangurs gegn kynsjúkdómum unglinga. Mjög mismunandi er hvernig kynfræðslu er háttað í grunn- og framhaldsskólum landsins. Smokknum ætti að dreifa frítt segja þeir sem fræða unglingana. Stöð 2 14. nóvember 2007 09:36
Stolin kirkja Það er ekki oft sem Þjóðkirkjan er sökuð um að hafa stolið heilli kirkjubyggingu en það gerðist fyrir fimmtíu árum þegar kirkjan á Hesteyri var flutt til Súðavíkur í óþökk Hesteyringa. Þótt langt sé um liðið hefur ekki enn gróið um heilt og vilja Hesteyringar fá að minnsta kosti kapellu í sitt gamla heimaþorp. Hesteyri í Jökulfjörðum lifnar nú við á hverju sumri, þar er blómleg sumarbyggð og viðkomustaður ferðamanna sem hrífast af kyrrð og fegurð staðarins. Stöð 2 14. nóvember 2007 09:13
Ungt fólk og kynlíf Tólf einstaklingar hafa greinst með HIV veiruna það sem af er árinu. Þessi illvígi sjúkdómur er ekki lengur dauðadómur. En hugsar ungt fólk um sjúkdóminn í dag? Lifa unglingar öruggu kynlífi? Fimm einstaklingar smitast af klamydíu á hverjum degi og enn fleiri smitast af kynfæravörtum og Herpes. Kompás kynnist viðhorfum ungs fólks til kynlíf, kynsjúkdóma og kynfræðslu. Stöð 2 9. nóvember 2007 16:46
Kona gegn kerfinu Einstaklingurinn finnur sig oft vanmáttugan gagnvart kerfinu. Við segjum sögu af konu sem staðið hefur í stríði við Tryggingastofnun í mörg ár. Þetta er dæmisaga um upplifun einstaklings á ósveigjanleika, óbilgirni og ómanneskjulegu viðmóti að hálfu stofnunar sem telur sig hornstein velferðakerfisins. Tryggingastofnun neitaði að tjá sig um þetta tiltekna mál. Forsvarsmenn hennar höfnuðu því einnig að mæta í viðtal til að svara fyrir almenna gagnrýni á Tryggingastofnun. Stöð 2 7. nóvember 2007 09:44
Öruggasti ferðamátinn Það eru fáir sem vita hvað gerist í flugstjórnarklefanum fyrir flug og á meðan á flugi stendur. Talið er að hið framandi og hið óþekkta sé ein af orsökum þess að fimmti hver farþegi þjáist af flughræðslu eða ónotum í flugi. Sigurður Ragnarsson - Siggi stormur - fékk á dögunum fáséða innsýn í hvað gerist í flugstjórnarklefanum í flugi 502 til Amsterdam. Stöð 2 7. nóvember 2007 09:37
Íslenska víkingageitin Íslenski geitastofninn er talinn vera minnsti geitastofn í heimi. Þetta gamla víkingakyn er harðgert og sérlundað, en vannýtt í íslenskum landbúnaði. Eftirspurn eftir geitaafurðum ferð vaxandi og þá hafa borist fyrirspurnir frá Bandaríkjunum um útflutning á íslensku geitinni. Stöð 2 7. nóvember 2007 09:16
Barátta við TR Einstaklingurinn finnur sig oft vanmáttugan gagnvart flóknu kerfi. Við heyrum sögu Rögnu af baráttu hennar við TR. Fyrir 25 árum voru kalk kirtlar fjarlægðir úr Rögnu fyrir mistök og hefur hún eftir það þurft að taka lífsnauðsynleg lyf. Hún borgaði lyfin sjálf í tvo áratugi þangað til hún komst að því að hún átti alltaf rétt á því að fá þau ókeypis. Það hefur verið þrautin þyngri að fá endurgreiðslu þessa kostnaðar. Stöð 2 5. nóvember 2007 09:35
Óværa á heimilinu Ný óværa hefur tekið sér bólfestu í rúmum landsmanna. Þetta er lúsartegund sem hreiðrar um sig í rúmum og lifir á því að sjúga blóð úr sofandi fólki. Við fjöllum um þennan ófögnuð, þennan nýja landnema á Íslandi. Stöð 2 31. október 2007 10:00
Börn í boxi Í gömlu sundhöllinni í Reykjanesbæ æfa yngstu boxarar landsins ólympíska hnefaleika af miklu kappi. Boxið nýtur mikilla vinsælda, meðal annars hjá krökkum sem greinst hafa með ofvirkni eða athyglisbrest. Við heimsóttum Hnefaleikafélag Reykjaness og fylgdumst með boxurum framtíðarinnar á æfingu. Stöð 2 31. október 2007 09:56
Sýknun í tálbeitumáli Í síðustu viku voru þrír menn sýknaðir af ákæru um kynferðisbrot fyrir að hafa ætlað að fara á fund unglingsstúlku með það í huga að eiga við hana kynferðislegt samneyti. Við lögreglurannsókn og saksókn var byggt á Kompásþætti frá í janúar þar sem þessir menn komu innfyrir þröskuld íbúðar og töldu sig vera á leið á stefnumót við unglingsstúlku. Þeir höfðu fallið fyrir tálbeitu Kompáss á netinu. Stöð 2 31. október 2007 09:50
Blóðsuga á íslenskum heimilum Veggjalús er blóðsuga sem leggst á mannfólk. Þessi óværa kemur sér fyrir í svefnherbergjum fólks og fjölgar sér hratt. Þær lifa á blóði þess sem í rúminu sefur. Þessum tilfellum hefur verið að fjölga mjög hratt síðustu ár og dæmi eru um að heilu búslóðunum hafi verið fargað. Tryggingafélögin greiða ekki bætur vegna tjóna sem þessa. Kompás fylgdist með meindýraeyði að störfum og baráttunni gegn blóðsugunum á heimili í Reykjavík. Stöð 2 26. október 2007 12:58
Þroskaheftur á Sogni Fyrir sextán árum myrti Baldvin Kristjánsson unga konu í Reykjavík. Baldvin er þroskaheftur. Í fimmtán ár hefur hann verið lokaður inni á réttargeðdeildinni að Sogni. Þar hefur hann verið vistaður meðal ósakhæfra manna sem glíma við geðsjúkdóma, manna sem hafa framið misalvarleg afbrot. Stöð 2 24. október 2007 09:51
Mannréttindi þroskaheftra Lögmaður sem hefur annast réttargæslu fyrir ósakhæfa einstaklinga segir að mannréttindi séu brotin á Baldvini Kristjánssyni. Það sé ekki einsdæmi. Þroskaheft fólk er haft í stöðugri gæslu og ferðafrelsi þeirra skert, þrátt fyir að það sé sjálfráða. Starfsfólk sem ananst þroskahefta kvartar yfir að reglur skorti og vill ekki una ásökunum um að það brjóti mannréttindi á skjólstæðingum sínum. Stöð 2 24. október 2007 09:30
Maðurinn sem kerfið gleymdi Baldvin Kristjánsson er þroskaheftur 45 ára gamall maður. Saga hans er þyrnum stráð þar sem hann dvaldi víða um land á ýmsum heimilum um langt skeið. Kerfið hafði engin úrræði fyrir hann. Fyrir sextán árum myrti hann vinkonu sína á sambýli í Reykjavík. Kerfið hafði þá engin úrræði fyrir hann, ekki fyrr en réttargeðdeildin að Sogni opnaði fyrir fimmtán árum. Og þar hefur hann verið frá upphafi. Stöð 2 19. október 2007 14:41
Borg dauðans Þó að nærri fjögur og hálft ár séu liðin frá því her Bandaríkjanna og samstarfsþjóða réðst inní Írak og steypti Saddam Hússein af stóli loga eldar ófriðar enn í landinu. Mannfall í síðasta mánuði var þó minna en í mörg misseri og vekur vonir um að friðvænlegri tíð sé framundan. Komás var í Írak og kynnti sér afleiðingar innrásarinnar af eigin raun. Þessi innrás var studd af íslenskum stjórnvöldum sem vafalítið telst ein óvinsælasta stjórnvaldsákvörðun á lýðveldistímanum. Heimkvaðning eina Íslendingsins sem sinnt hefur starfi á vegum NATO í landinu markar kaflaskil og uppgjör við þá umdeildu ákvörðun. Stöð 2 17. október 2007 09:44
Herdísi heim Friðargæsluliðinn, Majór Herdís Sigurgrímsdóttir hefur verið kölluð frá Írak en hún var eini íslenski liðsmaðurinn í verkefnum NATÓ í landinu. Núverandi stjórnvöld vilja ekki lengur að friðargæsluliðar sinni hernaðarlegum verkefnum. Heimkvaðning Herdísar markar einnig uppgjör við hina umdeildu veru Íslands á lista hinna viljugu þjóða. Stöð 2 17. október 2007 09:16
Kompás í Írak Innrásin í Írak fyrir fjórum árum varð upphaf - en ekki endir á hörmungum Íraka. Höfuðborgin, Bagdad hefur verið borg dauðans. Kompás var í borginni og kynnti sér ástandið. Hverjar eru horfur þessarar hrjáðu þjóðar sem er sannarlega í hers höndum? Færri og færri ríki styðja hernaðaraðgerðir í landinu og um síðustu mánaðamót drógu Íslendingar sig út úr verkefni NATO í Írak og kölluðu heim Majór Herdísi, friðargæsluliða. Stöð 2 11. október 2007 18:03
Í skugga skæruhernaðar Í þessum þætti förum við til Suður Ameríku, en tuttugu og sjö kólumbískir flóttamenn komu til landsins í gær, einungis konur og börn. Konurnar eru í lífshættu. Þær hafa misst eiginmenn sína í skæruhernaði og eiga það allar sameiginlegt að vera á flótta undan skæruliðasveitum. Í Kólumbíu ríkir ekki hefðbundið stríð. Þar ræður stjórnlaus skæruhernaður ríkjum. Kompás slóst í för með íslensku flóttamannanefndinni í sumar. Við heyrum við sögur kvennanna. Stöð 2 10. október 2007 09:46
Skelfingin flúin Eftir að flóttamenn koma til Ekvadors tekur oft ekkert betra við. Þar búa þeir við mikla neyð og þurfa enn að líða ofsóknir. Kompás hitti unga drengi sem voru fangar skæruliðasveita í rúmt ár. Stöð 2 10. október 2007 09:37
Nýir Íslendingar Af þeim fjölda kvenna sem Kompás talaði við komu tvær þeirra til Íslands með fjölskyldum sínum. Þær eru kornungar og hafa upplifað skelfilega hluti. Báðar hafa þær verið í lífshættu og á flótta undan skæruliðasveitum. Stöð 2 10. október 2007 09:12
Kompás í Ekvador Hópur flóttamanna frá Kómumbíu er væntanlegur til Íslands 9. október næstkomandi. Kompás var í Ekvador í sumar, þangað sem hópurinn flúði undan skæruliðum í heimalandi sínu. Við kynnumst hrikalegum veruleika flóttamannanna sem búa sig nú undir að hefja nýtt líf á Íslandi. Kompás er á dagskrá kl. 21:45 alla þriðjudaga á Stöð 2 Stöð 2 4. október 2007 16:49
Tilraun til brots Gott kvöld og velkomin í Kompás. Í kvöld skoðum við refsilöggjöf Norðmanna og Svía í kynferðisbrotamálum gegn börnum og berum saman við íslensku lögin. Við spyrjum; er íslenska refsilöggjöfin nægjanlega skýr þegar kemur að kynferðisbrotamálum gegn börnum? Væri hægt að vinna málin betur ef lögin væru skýrari? Við skoðum það. Stöð 2 3. október 2007 09:35
Íslenskur stuðningur Kompásþáttur sem sýndur var í apríl á þessu ári breytti miklu fyrir starf ABC barnahjálpar í Kenýa og ekki síður fyrir Þórunni Helgadóttur sem hefur helgað lífi sínu að hjálpa börnum í landinu. Þrjú hundruð og fjörtíu börn eiga nú fyrir höndum bjartari framtíð í landinu með aðstoð samtakanna. Stöð 2 3. október 2007 09:30
Mæðgur í Mongólíu Fyrir íslenska peninga gátu mongólskar mæðgur keypt sér þak yfir höfuðið. Kompás fjallaði um mæðgurnar fyrr á árinu, en þá bjuggu þær inn á fólki - í tjaldi - í einu af fátækrahverfum höfuðborgar Mongólíu. Íslenska peningagjöfin hefur breytt lífi þeirra. Stöð 2 3. október 2007 09:07
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent