Ekki múkk um kjörin „Við höfum ekki gefið það upp. Bæði af tillitssemi við þá sem eru að lána okkur og eins teljum við skynsamlegt að hafa það fyrir okkur,“ sagði Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra, í samtali við Markaðinn, aðspurður um kjör á nýju erlendu láni íslenska ríkisins. Viðskipti innlent 4. september 2008 00:01
Opnar vörumerkjasafnið logosafn.is á netinu „Að því sem ég best kemst að er þessi þjónusta ekki í boði á Íslandi. Einkaleyfastofa heldur utan um skráð vörumerki, en þeir bjóða ekki upp á notendavænan eða aðgengilegan gagnagrunn,“ segir Bryndís Óskarsdóttir, stofnandi og eigandi Logosafnsins sem hóf starfsemi sína fyrir helgi. Viðskipti innlent 4. september 2008 00:01
Alfesca skilar góðu uppgjöri Alfesca hagnaðist um 3,5 milljónir evra, jafnvirði 429 milljóna íslenskra króna, á öðrum ársfjórðungi, sem er sá fjórði í bókum félagsins. Þetta er svo til óbreytt staða frá því fyrir ári. Hagnaðurinn á árinu öllu nam 28,6 milljónum evra sem er 27,6 prósenta aukning á milli ára. Viðskipti innlent 3. september 2008 00:01
Allianz tapar á bankasölu Samningar náðust um helgina um kaup hins þýska Commerzbank á Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskipti erlent 3. september 2008 00:01
Launavinnslu RÚV úthýst úr ríkishúsum „Ríkisútvarpinu var úthýst úr Fjársýslunni í fyrra," segir Magnús Kr. Ingason, framkvæmdastjóri fjármálaþjónustufyrirtækisins Fjárvakurs. Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Engar samrunaviðræður „Við erum að gæta varfærni, taka niður eignasafnið vegna markaðsaðstæðna og búa í haginn fyrir erfiðan vetur," segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs. Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Hálfur heimurinn er í eða á barmi kreppu Efnahagsvandræði þau sem hófust með undirmálslánakreppunni í Bandaríkjunum fyrir tæpu ári hafa nú breiðst út um nær allan heim. Samkvæmt nýrri skýrslu Goldman Sachs sem birt var á fimmtudag í síðustu viku er helmingur heimshagkerfisins í kreppu eða á barmi hennar. Viðskipti erlent 27. ágúst 2008 00:01
Engin svör frá Samvinnutryggingum „Við náðum ekki að klára þetta áður en menn fóru í sumarfrí,“ segir Kristinn Hallgrímsson, formaður skilanefndar Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga. Hann gerir ráð fyrir því að skilanefndin komi saman í september. Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Tekjuaukning á krepputímum Það er í lagi að segja það. Íslenskur efnahagur er í lægð eftir langa uppsveiflu og mikinn vöxt og velgengni. Þessi niðursveifla er dýpri og lengri en við höfum séð á síðustu árum. En einnig má segja að upp sé kominn annar flötur á niðursveiflunni. Ekki aðeins verða fyrirtækin fyrir samdrætti í rekstrarreikningi sínum heldur er ekki minni pressa frá hinni hliðinni, það er efnahagsreikningnum. Skoðun 27. ágúst 2008 00:01
Exista kýs að greiða lánið „Það var ákveðið fyrir nokkru að óska ekki eftir framlengingu á þeim hluta lánsins sem er á gjalddaga og nýta frekar sterka lausafjárstöðu félagsins til að greiða hann upp,“ segir Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Existu. Skuldir Existu lækkuðu um einn milljarð evra á fyrri hluta árs. Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Telur að botni sé náð „Þetta er fínn tími til að fara inn, hvort sem botninum er þegar náð eða er skammt undan," segir Sigurður Bollason athafnamaður. Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Landvinningar í Kína Óskari Jónssyni, forstjóra Green Diamond, datt í hug að framleiða harðkorna skósóla í kjölfar þess að Ólafur Jónsson í Nýiðn hóf framleiðslu á harðkorna dekkjum. Óskar hóf þróun á verkefninu árið 2000 sem leiddi til þess að hann vann nýsköpunarverðlaunin á Íslandi og Evrópuverðlaunin árið 2003 í Belgíu. Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Sólarkísilverksmiðja farin út af kortinu „Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum,“ segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Samdrátturinn sést í sorpinu „Minni losun sorps frá fyrirtækjum er vísbending um hvert stefnir í hagkerfinu," segir Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu. Viðskipti innlent 27. ágúst 2008 00:01
Hlutafé Árvakurs aukið Unnið er að því að auka hlutafé Árvakurs. Þetta staðfestir Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs. Viðskipti innlent 20. ágúst 2008 00:01
Hef gaman af að leysa þrautir Staðan hefur gjörbreyst á skömmum tíma, viðurkennir Geir H. Haarde forsætisráðherra í viðtali við Björn Inga Hrafnsson viðskiptaritstjóra. Hann fer yfir ástand efnahagsmála, ræðir lausafjárvandann, Evrópumálin, virkjanir, stóriðju og margt fleira Viðskipti innlent 20. ágúst 2008 00:01
Stjórnendur misstu sjónar á rekstrinum „Þegar maður kemur inn í Woolworths-verslun hér í London sést fljótt að eitthvað er að. Það vantar vörur í hillurnar. Þá er salan árstíðabundin, er mest um jólin. Allir sjá að þessu þarf að breyta,“ segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs Group. Viðskipti innlent 20. ágúst 2008 00:01
Með stefnuleysi er vandanum viðhaldið Gott er að fá yfir sumartímann ráðrúm til að meta aðstæður og velta fyrir sér hvert stefnir í efnahagsmálum, að mati Árna Páls Árnasonar þingmanns. Hann segir hins vegar ljóst að í haust hljóti að vera tími aðgerða og skýrrar stefnumörkunar á sviði stjórnmálanna. Viðskipti innlent 6. ágúst 2008 00:01
Urriðavöllur dýrastur Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Viðskipti innlent 6. ágúst 2008 00:01
Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni,“ segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. Viðskipti innlent 6. ágúst 2008 00:01
Dögun vetnisaldar – veruleiki eða framtíðarsýn Jarðeldsneyti er takmarkað og ljóst er að síhækkandi eldsneytisverð er að sliga atvinnuvegi landsins og að hagkvæmara er orðið að leita annarra leiða til að knýja ökutæki í framtíðinni. Í bók sinni, Dögun vetnisaldar – róteindin tamin fjallar Þorsteinn Ingi Sigfússon um vetni sem orkugjafa. Bókin er gefin út samtímis á íslensku og ensku. Viðskipti innlent 6. ágúst 2008 00:01
Eldingum skotið í tölvur í prófunum Tölvuframleiðandinn Lenovo leggur mikla áherslu á gæðaprófanir í framleiðslu á tölvubúnaði sínum. Björn Birgisson, yfirvörustjóri hjá Nýherja, heimsótti höfuðstöðvar Lenovo í Peking og komst að því að þar eru tölvurnar frystar, hristar, hitaðar, fallprófaðar og látnar verða fyrir eldingum í gæðaprófunum. Viðskipti erlent 6. ágúst 2008 00:01
Undirmálslánakreppan aðeins toppurinn á ísjakanum Samkvæmt skýrslu samtakanna Hope Now, sem aðstoða bandaríska húsnæðiseigendur sem eiga í vandræðum með afborganir, lenda Bandaríkjamenn með góð veð og „hefðbundin“ húsnæðislán í vaxandi mæli í vandræðum með afborganir. Á öðrum ársfjórðungi aðstoðuðu samtökin 34.000 fleiri með „hefðbundin“ húsnæðislán en „undirmálslán“, en alls aðstoðuðu samtökin nærri 1.800.000 manns á öðrum ársfjórðungi. Þá sýna tölur samtakanna að skjólstæðingar, sem höfðu hefðbundin húsnæðislán, mistókst hlutfallslega oftar en þeim sem höfðu undirmálslán að ná tökum á afborgunum, þrátt fyrir skuldbreytingu, og misstu þar með heimili sín. Viðskipti erlent 6. ágúst 2008 00:01
Netinnlán aukast Netinnlánareikningar eru farnir að gegna veigamiklu hlutverki í fjármögnun íslensku bankanna. Þrír stærstu bankar landsins hafa opnað slíka reikninga erlendis og fjölgar innlánum og viðskiptavinum hratt. Landsbankinn starfrækir Icesave-netreikningana í Bretlandi og Hollandi. Glitnir starfrækir Save and Save í Noregi og á Íslandi og loks Kaupþing Edge sem er starfrækt í tíu löndum í Evrópu. Viðskipti innlent 6. ágúst 2008 00:01
Árvakur og 365 skoða samstarf „Það liggur ekkert fyrir um að slíkt takist en það eru það erfiðar aðstæður á prentmarkaðnum að ef það ætti einhvern tímann að ganga þá væri það núna,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Heimildir Markaðarins herma að samningaviðræður eigi sér stað milli 365 og Árvakurs til að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri. Á það einkum við rekstrarliði sem lúta að framleiðslu og dreifingu á dagblöðum. Viðskipti innlent 6. ágúst 2008 00:01
Kvótaþak hamlar vexti sjávarútvegs „Í sjávarútvegi þar sem starfað er við útflutning mæla engin hagfræðileg rök með því að stærð fyrirtækja sé haldið niðri með hömlum á kvótaeign,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings. Viðskipti innlent 6. ágúst 2008 00:01
Bankahólfið: Íþróttaálfur mærir forsetann Forseti Íslands fær heldur betur hlýjar kveðjur frá íþróttaálfinum sjálfum í Latabæ, Magnúsi Scheving, í nýjasta Útherja, fréttablaði Útflutningsráðs Íslands. Viðskipti innlent 2. júlí 2008 00:01