Trump blokkar hryllingssagnahöfundinn Stephen King á Twitter Stephen King hefur gagnrýnt Donald Trump forseta á Twitter síðustu mánuði. Trump virðist nú hafa blokkað hryllingssagnahöfundinn. Erlent 14. júní 2017 10:06
Ráðherrann blés á samsæri en ýmsum spurningum ósvarað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, kom fyrir rannsóknarnefnd Bandaríkjaþings í gær. Hann er háttsettasti embættismaðurinn sem komið hefur fyrir nefndina hingað til. Minni ráðherrans þótti oft á tíðum gloppótt. Erlent 14. júní 2017 09:00
Hundruð þingmanna stefna Trump vegna erlendra greiðslna Demókratar ætla að höfða mál gegn Bandaríkjaforseta vegna meintra stjórnarskrárbrota sem hann á að hafa framið með því að gefa viðskiptaveldi sitt ekki upp á bátinn. Erlent 14. júní 2017 07:52
Trump segir að ný heilbrigðislöggjöf Repúblikana sé „andstyggileg“ Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagt að ný heilbrigðislöggjöf, The American Health Care Act, sem samþykkt var af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir rúmum mánuði sé "andstyggileg“ og að hann vilji löggjöf sem sé "rausnarlegri.“ Erlent 13. júní 2017 23:41
Sessions þvertekur fyrir samskipti við Rússa og ber fyrir sig trúnað Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki hafa átt í samskiptum við Rússa né önnur yfirvöld um möguleg afskipti af forsetakosningunum í nóvember í fyrra. Erlent 13. júní 2017 21:50
Bein útsending: Jeff Sessions mætir fyrir þingnefnd Sessions sagði í mars síðastliðinn að hann myndi ekki skipta sér af rannsóknum varðandi afskipti Rússa af kosningunum en greint hefur verið frá því að Sessions hafi átt í samskiptum við sendiherra Rússa í Bandaríkjunum stuttu fyrir kosningar. Erlent 13. júní 2017 18:26
Vodkaframleiðandi notfærir sér tengsl Trump við Rússland Vodkaframleiðandinn Smirnoff notfærir sér nú meint tengsl Bandaríkjaforseta, Donalds Trump, við Rússland í nýrri auglýsingaherferð. Erlent 13. júní 2017 15:43
Sessions kemur fyrir þingnefnd í dag Búist er við að dómsmálaráðherrann verði spurður út í samskipti sín við rússneskan sendiherra og aðkomu sína að brottrekstri James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI. Erlent 13. júní 2017 12:38
Trump hlýddi á lofræður ráðherra sinna um sig Lofræður ráðherra Bandaríkjastjórnar um Donald Trump forseta vöktu mikla athygli fjölmiðlamanna á fyrsta fullskipaða ríkisstjórnarfundi stjórnar Trump í gær. Erlent 13. júní 2017 11:45
Dómsmálaráðherra Trump ber vitni í dag Ekki er búist við því að Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, greini frá samtölum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta þegar hann kemur fyrir leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Erlent 13. júní 2017 10:11
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. Erlent 13. júní 2017 08:01
„Umhverfisvænn“ Trump vill fegra múrinn með sólarskjöldum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur fundið leið til að fjármagna hinn umtalað múr milli Mexíkó og Bandaríkjanna. Hann ætlar að þekja hann sólarskjöldum sem virkja sólarorku. Forsetinn telur að þetta muni auk þess umbreyta veggnum og gera hann fallegri. Veggurinn á að vera 12-14 metrar. Erlent 12. júní 2017 21:18
Trump stefnt fyrir dómstólum vegna spillingar Forsetinn er sakaður um meiriháttar brot á ákvæðum stjórnarskrárinnar sem banna embættismönnum að taka við gjöfum eða greiðslum frá erlendum ríkiserindrekum í stefnu dómsmálaráðherra Maryland-ríkis og Columbia-svæðis. Erlent 12. júní 2017 13:37
Trump frestar heimsókn til Bretlands af ótta við mótmæli Útlit er fyrir að ekkert verði af opinberri heimsókn Donalds Trump til Bretlands. Bandaríkjaforseti er sagður hafa sagt breska forsætisráðherranum að hann vildi ekki koma ef fjöldamótmæli fara fram gegn honum. Erlent 12. júní 2017 08:46
Jeff Sessions kemur fyrir þingnefnd vegna vitnisburðar Comey Jeff Sessions, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, mun sitja fyrir svörum leyniþjónustunefndar öldungadeildarþings Bandaríkjanna á þriðjudag. Erlent 10. júní 2017 23:32
Trump segist tilbúinn að ræða samskipti sín við Comey eiðsvarinn Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist tilbúinn að bera vitni eiðsvarinn um samskipti sín við James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Erlent 9. júní 2017 20:00
Lögmaður Trump segir Comey fara með lygar Leiðtogi demókrata í fultrúadeild Bandaríkjaþings segir augljóst að forsetinn hafi misnotað vald sitt. Erlent 9. júní 2017 20:00
Trump mun kvarta formlega yfir minnisblaðaleka Comey Lögfræðingur Donald Trump mun leggja fram formlega kvörtun til dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sem og dómsmálanefndar Bandaríkjaþings, vegna þess að James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, lét leka minnisblöðum um fundi hans og Trump til fjölmiðla. Erlent 9. júní 2017 13:42
Frakklandsforseti frumsýnir nýjan vef og gefur Trump tóninn "Make our planet great again“ er heiti á nýjum vef sem Emmanuel Macron, nýkjörinn forseti Frakklands frumsýndi í gær. Vefurinn er helgaður loftslagsmálum en á honum er kallað eftir sérfræðingum, kennurum, nemendum og ábyrgum borgurum sem geti lagt baráttunni lið. Erlent 9. júní 2017 11:45
Trump tjáir sig um vitnisburð Comey eftir langa þögn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, stóðst freistinguna og tísti ekkert á meðan James Comey, fyrrverandi forstjóri FBI, svaraði spurningum njósnamálanefndar Bandaríkjaþings í gær um samskipti hans við Trump. Hann er þó mættur aftur á Twitter. Erlent 9. júní 2017 10:58
Comey segir Trump hafa óskað eftir að slakað yrði á rannsókn FBI á tengslum Flynn við Rússa Fyrrverandi forstjóri FBI telur engan vafa leika á að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á síðasta ári með ýmsum hætti. Erlent 8. júní 2017 19:59
Lögmaður Trump rengir orð Comey Bandaríkjaforseti krafði James Comey, þáverandi forstjóra FBI, ekki um hollustu þvert á það sem sá síðarnefndi segir, samkvæmt yfirlýsingu lögmanns Donalds Trump. Þá segir hann Trump aldrei hafa beðið Comey um að hætta rannsókn á tengslum samstarfsmanna forsetans við Rússa. Erlent 8. júní 2017 18:43
Trump véfengir vitnisburð Comey varðandi tvö veigamikil atriði Donald Trump, Bandaríkjaforseti, véfengir tvö veigamikil atriði í vitnisburði James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI. Erlent 8. júní 2017 15:34
Comey var viss um að Trump myndi ljúga um fundi þeirra Fyrsta sprengjan í vitnisburði fyrrverandi forstjóra FBI er sprungin. Erlent 8. júní 2017 15:01
Bein útsending: Comey situr fyrir svörum þingnefndar um samskiptin við Trump James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar FBI, mun mæta fyrir þingnefnd bandarísku öldungadeildarinnar klukkan 14 í dag og lýsa samskiptum sínum við Donald Trump Bandaríkjaforseta sem rak Comey á dögunum. Erlent 8. júní 2017 13:30
Aukafréttatími á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi Fjallað verður ítarlega um þingkosningarnar sem fram fara í Bretlandi í dag. Einnig fjöllum við um manndráp í Mosfellsdal í gærkvöldi og um James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Innlent 8. júní 2017 10:23
Comey mætir fyrir þingnefnd síðar í dag Fyrrverandi forstjóri FBI mun lýsa samskiptum sínum við Bandaríkjaforseta fyrir þingnefnd klukkan 14 í dag. Erlent 8. júní 2017 07:52
Lögmaður Trump segir vitnisburð Comey réttlæta forsetann Sumir telja framburð James Comey, fyrrverandi forstjóra FBI, staðfesta að Donald Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar en forsetinn finnur réttlætingu á eigin orðum í yfirlýsingu Comey. Erlent 7. júní 2017 23:15
Trump krafðist hollustu Comey og vildi fella niður rannsókn Framburður fyrrverandi forstjóra alríkisrlögreglunnar FBI um samskipti hans við Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur verið birtur. Erlent 7. júní 2017 18:45
Söguleg stund þegar Comey ber vitni fyrir opnum tjöldum James Comey, sem rekinn var úr forstjórastöðu bandarísku alríkislögreglunnar 9. maí, FBI, mun bera vitni hjá öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun. Erlent 7. júní 2017 15:30