Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Tvö burðar­dýr fá þunga dóma

Maður og kona af erlendum uppruna fengu í dag þunga dóma í Héraðsdómi Reykjaness. Fólkið hafði flutt inn kókaín en var hvorki eigandi þess né hafði skipulagt dreifinguna.

Innlent
Fréttamynd

Gæti verið sakfelld fyrir manndráp af gáleysi

Til greina kemur að Steina Árnadóttir, hjúkrunarfræðingurinn sem ákærð er fyrir að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, verði sakfelld fyrir manndráp af gáleysi fyrir Landsrétti.

Innlent
Fréttamynd

Játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá

Fyrirtöku í Bankastræti club-málinu svokallaða lauk í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaður, sem ákærður er fyrir alvarlegasta hluta líkamsárásarinnar, breytti afstöðu sinni til sakargifta. Hann játar að hafa stungið tvo en ekki þrjá eins og áður.

Innlent
Fréttamynd

Launa­mál dómara læðist fram hjá Lands­rétti

Mál héraðsdómara, sem stefndi ríkinu eftir að henni var tilkynnt um að hún hefði fengið ofgreidd laun og fór með sigur af hólmi, fer beint til Hæstaréttar. 260 af æðstu embættismönnum þjóðarinnar fengu sams konar tilkynningu.

Innlent
Fréttamynd

Sýknu­dómi hjúkrunar­fræðingsins á­frýjað

Sýknudómi Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðings á Landspítalanum, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Hún var sýknuð af ákæru um að hafa valdið dauða sjúklings á geðdeild spítalans fyrir tveimur árum, þar sem ekki taldist sannað að hún hefði haft ásetning til þess.

Innlent
Fréttamynd

Skilorð fyrir manndráp af gáleysi í Gleðivík

Karlmaður hefur verið dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. Hann ók lyftara yfir erlendan ferðamann sem hafði verið að skoða listaverkið Eggin í Gleðivík við hafnarsvæðið á Djúpavogi. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Ummæli um vælandi kerlingar og byrlanir bættu gráu ofan á svart

Áminning sem var veitt lögreglukonu sem gerði lítið úr þolendum kynferðisbrota og meðlimum Öfga á Facebook var í samræmi við lög. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem taldi lögreglukonuna ekki eiga rétt á miskabótum vegna áminningarinnar og breytingar á starfi hennar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ummæli lögreglukonunnar um vælandi kerlingar og byrlanir höfðu áhrif á niðurstöðu dómsins.

Innlent
Fréttamynd

Sveddi tönn ákærður í Brasilíu

Sverr­ir Þór Gunn­ars­son, betur þekktur sem Sveddi tönn, hefur verið ákærður af ríkissaksóknara í Brasilíu fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot og skipulagða glæpastarfsemi. Þann 3. júlí síðastliðinn var fyrirtaka í málinu hjá dómstól í Rio de Janeiro þar sem sönnunargögn voru lögð fram.

Innlent
Fréttamynd

Hreiðar hyggst setja hótelbyggingu á fullt

Hreiðar Hermannsson, eigandi Orustustaða í Skaftárhreppi, segir að framkvæmdir við tíu milljarða króna hótel á jörðinni fari núna fullt en hann hafði betur í dómsmáli um vegtengingu fyrir helgi. Hann vonast til að hótelið verði opnað eftir átján til tuttugu mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Full­yrðing um nauðgun innan marka tjáningar­frelsisins

Kona nokkur hefur verið sýknuð af kröfu fyrrverandi kærasta um miskabætur og fangelsisrefsingu vegna ummæla sem hún lét falla á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram árið 2022. Þar sakaði hún ónafngreindan karlmann um nauðgun en fyrrverandi kærastinn taldi augljóst að um sig væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Ís­lensk kona stefnir Boston borg: „Hún óttast stöðugt að vera sett í fangelsi“

Íslensk kona sem búsett er í Boston hefur höfðað skaðabótamál á hendur borginni, borgarstjóra og fleiri aðilum fyrir óréttmæta lögsókn sem höfðuð var á hendur henni vegna þjófnaðarbrots á seinasta ári. Heldur konan því fram að brotið hafi verið á stjórnarskrárbundnum réttindum hennar á margvíslegan hátt og fer hún fram á þrjár og hálfa milljón dollara í bætur.

Innlent
Fréttamynd

Hreiðar hafði betur í deilu um veg að Orustustöðum

Hreiðar Hermannsson, eigandi jarðarinnar Orustustaða í Skaftárhreppi, hafði betur í dómsmáli sem tveir eigendur nágrannajarðarinnar Hraunbóls/Sléttabóls 2 höfðuðu til að meina honum að nota og endurbæta vegslóða sem liggur að Orustustöðum um land Hraunbóls. Lögregla hefur ítrekað verið kölluð til vegna þessara nágrannadeilna og hafa þær sett áform Hreiðars um tíu milljarða króna hótelbyggingu í uppnám.

Innlent
Fréttamynd

Ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja í Vatns­enda­máli

Kópa­vogs­bær hefur ekki tekið á­kvörðun um að á­frýja á­kvörðun Héraðs­dóms Reykja­ness sem gert hefur bænum að greiða Magnúsi Pétri Hjalte­sted, syni Þor­steins Hjalte­sted heitins, 1,4 milljarða króna á­samt vöxtum í deilum um Vatns­enda­land. Bærinn hefur undan­farin ár verið með var­úðar­færslur vegna málsins í bókum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Eldri kylfingar sem hunsuðu dómara lausir úr banni

Tveir eldri kylfingar sem hunsuðu úrskurð dómara á Íslandsmóti á Akureyri fengu keppnisbann sem þeir voru dæmdir í stytt fyrir áfrýjunardómstóli. Þeim er því frjálst að skrá sig í Íslandsmótið í ár sem fer fram um næstu helgi.

Golf
Fréttamynd

Tíu mánuðir fyrir tvær líkams­á­rásir

Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann á þrítugsaldri til tíu mánaða fangelsisvistar fyrir að hafa framið tvær líkamsárásir, þar af eina á fimmtán ára dreng, og fyrir tvö umferðarlagabrot. 

Innlent