Einn leikur í Landsbankadeild kvenna í kvöld Einn leikur verður leikinn í 9. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Breiðablik heimsækir KR í vesturbæinn og hefst leikurinn klukkan 17:30. KR er í öðru sæti deildarinnar og Breiðablik í því þriðja en talsverður munur er á liðunum í stigafjölda. Leikurinn er mjög þýðingamikill fyrir KR því að með sigri komast þær við hlið Vals á toppi deildarinnar. Íslenski boltinn 1. ágúst 2007 14:42
Margrét Lára með sex mörk gegn ÍR Valur valtaði yfir ÍR í kvöld í Landsbankadeild kvenna, 10-0. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sex marka Vals, þar af tvö úr vítaspyrnum. Guðný Björk Óðinsdóttir skoraði tvö og þær Vanja Stefanovic og Dóra María Lárusdóttir sitt markið hvor. Íslenski boltinn 30. júlí 2007 21:25
Landsbankadeild kvenna: Toppliðin sigruðu örugglega Fjórir leikir voru leiknir í Landsbankadeild kvenna í kvöld. KR og Valur sitja enn á toppi deildarinnar eftir stóra sigra á andstæðingum sínum. Hins vegar sitja Fylkir og Þór/KA enn á botni deildarinar eftir að hafa tapað sínum leikjum. Íslenski boltinn 27. júlí 2007 21:41
Fjórir leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld Fjórir leikir fara fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Fylkir fær Breiðablik í heimsókn, KR tekur á móti Keflavík, Stjarnan tekur á móti ÍR og Valur mætir Þór/KA á Akureyri. Valur og KR eru á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 7 leiki, en Þór/KA og Fylkir eru á botninum með 3 stig eftir 7 leiki. Leikirnir hefjast klukkan 19:15. Íslenski boltinn 27. júlí 2007 17:03
U19: Ísland tapaði gegn Þjóðverjum Íslenska U19 ára kvennalandsliðið tapaði í dag síðasta leik sínum á Evrópumótinu. Landsliðið tapaði 4-2 fyrir núverandi meisturum frá Þýskalandi á Grindavíkurvelli. Fanndís Friðriksdóttir skoraði bæði mörk Íslands í leiknum. Stelpurnar voru 2-0 undir í hálfleik. Íslenski boltinn 23. júlí 2007 18:09
U19: Stelpurnar mæta Þjóðverjum í dag Íslenska U19 ára kvennalandsliðið mætir Þjóðverjum klukkan 16:00 í dag á Grindavíkurvelli á Evrópumótinu. Þjóðverjar, sem eru núverandi Evrópumeistarar, hafa þegar tryggt sér sæti í undanúrslitum, en íslensku stelpurnar geta ekki komist áfram. Íslenski boltinn 23. júlí 2007 15:16
U19: Styttist í Evrópumót kvennalandsliða Nú eru aðeins fjórir dagar þar til Evrópumót kvennalandsliða undir 19 ára hefst hér á landi. Þetta er stærsta verkefni sem knattspyrnusamband Íslands hefur ráðist í. Opnunarleikur Íslands og Noregs verður í Laugardalnum á miðvikudaginn. Íslenski boltinn 14. júlí 2007 16:26
Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Vals féllu úr leik í Visa-bikarkeppni kvenna í kvöld þegar ljóst varð hvaða fjögur lið spila til undanúrslita í keppninni. Valsstúlkur töpuðu 2-1 fyrir Breiðablik í kvöld þar sem Greta Mjöll Samúelsdóttir og Sandra Leif Magnúsdóttir skoruðu fyrir Blika en Margrét Lára Viðarsdóttir minnkaði muninn úr víti undir lokin fyrir Val. Íslenski boltinn 12. júlí 2007 22:11
Breiðablik lagði Fjölni Breiðablik bar sigurorð af Fjölni í Kópavoginum 2-1 í síðari leik kvöldsins í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. Margrét Magnúsdóttir kom Fjölni yfir en Guðrún Sóley Gunnarsdóttir jafnaði metin. Katherine Moss skoraði svo sigurmark Breiðabliks sem er komið með tíu stig eftir sjö leiki. Íslenski boltinn 8. júlí 2007 21:12
ÍR af botninum ÍR lyfti sér í kvöld af botninum í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu þegar liðið lagði Þór/KA 3-0 í uppgjöri botnliðanna í deildinni. Ana Gomes kom ÍR á bragðið á heimavelli með marki á 9. mínútu, Bryndís Jóhannesdóttir kom liðinu í 2-0 úr víti skömmu fyrir leikhlé og innsiglaði svo sigurinn með öðru marki sínu í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 8. júlí 2007 18:27
Tveir leikir í landsbankadeild kvenna í dag Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í dag og í kvöld. ÍR tekur á móti Þór/KA klukkan 16:00 í botnbaráttunni og Breiðablik tekur á móti Fjölni á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar, Blikar í því sjötta og eiga leik til góða. ÍR er á botninum með aðeins eitt stig og Þór/KA hefur þrjú stig í næst neðsta sætinu. Íslenski boltinn 8. júlí 2007 14:54
Toppliðin töpuðu sínum fyrstu stigum Topplið Landsbankadeildar kvenna, Valur og KR, mættust á Valbjarnarvelli í gær. KR komst yfir í fyrri hálfleik en Valur jafnaði metin í þeim síðari. Bæði lið fengu sín færi til að tryggja sér stigin þrjú. Íslenski boltinn 7. júlí 2007 00:01
Stórleikur Vals og KR í kvöld Stórleikur verður á Valbjarnarvelli klukkan 19.15 í kvöld þegar topplið Vals og KR mætast í Landsbankadeild kvenna. Eftir sex umferðir hafa félögin unnið alla leiki sína og er því um algjöran lykilleik að ræða fyrir framvindu deildarinnar. Íslenski boltinn 6. júlí 2007 01:30
Valsstúlkur í dauðariðlinum Í gær var dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu í kvennaflokki. Valsstúlkur voru í efsta styrkleikaflokki og spila gegn meisturum Hollands, Finnlands og Færeyja, ADO Den Haag, FC Honka og KÍ Klakksvík. Íslenski boltinn 6. júlí 2007 01:00
Dregið í riðla í Evrópukeppni kvenna Í morgun var dregið í riðla í forkeppni Meistaradeild kvenna í knattspyrnu. Íslandsmeistarar Vals mæta þar ADO Den Haag frá Hollandi, FC Honka frá Finnlandi og Klakksvík frá Færeyjum í riðli A2 í forkeppninni. Alls taka 45 lið þátt í keppninni í ár sem er metfjöldi. Íslenski boltinn 5. júlí 2007 13:08
Úrslit úr leikjum dagsins hér heima Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin Valur og KR unnu sína leiki ásamt því að Fjölnir vann Keflavík. Einnig var heil umferð spiluð í 1. deild karla. Íslenski boltinn 2. júlí 2007 22:17
KSÍ veitir viðurkenningar í Landsbankadeild kvenna KSÍ tilkynnti í dag um viðurkenningar fyrir 1.-6. umferð í Landsbankadeild kvenna. Valið hefur verið lið umferðanna, besti leikmaðurinn og besti þjálfarinn, auk þess sem Landsbankinn verðlaunaði besta stuðningsliðið. Íslenski boltinn 2. júlí 2007 14:21
Toppliðin unnu Valur og KR halda áfram að stinga af í Landsbankadeild kvenna. Katrín Ómarsdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir skoruðu fyrir KR sem vann Stjörnuna 3-2. Ann Marie Heatherson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Þá vann Valur 3-0 sigur á Fjölnisstúlkum þar sem Dóra María Lárusdóttir skoraði tvö mörk og Nína Ósk Kristinsdóttir eitt. Íslenski boltinn 30. júní 2007 02:00
Yfirburðir Valsstúlkna í Kópavogi Valur gerði góða ferð í Kópavogi í brakandi blíðu í gær þar sem þær unnu Breiðablik 4-0. Valsstúlkur sóttu meira til að byrja með og Margrét Lára sýndi strax úr hverju hún er gerð með góðum tilþrifum þar sem hún bæði skapaði færi fyrir stöllur sínar auk þess sem hún kom sér sjálf í góðar stöður. Íslenski boltinn 26. júní 2007 04:00
Heil umferð í kvöld Heil umferð fer fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem hæst ber stórveldaslagur Breiðabliks og Vals á Kópavogsvelli. Valsstúlkur eru ósigraðar á toppi deildarinnar, rétt eins og KR. Breiðablik er í þriðja sæti með sjö stig eftir fjórar umferðir. Þá mætast nýliðarnir í deildinni, lið Fjölnis og ÍR á Fjölnisvellinum. Fylkir tekur á móti Stjörnunni og KR mætir Þór/KA á heimavelli. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.15. Íslenski boltinn 25. júní 2007 00:01
Margrét Lára neitaði norsku gylliboði Landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir hjá Val hefur fengið gylliboð um að leika með norsku úrvalsdeildarfélagi sem tilbúið var að greiða henni á sjöundu milljón króna í árslaun. Margrét neitaði tilboði félagsins og segir það ekki hafa freistað sín. Smelltu á spila til að sjá viðtal Stöðvar 2 við Margréti í kvöld. Íslenski boltinn 19. júní 2007 20:13
Jafnt í Kópavogi Þrír leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í gær. Harpa Þorsteinsdóttir kom Stjörnunni yfir í Kópavoginum gegn Blikastúlkum en Greta Mjöll Samúelsdóttir jafnaði metin í fyrri hálfleik. Greta misnotaði svo vítaspyrnu þegar skot hennar small í stönginni og hvorugt liðið náði að bæta við marki í litlausum síðari hálfleik. Sport 5. júní 2007 08:54
KR á toppinn KR komst á topp Landsbankadeildar kvenna í kvöld. KR sigraði Fylki í Árbænum í kvöld 2-4. Þar með er KR með 9 stig eftir 3 leiki og situr á toppi deildarinnar. Keflavík burstaði ÍR á heimavelli, 7-0. Á Kópavogsvelli skildu Breiðablik og Stjarnan jöfn 1-1. Fótbolti 4. júní 2007 21:37
Þrír leikir í Landsbankadeild kvenna í kvöld Þrír leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Breiðablik tekur á móti Stjörnunni, KR mætir Fylki í Árbænum og Keflavík mætir ÍR á heimavelli og hefjast allir leikirnir klukkan 19:15. Fótbolti 4. júní 2007 15:10
Valsstúlkur burstuðu ÍR Valur bar sigurorð af ÍR í Landsbankadeild kvenna með sex mörkum gegn engu í kvöld. KR marði sigur á Fjölni 1-0 og Stjarnan sigraði Keflavík 3-1 á Stjörnuvelli. Fótbolti 25. maí 2007 21:46
Blikastúlkur sigruðu á Akureyri Breiðablik bar sigur úr býtum á Akureyri í kvöld í Landsbankadeild kvenna með því að leggja Þór/KA með þremur mörkum gegn tveimur. Fótbolti 25. maí 2007 20:43
Breiðablik með forystu á Akureyri Fjórir leikir eru í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Þór/Ka taka á móti Breiðabliki á Akureyrarvelli og hófust leikar klukkan 18:15. Staðan í leiknum er 1-2 fyrir Breiðablik. Fótbolti 25. maí 2007 19:43
KR skellti Blikum Einn leikur fór fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld þar sem KR vann sannfærandi 4-1 útisigur á Breiðablik í Kópavogi eftir að hafa verið yfir í hálfleik 1-0. Edda Garðarsdóttir, Hrefna Jóhannesdóttir, Katrín Ómarsóttir og Olga Færseth skoruðu mörk KR en Greta Mjöll Samúelsdóttir minnkaði muninn fyrir Blika. Íslenski boltinn 22. maí 2007 21:41
Valur vann KR Valur er deildameistari kvenna í fótbolta í þriðja sinn eftir 2-1 sigur á KR í úrslitaleik í Egilshöllinni í gær. Margrét Lára Viðarsdóttir kom Val yfir eftir 25. mínútu og Nína Ósk Kristinsdóttir bætti síðan við öðru marki tólf mínútum eftir hálfleik. Íslenski boltinn 5. maí 2007 00:01
Valur og KR leika til úrslita Valur og KR leika til úrslita um deildarbikar kvenna í knattspyrnu eða Lengjubikarnum eins og hann er kallaður. Liðin fóru með sigur af hólmi í undanúrslitaviðureignum sínum í dag. Íslenski boltinn 28. apríl 2007 19:05