Spáð í 2008 Veður á árinu 2008 verður svipað og undanfarin ár nema heldur vætusamara á 17da júní og um verslunarmannahelgina. Bakþankar 31. desember 2007 08:00
Jólakort frá Íslandi Hallóhalló, öllsömul þarna úti í geimnum og fyrir handan, uppi og niðri og allt um kring! Við ætlum að halda jólin að þessu sinni á smáeyju sem heitir Ísland og er rétt fyrir neðan það sem eftir er af Norðurheimskautinu. Bakþankar 24. desember 2007 06:00
Uppi á stól stendur mín Anna Í ár varð óvenjulítið fár í fjölmiðlum vegna jólastressins eins og oft hefur hent á aðventunni. Þess í stað fjölluðu fjölmiðlar fagmannlega um jóladrykkju og jólaþunglyndi sem eyðilagt hafa hátíðina fyrir mörgu barninu. Fyrir flesta er aðventan samt sem betur fer alltaf jafnnotaleg. Bakþankar 22. desember 2007 06:00
Jólaskraut Ég hef fastmótaðar skoðanir á jólaskrauti. Mér finnst að í jólaskreytingu fjölskyldunnar eigi öllu að ægja saman, stíllinn á að vera sundurlaus, jafnvel smekklaus. Fimm ára heimagerður músastigi má alveg hanga við hliðina á nýjustu gullkúlunni frá Georg Jensen. Bakþankar 20. desember 2007 06:00
Jólagíraffinn er ekki til Ég hef ánægju af því að ráða ráðum mínum við jólasveinana og sjá til þess að sandalinn sem sonur minn hefur sett upp í glugga innihaldi gjafir á hverjum morgni fram að jólum. Bakþankar 18. desember 2007 06:00
Jólagjöf til þjóðarinnar Tími venjulegrar manneskju skiptist í vinnutíma og frítíma. Samkvæmt verðmætamati þjóðfélagsins er vinnutími fremur lítils virði nema í undantekningartilvikum þegar um háttsetta aðila er að ræða. Vinnutími kvenna er yfirleitt mun ódýrari en vinnutími karla þótt ýmsar mælingar bendi til þess að kvenna- og karlaklukkustundir séu jafnlangar. Bakþankar 17. desember 2007 00:01
Álagabærinn Þriðjudaginn 10. júní 2003 kom bæjarstjórn Kópavogs saman til fundar að Fannborg 2 og tók þá örlagaríku ákvörðun að vegur sem liggur sunnarlega í gegnum Kórahverfi skyldi heita Rjúpnavegur. Þessi samþykkt fór algjörlega fram hjá mér. Bakþankar 14. desember 2007 00:01
Af lúserum Hámarks niðurlæging mannlegrar tilveru er að vera stimplaður minnipokamaður, eða það sem oftar er sagt, lúser. Því rífum við okkur upp á hverjum degi, í leðjuþykku svartnættinu, til að fara að gera það sem við gerum. Bakþankar 13. desember 2007 00:01
Baráttan um biblíusögurnar Tilvalin leið til sjálfsvorkunnar er að rifja upp mistök foreldra sinna. Þrátt fyrir að þau hafi trúlega barist um á hæl og hnakka við að vera bestu uppalendur í heimi er hægt að vera furðu naskur á allskyns óréttlæti sem maður var látinn þola sem barn. Bakþankar 12. desember 2007 00:01
Bjartsýnis-femínismi Ég á vinkonu sem ég öfunda stundum. Það er ekki aðeins vegna þess hvað hún er klár og skemmtileg, heldur hefur hún tamið sér að láta kvenfyrirlitningu eða kynjamisrétti aldrei ergja sig. Samt er hún yfirlýstur femínisti. Þegar hún verður vör við að körlum finnist konur ekki þess virði að njóta sömu réttinda og þeir hugsar hún bara með sér: „Karlveldið í dauðateygjunum." Og samstundis tekur gleðin að flæða um æðar hennar. Bakþankar 8. desember 2007 06:00
Prinsessuvæðingin Það fæðast ekki lengur börn á Íslandi. Nú tala allir um nýfædd kríli sem prinsa eða prinsessur enda duga fátækleg orð eins og drengur og stúlka varla til að lýsa þeim börnum sem fæðast á besta landi í heimi (samkvæmt nýjustu útreikningum Sameinuðu þjóðanna). Bakþankar 7. desember 2007 00:01
Meirimáttarkenndin Ég er hvítur miðaldra karlmaður. Einmitt af tegundinni sem nú um stundir fer með óskoraðan umráðarétt yfir öllum heimsins gæðum, fær besta kaupið og á stærstu bílana. Ég og hinir hvítu miðaldra karlarnir erum konungar alheimsins. Bakþankar 6. desember 2007 00:01
Aðventa Í gamla daga lagði íslenskur almúgi sjáanlega mikla áherslu á óheft flæði í rýminu. Að minnsta kosti var oft glettilega mikill samhljómur í moldargólfum, þiljum og torfþaki sem var allt nota bene úr náttúrulegum hráefnum. Þetta var löngu fyrir tíma almennrar vitundarvakningar í innanhússhönnun og því greinilega meðfæddur talent. Bakþankar 5. desember 2007 00:01
Krýsuvík Þegar ég var barn bjó ég um tíma á Akranesi. Í húsinu á móti bjó jafnaldri minn. Við gátum horft inn um gluggann hvort hjá öðru og veifað þegar við vildum fara út að leika eða heimsækja hvort annað. Bakþankar 4. desember 2007 00:01
Gerræði kvenna Herra getur bæði átt við karla og konur,“ æptu þeir sem voru ósammála Steinunni Valdísi um að hugsanlega væri kominn tími til að endurskoða starfsheitið ráðherra. Bakþankar 27. nóvember 2007 00:01
Hottar og tottar Á Mörlandi er athyglisvert stjórnarfar. Þar fer minnihlutahópur Totta með völdin og peningana og hefur gert það svo lengi sem elstu menn muna. Bakþankar 26. nóvember 2007 06:30
Hvílíkt lán Þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir hartnær átján árum kynntist ég íslenskum systkinum sem þar bjuggu. Bakþankar 25. nóvember 2007 00:01
Vilja bara kjánar gleðja börnin sín? Fyrir stuttu sagði fréttastofa Ríkissjónvarpsins frá því að ný dótabúð hefði verið opnuð í Garðabænum. Það er viðeigandi staðsetning, enda hefur krúttlegi klukkuturninn við aðalverslunarkjarnann þar alltaf minnt mig á eitthvað úr Legolandi – varla að ég hafi þorað að taka mark á þessari klukku. Bakþankar 24. nóvember 2007 00:01
Íslenskulöggan Það er yndislega svalt að nota sjónvarp, síma og tölvu á meðan púkalegir nágrannar okkar smjatta á television, telephone og computer með glötuðum hreim. Bakþankar 22. nóvember 2007 00:01
Tinandi tímasprengjur Sem hvatvísin uppmáluð þjálfa ég takmarkaða þolinmæðina mest gagnvart mjatli og fálmi og óþolandi langdregni. Bakþankar 21. nóvember 2007 00:01
Lausnin fundin Ó svei, allir eru að okra, enginn vill vinna, allir eru að kaupa, jólin byrjuðu í október. Bakþankar 20. nóvember 2007 00:01
Dýrlingurtungunnar Á föstudagskvöld horfðum við á þátt sem heitir „Tekinn" á Stöð 2. Andri, 9 ára, leit upp frá sjónvarpinu og sagði: „Þetta er eiginlega allt á ensku. Af hverju er verið að sýna þetta á „degi íslenskrar tungu"?" Bakþankar 19. nóvember 2007 06:30
Billjónsdagbók 18.11. OMXI15 var 7.325,35, þegar ég fann hvernig stýrivaxtahækkunin helltist yfir mig, og Dow Jones var 13.042,74 þegar ég tók inn tvær klórdíasepoxíð, þrjár parkódín og fimm evrur sem komu svona af sjálfu sér eins og Valgerður. Bakþankar 18. nóvember 2007 00:01
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun