Þingmenn slá Íslandsmet Íslandsmet hefur verið slegið í lengd fyrstu umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Þingmenn ræddu málið fram á nótt og forseti Alþingis hefur boðað aukaþingfund í fyrramálið til að halda umræðunni áfram. Þingflokksformaður Samfylkingar óttast ekki um afdrif málsins og hefur fulla trú á því að það klárist í vor. Innlent 9.5.2025 13:24
„Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Umræðan um veiðigjaldamálið svokallaða hélt áfram í þingsal fram til klukkan eitt í nótt. Undir það síðasta tókust þingmenn helst á um fundarstjórn og vildi minnihlutinn fá að vita hversu lengi stæði til að ræða málið. Meirihlutinn og forseti Alþingis voru sakaðir um að hafa gengið á bak orða sinna varðandi fundartíma og áætlun. Innlent 9.5.2025 10:21
Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Grímur Grímsson, þingmaður Viðreisnar og fyrrverandi yfirlögregluþjónn, segir Ísland ekki undanskilið þróun skipulagðrar brotastarfsemi sem hefur átt sér stað í á Norðurlöndunum, þá sérstaklega í Svíþjóð. Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera. Innlent 9.5.2025 09:10
Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent 8.5.2025 14:22
Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Stjórn Vestfjarðastofu lýsir þungum áhyggjum af frumvarpi ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og væntanlegum áhrifum þess á atvinnulíf og samfélög á Vestfjörðum. Stjórnin skorar á stjórvöld að kanna áhrifin af hærra veiðigjaldi á samfélög á Vestfjörðum með ítarlegum hætti áður en frumvarpið er samþykkt. Innlent 7. maí 2025 16:08
Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Forseti Alþingis er bjartsýn á að frumvarp um veiðgjöld verði afgreitt á þingi fyrir sumarhlé. Hún ákvað að fresta umræðu um veiðigjöldin til morguns svo hægt sé að koma sölu Íslandsbanka á dagskrá þingsins. Innlent 7. maí 2025 12:29
Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtækin, eitt umdeildasta mál þessa þings, var frestað á Alþingi um klukkan tíu í gærkvöldi. Þingmenn hafa nú rætt málið fram á kvöld tvo daga í röð og sér ekki fyrir endann á. Innlent 7. maí 2025 07:51
Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Nokkrir þingmenn Miðflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Lagt er til að starfslokaaldur verði 73 ára í stað 70 ára. Innlent 6. maí 2025 23:50
Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Þingmenn takast enn á um nýtt frumvarp um veiðigjöld á þingi. Þingmaður Samfylkingarinnar segir Alþingi hafa mistekist að tryggja þjóðinni sinn hlut en það verði nú lagað. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að ekki megi skemma verðmætasköpun með álögum. Innlent 6. maí 2025 22:15
Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir gríðarlegt áhyggjuefni hve miklum fjármunum ríkisfyrirtækið ÁTVR hafi varið í málaferli til að verja ákvarðanir sem hafi verið dæmdar ólögmætar. ÁTVR hefur varið hátt í 15 milljónum í kostnað vegna tveggja slíkra mála síðan 2023. Þá segir þingmaðurinn löngu tímabært að ræða ábyrgð ríkisstofnanna og stöðu ríkisfyrirtækja og spyrja hvort ohf. formið sé í raun heppilegt yfir höfuð. Innlent 6. maí 2025 16:30
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Höllu Hrund Logadóttur, þingmanni Framsóknarflokksins, var nokkuð niðri fyrir vegna ástandsins á Gasa þegar hún kvaddi sér hljóðs um málið í störfum þingsins á Alþingi í dag. Halla Hrund kallaði eftir því að þær sem fari með völdin á Íslandi standi við stóru orðin sem höfð hafi verið uppi í aðdraganda kosninga. Það þýði að mati Höllu Hrundar ekki að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttunni en fylgja því svo ekki eftir þegar til valda er komið. Innlent 6. maí 2025 14:30
Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist treysta Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem Inga hafi skipað í stjórn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Miðað við þær upplýsingar sem hún hafi segist Kristrún ekki sjá annað en að lögum hafi verið fylgt og ekkert bendi til annars en að Flokki fólksins beri að fara að lögum líkt og öðrum. Innlent 6. maí 2025 11:03
„Þetta er salami-leiðin“ Formaður Framsóknarflokksins vill frekar að þrepaskiptur tekjuskattur verði lagður á sjávarútvegsfyrirtæki heldur en að sjá frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld verða að veruleika. Slíkt kerfi vill hann meina að sé líklegra til að tryggja að stærri og efnameiri fyrirtæki sem hagnast mest greiði meira af auðlindinni til samfélagsins en lítil og meðalstór fyrirtæki. Hann telur áform ríkisstjórnarinnar „andlandsbyggðarlega“ „salami-aðferð“ til að sækja tekjur af greininni. Innlent 6. maí 2025 08:29
Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að tillaga frá Fiskistofu um ákveðnar girðingar á strandveiðiheimildum sé til skoðunar. Einnig sé til skoðunar hvar sé hægt að auka veiðiheimildirnar, en það standi ekki til að færa veiðiheimildir frá „stóra pottinum.“ Innlent 5. maí 2025 23:58
„Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Hildur Sverrisdóttir segir að ríkisstjórnin ætli að ráðast í stórkostlegar kerfisbreytingar á sjávarútvegi án greiningar og samráðs við sveitarfélög, lífeyrissjóði og fyrirtæki tengd sjávarútvegi. Forsætisráðherra segir það engin kúvending að mæla hlutina með réttari hætti en áður. Innlent 5. maí 2025 19:18
Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðimenn brosa hringinn í dag á upphafsdegi strandveiðitímabilsins að sögn framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Hann segir mikið tilhlökkunarefni að sjá hafnirnar fyllast af lífi og segir mikið muna um fleiri strandveiðidaga. Innlent 5. maí 2025 12:54
Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Samfylkingin hefur aukið fylgi sitt umtalsvert og mælist nú með ríflega 29 prósent. Framsóknarflokkurinn dalar. Innlent 3. maí 2025 12:26
Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ætlar að flytja til New York í haust. Hún fer í níu mánaða leyfi frá þingmennsku. Áslaug Arna beið naumlega lægri hlut í baráttu um formennsku í Sjálfstæðisflokknum í febrúar. Innlent 2. maí 2025 12:41
Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Frumvarp Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda hefur verið lagt fram á Alþingi eftir að hafa tekið breytingum í kjölfar samráðs. Brugðist hafi verið við ákalli sveitarfélaga um að gæta að áhrifum á litlar útgerðir og ábendingum um skort á mati á áhrifum. Innlent 1. maí 2025 15:56
Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu Umfjöllun stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um styrkjamálið svokallaða er komin langt á veg og búast má við niðurstöðu nefndarinnar með vorinu. Innlent 1. maí 2025 13:23
Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Forsætisráðherra telur að rétt hafi verið að upplýsa þáverandi mennta- og barnamálaráðherra um að fyrrverandi tengdamóðir barnsföður hennar, hafi óskað eftir fundi. En eftir að hún vissi um hvað málið snerist hafi hún verið bundin trúnaði og því ekki rætt málið frekar við ráðherrann. Þingmaður Sjálfstæðisflokks furðar sig á að það hafi ekki verið gert. Innlent 30. apríl 2025 19:02
„Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Forsætisráðherra segir að upplýsingalög komi alfarið í veg fyrir að trúnaði sé heitið um fundarbeiðnir við forsætisráðherra. Starfsmaður Umbru, þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem svaraði símtali fyrrverandi tengdamóður fyrrverandi barnamálaráðherra, hafi ekki ekki heitið neinum trúnaði um erindi hennar. Innlent 30. apríl 2025 11:05
Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Opinn fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um meðferð forsætisráðuneytisins á erindi um persónulegt málefni Ásthildar Lóu Þórsdóttur, þáverandi mennta- og barnamálaráðherra, fer fram í dag. Fylgjast má með fundinum í beinu streymi hér að neðan. Innlent 30. apríl 2025 08:31
Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ætlar að beita sér fyrir því að frí þingmanna verði stytt. Það vill hún gera í samvinnu allra þingflokka. Þingmenn voru í átján daga páskafríi. Þeir mættu aftur til vinnu á mánudag en fóru í frí föstudaginn 11. apríl, vikuna fyrir páska. Innlent 30. apríl 2025 08:24
Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Veiðigjöld verða hækkuð umtalsvert samkvæmt frumvarpi sem ríkisstjórnin afgreiddi í morgun. Atvinnuvegaráðherra segir þó horfið frá tvöföldun þeirra. Hún skilur ekki umdeilda auglýsingu SFS gegn hækkuninni og er sannfærð um að hún nái fram að ganga. Innlent 29. apríl 2025 19:00