Tískutal - Helena Reynis
Listakonan Helena Reynis hefur alltaf farið eigin leiðir í fatavali og eyðir engum tíma í að hugsa hvað öðrum finnst. Tíska er gríðarlega stór hluti af því hver hún er og endurspegla þó nokkrir fataskápar hennar það með sanni. Helena Reynis er viðmælandi í Tískutali þar sem hún fer yfir árin í Berlín og sturluðu tískusenuna þar, lumar á góðum ráðum til að komast inn á eftirsóttasta klúbb borgarinnar, ræðir um Ungfrú Ísland kjólinn frá því þegar hún var valin vinsælasta stúlkan, innblástur, tjáningu, að þora að skera sig úr á Íslandi og margt fleira.