Sigrún María Hákonardóttir - Ástríðan varð að fyrirtæki

Sigrún María Hákonardóttir er menntaður viðskiptafræðingur, náms- og starfsráðgjafi sem rekur í dag í eigið fyrirtæki Fitby Sigrún. Hún stofnaði fyrirtækið í kjölfarið á því að hún fór að deila fríum æfingum á Instagram árið 2014 fyrir óléttar konur og nýbakaðar mæður. Hún segir nám sitt í viðskiptafræðinni hafa nýst mjög vel við reksturinn. Hún lenti í kulnun 21 árs gömul. Sú reynsla hefur búið hana undir það álag sem fylgt hefur rekstri fyrirtæksisins auk annara áskoranna. Hú segist vita í dag hvað hún þolir og hvenær hún þurfi að taka sér frí. Hún hefur brennandi áhuga heilsu og þjálfun og hefur sérhæft sig í meðgöngu og mömmuþjálfun í eigin líkamsræktarstöð. Hún segir það skipta miklu máli að vera sérhæfður þegar maður fer í rekstur á eigin fyrirtæki og segir það skipta miklu máli að vaxa hægt og örugglega. Stóra ástríða hennar er að aðstoða konur við að koma sér í form eftir meðgöngu. Hún ólst upp í Bandaríkjunum og fékk hún góða menntun í fjármálalæsi þar, auk þess sem hún hefur tileinkað sér jákvætt hugarfar til peninga. Heimasíða FitbySigrún https://fitbysigrun.com/. Sigrún er með eigið hlaðvarp sem má finna hér: https://spoti.fi/2HoYUxiAtvinnumál kvenna

11
39:39

Vinsælt í flokknum Leitin að peningunum