Rakel Tómasdóttir í Radio J’adora
Í þessum þætti af Radio J’adora fékk Dóra Júlía til sín listakonuna Rakel Tómasdóttur. Rakel er með BA gráðu í grafískri hönnun frá Listaháskóla Íslands og hafa fallegar teikningar hennar af konum vakið mikla athygli. Síðastliðið ár hefur hún unnið full time sem freelance listakona, ásamt því að vera nýkomin heim úr ævintýraferð frá Bali þar sem hún hugleiddi, stundaði jóga og vann að nýjum verkefnum í listinni. Þær ræddu um lífið og listina, hugtakið frelsi, hvað það þýðir að vera frjáls og hvernig það er að hafa frelsið og svigrúmið til þess að skapa sitt eigið líf frá degi til dags.