Sepultura á Íslandi, Addi hringdi í Andreas Kisser

Andeas Kisser og Sepultura hlakka mikið til Íslandsferðarinnar. Addi sló á þráðinn til hans niður í Brasilíu og Andreas sagði honum allt af létta. N1 Höllin við Hlíðarenda 📅 4. júní 2025 Í fyrsta sinn á Íslandi – og í síðasta skipti! Brasilíska-ameríska þungarokksgoðsögnin SEPULTURA fagnar ótrúlegum 40 árum á alþjóðlegu þungarokkssenunni – en hefur nú tilkynnt að þeir muni hætta öllum tónleikaferðalögum. Óvænt tíðindi fyrir marga, en þeir ætla að kveðja með látum! SEPULTURA leggur nú í sína síðustu tónleikaferð ever – Celebrating Life Through Death – 40 Years Farewell Tour – og í fyrsta sinn í sögunni koma þeir til Íslands til að halda stórfenglega kveðjutónleika í N1 Höllinni við Hlíðarenda þann 4. júní! Þetta er tímamótaatburður í sögu þungarokksins. SEPULTURA hefur skilið eftir sig djúp spor í þróun þessa tónlistarstíls, haft gríðarleg áhrif á ótal hljómsveitir og mótað þungarokk eins og við þekkjum það í dag.

62
14:59

Næst í spilun: Addi

Vinsælt í flokknum Addi