Katrín Edda - Líkamsímynd og jákvætt sjálfstal
Ragga Nagli talar við Katrínu Eddu Þorsteinsdóttur, verkfræðing hjá Bosch um feril hennar í fitness, og ferlið yfir í Crossfit iðkun, neikvæða líkamsímynd, niðurrífandi innra sjálfstal og hvernig hún breytti því í uppbyggjandi og hvetjandi samtal til að öðlast sterkari sjálfsmynd. Á Instagram deilir Katrín með fylgjendum sínum æfingum, og talar opinskátt um sínar baráttur við kvíða, lágt sjálfsmat, erfið sambandsslit og margt fleira. Katrín Edda er eldklár, leiftrandi skemmtileg og tekur sjálfa sig ekki of hátíðlega.