Neistinn stóð fyrir blóðgjafardegi
Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, stóð fyrir blóðgjafardegi þar sem fólki var boðið að kynna sér áhrif blóðgjafar á börn með hjartagalla. Árlega fæðast að meðaltali um sjötíu börn með hjartagalla hér á landi og segir í tilkynningu frá félaginu að því sé stöðugt framboð af blóði nauðsynlegt.