Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Oddur Ævar Gunnarsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. janúar 2026 11:21 Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir núverandi lög um fiskeldi úrelt. Vísir/Lýður Valberg Atvinnuvegaráðherra segir að hvergi, hvorki hérlendis né erlendis finnist eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi og í fiskeldisfrumvarpi hennar. Núgildandi lög séu löngu úrelt og mikil vinna verið lögð í drögin, meðal annars í tíð Svandísar Svavarsdóttur sem ráðherra. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram til kynningar og umsagnar drögin að nýjum heildarlögum um lagareldi í lok desember. Drögin hafa reynst afar umdeild og verið harðlega gagnrýnd af náttúruverndarsamtökum og landeigendum við laxár. Á sama tíma hafa stjórnarliðar auk ráðherra lýst yfir áhyggjum af því að stór hluti umsagna um frumvarpið hafi borist erlendis frá. Frumvarpið tryggi fyrirsjáanleika „Það hefur auðvitað legið fyrir lengi að þetta er umdeild atvinnugrein, fyrir því eru ýmsar ástæður,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu um hið nýja frumvarp og gagnrýnina. „Þess vegna er mjög mikilvægt að við klárum að koma á alvöru lagaumhverfi í þessari grein sem er verið að gera með þessu frumvarpi. Það skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki sem eru að skapa bæði mikilvæg verðmæti fyrir þjóðarbúið en líka atvinnu fyir byggðir landsins, skiptir máli ákveðinn fyrirsjáanleiki þar. Það er það sem þetta frumvarp gerir.“ Hún segir að síðast en ekki síst þá sé með frumvarpinu náð tökum á ákveðnum þáttum sem varði mikilvæga umhverfisvernd. „Og ég fullyrði það að hvorki hér á landi né annars staðar finnast jafn sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi eins og er að finna í þessu frumvarpi. Nú er það komið úr samráðsgátt, það barst fjöldinn allur af mjög uppbyggilegum athugasemdum sem næstu vikur fara í að skoða og vinna úr innan ráðuneytisins og vonandi leggja fram þá frumvarp í febrúar til þingsins sem tekur það þá til meðferðar.“ Aðgerðirnar snúi að vöktun Þessir umhverfisþættir sem þú ert að lýsa hér, í hverju felast þeir í aðalatriðum? „Meðal annars snýst þetta um að við erum að koma með ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er vöktun, að því þetta lítur að miklu leyti um hættuna á of mikilli erfðablöndun við villtan lax, þannig við erum að koma inn ákvæði um fyrirbyggjandi aðgerðir þar. Vöktunaráætlun sem Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun og aðrar eftirlitsstofnanir halda utan um. Við erum að hækka stjórnvaldssektir gegn brotum margfalt, við erum að koma með mjög skýr afturköllunar ákvæði varðandi leyfisveitingar til þess að geta brugðist við ef upp koma mjög alvarleg brot og svona mætti lengi telja. Þetta er svona það stærsta, þar sem við erum að búa til þennan ramma.“ Byggi að hluta á vinnu Svandísar Hanna Katrín segir að núverandi lög séu löngu úrelt. Í frumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafi lagt fram fyrir nokkrum árum hafi verið ákvæði um ótímabundið rekstrarleyfi. „Það verður ekki, það verður sextán ára rekstrarleyfi í sjókvíaeldi samkvæmt þessu frumvarpi og það er jafnframt kveðið á um að það þarf að uppfylla mjög skýr skilyrði, eða öllu heldur þú mátt ekki hafa verið uppvís að ákveðnum brotum til þess að fá leyfið endurnýjað.“ Greiða þessir rekstrarleyfishafar fyrir vöktunina? „Já.“ Svandís Svavarsdóttir stofnaði vinnuhóp varðandi fiskeldið á sínum tíma sem skilaði tillögum, byggið þið eitthvað á þeim tillögum í þessu frumvarpi? „Eins og ég segi, núgildandi lög eru löngu úrelt og eru þess eðlis ða þau festa öll fyrirtækin inn í sjókvíaeldi án þess að það séu tilhlýðandi náttúruverndarskilyrði þar inni. Það hefur verið unnin mikil vinna innan ráðuneytis, ekki síst í tíð Svandísar sem ráðhera, í þá átt að færa þetta til betri vegar. Margt af því sem núna er var notað sem grundvöllur í þessu frumvarpi en það er betrumbætt og töluvert breytt.“ Gjaldið verði afkomutengt Þá segir Hanna Katrín að stjórnvöld muni með frumvarpinu breyta fiskeldisgjaldinu. Það verði afkomutengt. „Það hefur verið veltutengt sem er ekki góð ráðstöfun hjá fyrirtækjum sem eru að hefja sinn rekstur, það er ekki tekið tillit til afkomu, við erum að breyta þessu í afkomutengd gjöld, þannig hugsunin er sú að gjaldið sem greitt er til þjóðarinnar, það hækkar í takti við vonandi bætta afkomu fyrirtækja.“ Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landeldi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra lagði fram til kynningar og umsagnar drögin að nýjum heildarlögum um lagareldi í lok desember. Drögin hafa reynst afar umdeild og verið harðlega gagnrýnd af náttúruverndarsamtökum og landeigendum við laxár. Á sama tíma hafa stjórnarliðar auk ráðherra lýst yfir áhyggjum af því að stór hluti umsagna um frumvarpið hafi borist erlendis frá. Frumvarpið tryggi fyrirsjáanleika „Það hefur auðvitað legið fyrir lengi að þetta er umdeild atvinnugrein, fyrir því eru ýmsar ástæður,“ segir Hanna Katrín í samtali við fréttastofu um hið nýja frumvarp og gagnrýnina. „Þess vegna er mjög mikilvægt að við klárum að koma á alvöru lagaumhverfi í þessari grein sem er verið að gera með þessu frumvarpi. Það skiptir líka máli fyrir þessi fyrirtæki sem eru að skapa bæði mikilvæg verðmæti fyrir þjóðarbúið en líka atvinnu fyir byggðir landsins, skiptir máli ákveðinn fyrirsjáanleiki þar. Það er það sem þetta frumvarp gerir.“ Hún segir að síðast en ekki síst þá sé með frumvarpinu náð tökum á ákveðnum þáttum sem varði mikilvæga umhverfisvernd. „Og ég fullyrði það að hvorki hér á landi né annars staðar finnast jafn sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi eins og er að finna í þessu frumvarpi. Nú er það komið úr samráðsgátt, það barst fjöldinn allur af mjög uppbyggilegum athugasemdum sem næstu vikur fara í að skoða og vinna úr innan ráðuneytisins og vonandi leggja fram þá frumvarp í febrúar til þingsins sem tekur það þá til meðferðar.“ Aðgerðirnar snúi að vöktun Þessir umhverfisþættir sem þú ert að lýsa hér, í hverju felast þeir í aðalatriðum? „Meðal annars snýst þetta um að við erum að koma með ákveðnar fyrirbyggjandi aðgerðir. Það er vöktun, að því þetta lítur að miklu leyti um hættuna á of mikilli erfðablöndun við villtan lax, þannig við erum að koma inn ákvæði um fyrirbyggjandi aðgerðir þar. Vöktunaráætlun sem Hafrannsóknarstofnun og Matvælastofnun og aðrar eftirlitsstofnanir halda utan um. Við erum að hækka stjórnvaldssektir gegn brotum margfalt, við erum að koma með mjög skýr afturköllunar ákvæði varðandi leyfisveitingar til þess að geta brugðist við ef upp koma mjög alvarleg brot og svona mætti lengi telja. Þetta er svona það stærsta, þar sem við erum að búa til þennan ramma.“ Byggi að hluta á vinnu Svandísar Hanna Katrín segir að núverandi lög séu löngu úrelt. Í frumvarpi sem fyrri ríkisstjórn hafi lagt fram fyrir nokkrum árum hafi verið ákvæði um ótímabundið rekstrarleyfi. „Það verður ekki, það verður sextán ára rekstrarleyfi í sjókvíaeldi samkvæmt þessu frumvarpi og það er jafnframt kveðið á um að það þarf að uppfylla mjög skýr skilyrði, eða öllu heldur þú mátt ekki hafa verið uppvís að ákveðnum brotum til þess að fá leyfið endurnýjað.“ Greiða þessir rekstrarleyfishafar fyrir vöktunina? „Já.“ Svandís Svavarsdóttir stofnaði vinnuhóp varðandi fiskeldið á sínum tíma sem skilaði tillögum, byggið þið eitthvað á þeim tillögum í þessu frumvarpi? „Eins og ég segi, núgildandi lög eru löngu úrelt og eru þess eðlis ða þau festa öll fyrirtækin inn í sjókvíaeldi án þess að það séu tilhlýðandi náttúruverndarskilyrði þar inni. Það hefur verið unnin mikil vinna innan ráðuneytis, ekki síst í tíð Svandísar sem ráðhera, í þá átt að færa þetta til betri vegar. Margt af því sem núna er var notað sem grundvöllur í þessu frumvarpi en það er betrumbætt og töluvert breytt.“ Gjaldið verði afkomutengt Þá segir Hanna Katrín að stjórnvöld muni með frumvarpinu breyta fiskeldisgjaldinu. Það verði afkomutengt. „Það hefur verið veltutengt sem er ekki góð ráðstöfun hjá fyrirtækjum sem eru að hefja sinn rekstur, það er ekki tekið tillit til afkomu, við erum að breyta þessu í afkomutengd gjöld, þannig hugsunin er sú að gjaldið sem greitt er til þjóðarinnar, það hækkar í takti við vonandi bætta afkomu fyrirtækja.“
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Landeldi Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Lögregla eltist við afbrotamenn Innlent Fleiri fréttir Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Sjá meira