Innlent

Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsa­vík

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Tveir eldfjallafræðingar hættu að fá boð um að sitja vísindaráðsfundi almannavarna fyrir hátt í tveimur árum.

 Við fjöllum um málið í hádegisfréttum en annar þeirra segir alls ekki gott að hið opinbera nýti sér ekki alla þá þekkingu sem í boði sé vegna persónulegs ágreinings. 

Frumvarp um afturköllun verndar brotamanna er á dagskrá Alþingis í dag og við heyrum í þingmanni Miðflokksins sem vill ganga lengra en boðað er í frumvarpinu. 

Einnig fjöllum við um bruna á Húsavík og heyrum í forstjóra Persónuverndar en stofnunin fagnar nú aldarfjórðungs afmælis.

Í sportpakkanum kemst svo fátt annað að en úrslitaleikurinn síðar í dag á EM í handbolta þar sem Íslendingar geta tryggt sér sæti í undanúrslitum mótsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×