Fótbolti

Alberti og fé­lögum mis­tókst að komast upp úr fallsæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson svekkir sig eftir að hlutirnir fengu ekki upp hjá honum og félögum hans í Fiorentina í tapinu á móti Cagliari í dag.
Albert Guðmundsson svekkir sig eftir að hlutirnir fengu ekki upp hjá honum og félögum hans í Fiorentina í tapinu á móti Cagliari í dag. Getty/Gabriele Maltinti

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina urðu að sætta sig við sitt fyrsta deildartap á nýju ári þegar liðið fékk Cagliari í heimsókn í Seríu A á Ítalíu í dag.

Cagliari vann leikinn 2-1 þótt að heimamenn  í Fiorentina hafi verið mun hættulegra liðið í leiknum.

Fiorentina hafði náð í átta stig úr fjórum fyrstu deildarleikjum ársins og átti möguleika á því að komast upp úr fallsæti í dag.

Cagliari komst hins vegar í 2-0 í leiknum og hélt svo út í lokin.

Albert Guðmundsson var í byrjunarliði Fiorentina og átti góðan leik. Hann reyndi fjögur skot og bjó til tvö færi fyrir liðsfélaga sína.

Fiorentina var með 2,15 í væntum mörkum (xG) en það skilaði þá bara einu marki. Liðið reyndi fimmtán skot og fékk þrjú dauðafæri.

Semih Kilicsoy skoraði fyrsta mark Cagliari á 31. mínútu og Marco Palestra kom liðinu svo í 2-0 á 47. mínútu.

Marco Brescianini minnkaði muninn í 2-1 á 74. mínútu og Fiorentina fékk því sextán mínútur til að jafna metin.

Það tókst ekki og liðið situr eftir í átjánda sætinu á meðan Cagliari hoppaði upp í ellefta sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×