Fótbolti

Liðs­félagi Ron­aldo missti stjórn á skapi sínu og sló and­stæðing

Aron Guðmundsson skrifar
Samlandarnir Ronaldo, Rúben Neves og Joao Felix ræða saman eftir athyglisvert atvik í leik kvöldsins.
Samlandarnir Ronaldo, Rúben Neves og Joao Felix ræða saman eftir athyglisvert atvik í leik kvöldsins. Vísir/Getty

Cristiano Ronaldo skoraði eina mark Al-Nassr í 3-1 tapi liðsins gegn Al-Hilal í toppslag sádi-arabísku deildarinnar í kvöld. Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu í leiknum og fékk að líta rauða spjaldið. 

Ronaldo kom Al-Nassr yfir með fyrsta marki leiksins á 42.mínútu eftir stoðsendingu frá Kingsley Coman og reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. 

Þegar að rétt rúmar tíu mínútur höfðu liðið af seinni hálfleik fengu heimamenn í Al-Hilal hins vegar vítaspyrnu þegar að Mohamed Simakan braut á Malcom innan vítateigs. 

Salem Al-Dawsari tók vítaspyrnuna fyrir Al-Hilal og kom boltanum af miklu öryggi í netið fram hjá Nawaf Alaqidi en þar með var ekki öll sagan sögð.

Leikmenn Al-Hilal reyndu í flýti að sækja boltann úr markinu við litla hrifningu markvarðarins Alaqidi sem brást illur við og sló Rúben Neves, miðjumann Al-Hilal.

Upprunalega fékk Rúben Neves að líta gula spjaldið frá dómara leiksins sem taldi að um leikaraskap af hans hálfu væri að ræða en eftir skoðun í VAR-sjánni var ekki annað hægt en að breyta þeim dómi í beint rautt spjald og var Alaqidi sendur í sturtu, Al-Nassr því einum manni færri. 

Nawaf Alaqidi missti stjórn á skapi sínu í kvöld.Vísir/Getty

Það nýttu heimamenn í Al-Hilal sér því að á 81.mínútu kom Mohamed Kanno þeim yfir í stöðuna 2-1 með skoti af stuttu færi sem endaði í netinu eftir stoðsendingu Rúben Neves sem bætti svo sjálfur við þriðja marki liðsins í uppbótartíma og þar við sat.

Risastór 3-1 sigur Al-Hilal staðreynd. Liðið er nú með sjö stiga forskot á Al-Nassr á toppi deildarinnar þegar að liðin hafa bæði leikið fjórtán leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×