Sport

Bald­vin stór­bætti eigið Ís­lands­met

Valur Páll Eiríksson skrifar
Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet um tæpa mínútu.
Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet um tæpa mínútu. FRÍ

Baldvin Þór Magnússon bætti eigið Íslandsmet í 10 kílómetra götuhlaupi um tæpa mínútu í Valencia á Spáni í dag.

Baldvin hefur verið á mikilli siglingu síðustu mánuði en hann setti Íslandsmet í greininni í október í fyrra. Þá hljóp hann á 28 mínútum og 37 sekúndum í Rúmeníu og var þá að bæta tveggja ára gamalt Íslandsmet sem hann hafði sett í október 2023.

Baldvin bætti um betur í dag þegar hann tók þátt í hlaupi í Valencia á Spáni. Hann hljóp kílómetrana tíu á 27 mínútum og 41 sekúndu og bætti því metið frá því í október um heilar 56 sekúndur.

Hann var fimmtándi í mark í hlaupinu en Svíinn Andreas Almgren var fyrstur í mark á 26:46, tæpri mínútu á undan Baldvin. Almgren setti þar með Evrópumet í gríðarhröðu hlaupi dagsins.

Baldvin á einnig Íslandsmet utanhúss í 1500 metra hlaupi, 3000 metra hlaupi, 5000 metra hlaupi og 5 kílómetra götuhlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×