Innlent

Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferða­langar í vanda

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegismynd

Í hádegisfréttum fjöllum við um breytingar á ráðherraliði Flokks fólksins sem kynntar voru í morgun. 

Þar kom í ljós að Inga Sæland mun skipta um ráðuneyti og Ragnar Þór Ingólfsson verður félags- og húsnæðismálaráðherra.

Einnig fjöllum við áfram um stöðuna á Grænlandi en Trump forseti ítrekaði óskir sínar um að eignast landið í nýju viðtali.

Að auki fjöllum við um vonskuveðrið sem gekk yfir Öræfin í gær og við heyrum í Vestmannaeyingum sem halda þrettándagleði í dag, nokkrum dögum á eftir áætlun. 

Í sportpakkanum verður svo fjallað um handboltann og íslenska landsliðið en nú styttist óðum í að EM hefjist hjá strákunum okkar. 

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 9. janúar 2026



Fleiri fréttir

Sjá meira


×