Fótbolti

Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ousmane Dembélé og Désiré Doué voru báðir að koma til baka eftir meiðsli og skoruðu báðir fyrir Paris Saint-Germain í kvöld.
Ousmane Dembélé og Désiré Doué voru báðir að koma til baka eftir meiðsli og skoruðu báðir fyrir Paris Saint-Germain í kvöld. Getty/Xavier Laine

Gullboltahafinn Ousmane Dembélé tryggði Paris Saint-Germain sigur í nágrannaslag Parísarliðanna í kvöld.

Paris Saint-Germain vann þá 2-1 sigur á Paris FC, sem eru nýliðar í deildinni. Þetta er fyrsti Parísarslagurinn frá 1990 eða í meira en 35 ár.

Dembélé og Désiré Doué voru báðir að koma til baka eftir meiðsli og skoruðu báðir.

Doué kom PSG í 1-0 á 45. mínútu eftir sendingu frá Fabián Ruiz en Dembélé kom liðinu aftur yfir á 53. mínútu eftir að Willem Geubbels hafði jafnað metin úr vítaspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×