Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Agnar Már Másson skrifar 30. desember 2025 15:48 Pétur Marteinsson var áður í framboði fyrir Sjálsftæðisflokkinn í Reykjavík norður. Það eru reyndar sextán ár liðin síðan þá. Samsett Mynd Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segist hafa rætt við Pétur Marteinsson, athafnamann og fyrrverandi knattspyrnumann, um hugsanlegt framboð fyrir Samfylkinguna í Reykjavík. Hann hefur verið orðaður við oddvitasæti. Kristrún segist hafa rætt við fleiri sem íhuga framboð fyrir flokkinn. Kristrún, sem er formaður Samfylkingarinnar, staðfesti þetta við fjölmiðlamenn er hún gekk inn á ríkisráðsfund klukkan 15 í dag. „Ég hef heyrt af áhuga hans, mér finnst það bara mjög jákvætt,“ sagði hún. „Við höfum rætt saman, ég og Pétur, eins og fleiri aðila sem eru að huga að framboði fyrir flokkinn en ég kem ekki beint að þessu vali frekar en grasrót flokksins,“ bætti formaðurinn við. Pétur Hafliði Marteinsson er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en rekur nú meðal annars Kaffihúss Vesturbæjar ásamt sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. Auk þess er hann markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins OZ Sport. Í alþingiskosningum 2009 skipaði Pétur níunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Að svo stöddu er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri eini frambjóðandinn sem hefur formlega lýst því yfir að hún sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni en vinsældir hennar mælast litlar. Aftur á móti mælist fylgi Samfylkingarinnar 25 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnun Maskínu, og er því næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokknum. Í fréttum Rúv í vikunni var greint frá því að fólk hefði komið að máli við Pétur vegna hugsanlegs framboðs og hann sagðist þá liggja undir feldi. Viðskiptablaðið segir sínar heimildir herma að Pétur hafi þegar sagt við sína nánustu að hann ætli í framboð og að hann hafi hitt Kristrúnu á Kaffi Vest til að ræða málið. Fréttastofa hefur ekki náð í Pétur í vikunni. Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira
Kristrún, sem er formaður Samfylkingarinnar, staðfesti þetta við fjölmiðlamenn er hún gekk inn á ríkisráðsfund klukkan 15 í dag. „Ég hef heyrt af áhuga hans, mér finnst það bara mjög jákvætt,“ sagði hún. „Við höfum rætt saman, ég og Pétur, eins og fleiri aðila sem eru að huga að framboði fyrir flokkinn en ég kem ekki beint að þessu vali frekar en grasrót flokksins,“ bætti formaðurinn við. Pétur Hafliði Marteinsson er fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu en rekur nú meðal annars Kaffihúss Vesturbæjar ásamt sjónvarpsmanninum Gísla Marteini Baldurssyni. Auk þess er hann markaðsstjóri hugbúnaðarfyrirtækisins OZ Sport. Í alþingiskosningum 2009 skipaði Pétur níunda sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Að svo stöddu er Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri eini frambjóðandinn sem hefur formlega lýst því yfir að hún sækist eftir oddvitasæti Samfylkingarinnar í borginni en vinsældir hennar mælast litlar. Aftur á móti mælist fylgi Samfylkingarinnar 25 prósenta fylgi samkvæmt nýjustu könnun Maskínu, og er því næststærstur á eftir Sjálfstæðisflokknum. Í fréttum Rúv í vikunni var greint frá því að fólk hefði komið að máli við Pétur vegna hugsanlegs framboðs og hann sagðist þá liggja undir feldi. Viðskiptablaðið segir sínar heimildir herma að Pétur hafi þegar sagt við sína nánustu að hann ætli í framboð og að hann hafi hitt Kristrúnu á Kaffi Vest til að ræða málið. Fréttastofa hefur ekki náð í Pétur í vikunni.
Borgarstjórn Samfylkingin Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Fleiri fréttir Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Sjá meira