Clooney orðinn franskur Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. desember 2025 14:17 George Clooney er orðinn franskur ríkisborgari. Getty Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar. Þetta kemur fram í franska lögbirtingablaðinu Journal Officiel sem fjölmiðlar austan- og vestanhafs hafa gert sér mat úr. Fjölskyldan á heimili á gamalli vínekru sem heitir Domaine du Canadel og er staðsetta nálægt þorpinu Brignoles í suðurhluta Frakklands. Húsið keyptu þau árið 2021 og dvelja þau stærstan hluta ársins þar. Einnig eiga þau hjón hús við Como-vatn, herragarð á Sonning-on-Thames í Berkshire, íbúð í New York og landareign í Kentucky. Clooney sagði í viðtali við útvarpsstöðina RTL fyrir ekki svo löngu síðan að stór ástæða fyrir því að þau byggju í Frakklandi væru persónuverndarlögin þar í landi sem vernda börn fyrir papparössum. „Hér taka þeir ekki myndir af börnum. Það eru ekki papparassar sem fela sig við skólahliðið. Það er númer eitt fyrir okkur,“ sagði hann. Börnin hefðu ekki fengið séns í LA Leikarinn ræddi einnig líf sitt í Evrópu í viðtali við Esquire í október og hvernig það væri ólíkt hasarnum í Los Angeles. „Við búum á sveitabæ í Frakklandi. Stóran hluta lífs míns ólst ég upp á bóndabæ og sem barn hataði ég það. En núna, fyrir þau, þá eru þau ekki í iPad-num sínum. Þau borða kvöldmat með fullorðnum og þurfa að taka diskana af borðum. Þau eiga miklu betra líf,“ sagði hann um átta ára tvíburana Alexander og Ellu. Hann sagðist jafnframt hafa haft áhyggjur af því að ala börnin upp í Hollywood-kúltúrnum í Los Angeles. „Mér leið eins og þau myndu aldrei fá almennilega séns. Í Frakklandi er þeim drullusama um frægðina. Ég vil ekki að þau gangi um hrædd við papparassanna. Ég vil ekki að þau séu borin saman við börn annars frægs fólks,“ sagði hann. Clooney er ekki eina Hollywood-fígúran sem hefur sótt um franskan ríkisborgarrétt því bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch sagði í viðtali á útvarpsstöðinni France Inter að hann ætlaði að sækja um. Frakkland Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. 10. mars 2025 15:03 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Þetta kemur fram í franska lögbirtingablaðinu Journal Officiel sem fjölmiðlar austan- og vestanhafs hafa gert sér mat úr. Fjölskyldan á heimili á gamalli vínekru sem heitir Domaine du Canadel og er staðsetta nálægt þorpinu Brignoles í suðurhluta Frakklands. Húsið keyptu þau árið 2021 og dvelja þau stærstan hluta ársins þar. Einnig eiga þau hjón hús við Como-vatn, herragarð á Sonning-on-Thames í Berkshire, íbúð í New York og landareign í Kentucky. Clooney sagði í viðtali við útvarpsstöðina RTL fyrir ekki svo löngu síðan að stór ástæða fyrir því að þau byggju í Frakklandi væru persónuverndarlögin þar í landi sem vernda börn fyrir papparössum. „Hér taka þeir ekki myndir af börnum. Það eru ekki papparassar sem fela sig við skólahliðið. Það er númer eitt fyrir okkur,“ sagði hann. Börnin hefðu ekki fengið séns í LA Leikarinn ræddi einnig líf sitt í Evrópu í viðtali við Esquire í október og hvernig það væri ólíkt hasarnum í Los Angeles. „Við búum á sveitabæ í Frakklandi. Stóran hluta lífs míns ólst ég upp á bóndabæ og sem barn hataði ég það. En núna, fyrir þau, þá eru þau ekki í iPad-num sínum. Þau borða kvöldmat með fullorðnum og þurfa að taka diskana af borðum. Þau eiga miklu betra líf,“ sagði hann um átta ára tvíburana Alexander og Ellu. Hann sagðist jafnframt hafa haft áhyggjur af því að ala börnin upp í Hollywood-kúltúrnum í Los Angeles. „Mér leið eins og þau myndu aldrei fá almennilega séns. Í Frakklandi er þeim drullusama um frægðina. Ég vil ekki að þau gangi um hrædd við papparassanna. Ég vil ekki að þau séu borin saman við börn annars frægs fólks,“ sagði hann. Clooney er ekki eina Hollywood-fígúran sem hefur sótt um franskan ríkisborgarrétt því bandaríski leikstjórinn Jim Jarmusch sagði í viðtali á útvarpsstöðinni France Inter að hann ætlaði að sækja um.
Frakkland Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. 10. mars 2025 15:03 Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Aron Can og Erna elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Sjá meira
Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Bandaríska kvikmyndastjarnan George Clooney er búinn að lita á sér hárið. Silfurgráa hárið sem einkennt hefur leikarann er horfið en þess í stað hefur hann litað hár sitt brúnt. Aðdáendur þurfa þó ekki að örvænta þar sem liturinn er einungis til bráðabirgða og er tilkominn vegna hlutverks sem hann fer brátt með á Broadway. 10. mars 2025 15:03