Enski boltinn

Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“

Valur Páll Eiríksson skrifar
Alexander Isak og skot hans sem varð að marki. Sjáið Van de Ven þarna á leiðinni að klippa skotfót Isak. Svíinn fótbrotnaði við tæklinguna.
Alexander Isak og skot hans sem varð að marki. Sjáið Van de Ven þarna á leiðinni að klippa skotfót Isak. Svíinn fótbrotnaði við tæklinguna. Vísir/Getty

Micky van de Ven, varnarmaður Tottenham, kveðst hafa sent skilaboð á sænska framherjann Alexander Isak og beðist afsökunar á að hafa fótbrotið hann.

Van de Ven fór glæfralega í Isak þegar hann skoraði annað marka Liverpool í 2-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni síðustu helgi. Hann hefur sætt gagnrýni fyrir af einhverjum á meðan aðrir segja tæklinguna hafa verið eðlilega og um óheppni að ræða.

Van de Ven reyndi að kasta sér fyrir marktilraun Isaks en það fór ekki betur en svo að fótleggur Isaks festist og í ljós kom eftir leik að Isak væri með brot í fæti og þurfti að undirgangast aðgerð. Hann verður frá keppni í tvo mánuði hið minnsta.

Van de Ven sagði í viðtali við Sky Sports að hann hefði beðið Isak afsökunar á því að hafa slasað hann.

„Ég sendi honum sms. Ég vildi ekki meiða hann og vildi ekki gera eitthvað sem olli honum skaða. Ég vildi bara komast fyrir skotið,“ sagði van der Ven og bætti við:

„Það var óheppni hvernig fóturinn á honum lenti milli fóta minna. Ég sendi honum skilaboð og óskaði honum alls hins besta í endurhæfingunni og að ég vonaðist til að sjá hann á vellinum sem fyrst.“

Liverpool verður án Isak þegar liðið mætir Wolves á laugardaginn kemur, 27. desember en van der Ven verður að líkindum í liði Tottenham sem mætir Crystal Palace degi síðar.

Enski boltinn yfir hátíðarnar

Föstudagur 26. desember

  • 19:40 Manchester United – Newcastle (Sýn Sport)

Laugardagur 27. desember

  • 12:10 Nottingham Forest – Manchester City (Sýn Sport)
  • 14:40 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 14:40 Liverpool – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 14:40 Arsenal – Brighton (Sýn Sport 3)
  • 14:40 Brentford – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 14:50 West Ham – Fulham (Sýn Sport 5)
  • 14:50 Burnley – Everton (Sýn Sport 6)
  • 17:05 Laugardagsmörkin (Sýn Sport)
  • 17:20 Chelsea – Aston Villa (Sýn Sport)
  • Sunnudagur 28. desember
  • 13:40 Sunderland – Leeds (Sýn Sport)
  • 16:10 Crystal Palace – Tottenham (Sýn Sport)
  • 18:35 Sunnudagsmessan (Sýn Sport)

Mánudagur 29. desember

  • 21:00 VARsjáin (Sýn Sport)

Þriðjudagur 30. desember

  • 19:15 Doc Zone (Sýn Sport)
  • 19:15 Chelsea – Bournemouth (Sýn Sport 4)
  • 19:15 Nottingham Forest – Everton (Sýn Sport 5)
  • 19:20 Burnley – Newcastle (Sýn Sport 6)
  • 19:20 West Ham – Brighton (Sýn Sport Ísland 2)
  • 19:55 Manchester United – Wolves (Sýn Sport 2)
  • 19:55 Arsenal – Aston Villa (Sýn Sport 3)
  • 22:25 Þriðjudagsmörkin (Sýn Sport 2)

Fimmtudagur 1. janúar

  • 17:10 Liverpool – Leeds (Sýn Sport)

  • 17:10 Crystal Palace – Fulham

  • 19:40 Brentford – Tottenham

  • 19:40 Sunderland – Manchester City




Fleiri fréttir

Sjá meira


×