Innlent

Grjót­hrun undir Eyja­fjöllum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Bílaröð myndaðist.
Bílaröð myndaðist. Aðsend

Grjóthrun varð hjá Holtsnúpi undir Eyjafjöllum í morgun. Einn bíll lenti á grjóti en enginn slys urðu á fólki.

Þetta staðfestir Þorsteinn M. Kristinsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi.

Eftir að grjótið féll ók einn ökumaður á grjótið en slasðist enginn. Bílinn er hins vegar óökufær.

Samkvæmt uplýsingum frá Vegagerðinni er unnið að því að fjarlægja grjótið af veginum. Ekki þurfti að stöðva umferð á meðan grjótið er fjarlægt. Miðað við myndir á vettvangi má sjá að töluverð bílaröð myndaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×