Innlent

Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan 12.

Tölvuárás sem gerð var á kerfi Grundarheimilanna á miðvikudag verður kærð til lögreglu á næstu dögum. Forstjóri Grundar varar fólk við að bregðast við póstum frá heimilunum, þar sem netþrjótarnir gætu reynt að hafa samband við fólk.

Öryrkjabandalagið óttast að fólk muni fresta eða sleppa því að leysa út lyf vegna breytinga á greiðsluþátttöku í lyfjakostnaði um áramótin. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum.

Kvenkynsstjórnendum fyrirtækja hefur fjölgað hlutfallslega eftir að lög um kynjakvóta voru sett. Þrátt fyrir það eru innan við tuttugu prósent framkvæmdastjóra konur. Almenningur er klofinn í afstöðu til frekari kynjakvóta og „jafnréttisþreytu“ gætir í samfélaginu. 

Það er nóg um að vera í íþróttunum, sérstaklega í enska boltanum. Spennan er sérstaklega mikil fyrir leik Liverpool og Brighton.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×