„Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Smári Jökull Jónsson skrifar 14. desember 2025 21:28 Saumó hefur verið starfandi í sjö ár. Vísir/Sigurjón Síðastliðin sjö ár hefur Hjálparstarf kirkjunnar starfrækt saumaklúbb fyrir innflytjendakonur þar sem markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun þeirra. Smári Jökull kíkti í heimsókn í Breiðholtskirkju þar sem konurnar voru í óða önn að baka piparkökur og undirbúa sölumarkað. Saumó - tau með tilgang er félagsskapur innflytjendakvenna sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur haldið utan um síðustu sjö árin. Markmiðið er fyrst og fremst að brjóta niður félagslega einangrun og auka virkni kvennanna í samfélaginu. Konurnar í Saumó hittast nokkrum sinnum í viku til að sauma, prjóna og njóta félagsskapar og eins og í dag hittust þær í Breiðholtskirkju til að baka saman piparkökur. Í Breiðholtskirkju var nóg um að vera í piparkökubakstri.Vísir/Sigurjón „Markmiðið er líka að kenna þeim einhverja iðn. Margar bara kunnu ekkert að sauma þegar þær komu og eru orðnar saumadrottningar núna þannig að það er mjög valdeflandi fyrir þær, það er það líka. Við erum að kenna þeim íslensku og aðeins á samfélagið og landið, kynna landið fyrir þeim,“ segir Hildur Loftsdóttir en hún er verkefnastýra Saumó. Umhverfisvænt verkefni Allt efni sem konurnar sauma og prjóna úr fá þær gefins. „Þetta er líka umhverfisvænt. Allt sem við notum er gefið þannig að stundum erum við að sauma úr gömlum fötum og stundum eru þetta heilu strangarnir úr búð sem hafa ekki selst. Þetta er til sölu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar alla daga.“ Hildur er verkefnastýra Saumó - Tau með tilgang.Vísir/Sigurjón „Svo náttúrulega verður markaður á sunnudag í Hjálpræðishernum og það verður mjög gaman. Það verða fleiri vörur þar en eru hér til sýnis. Þetta verður ekki bara markaður,“ segir Hildur en ýmislegt fleira verður í boði. „Kennarinn minn er mjög góð kona“ Sargul Azeez Muhammad er meðal þeirra sem sækir Saumó reglulega. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár og ég er með fjölskyldu. Við erum bara að prjóna, sauma og tala saman og læra íslensku,“ sagði Sargul. Sargul Azeez Muhammad kemur frá Kúrdistan og hrósaði kennara sínum í hástert.Vísir/Sigurjón Þegar fréttastofu bar að garði var hún klædd í glæsilegan þjóðbúning Kúrdistan. „Takk fyrir, takk fyrir. Þetta er úr minni menningu. Það er mjög gaman á Íslandi og kennarinn minn er mjög góð kona,“ bætir Sargul við og bendir á Hildi. „Fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur“ Starfið er brotið upp á ýmsan hátt til dæmis með laufabrauðsgerð. Hildur segir starfið gefa sér afar mikið. „Þetta getur verið mjög erfitt starf tilfinningalega því nú erum við búin að vera með fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur því þeim hefur verið brottvísað. Þannig að þetta getur verið tilfinningalega mjög erfitt en annars er þetta svo ofsalega gefandi.“ Hér má sjá sýnishorn af því sem konurnar hafa búið til.Vísir/Sigurjón Þátttakan hefur verið góð en styrkur sem fékkst frá ríkinu er uppurinn og óljóst hvort meira fáist. „Þegar Guðmundur Ingi var í félagsmálaráðuneytinu þá var hann hrifinn af þessu og gaf okkur góðan styrk í tvö ár. Nú er sá peningur uppurinn og við erum bara að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu, hvort við getum haldið starfinu áfram. Við vonum það af öllu hjarta.“ Innflytjendamál Handverk Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira
Saumó - tau með tilgang er félagsskapur innflytjendakvenna sem Hjálparstarf kirkjunnar hefur haldið utan um síðustu sjö árin. Markmiðið er fyrst og fremst að brjóta niður félagslega einangrun og auka virkni kvennanna í samfélaginu. Konurnar í Saumó hittast nokkrum sinnum í viku til að sauma, prjóna og njóta félagsskapar og eins og í dag hittust þær í Breiðholtskirkju til að baka saman piparkökur. Í Breiðholtskirkju var nóg um að vera í piparkökubakstri.Vísir/Sigurjón „Markmiðið er líka að kenna þeim einhverja iðn. Margar bara kunnu ekkert að sauma þegar þær komu og eru orðnar saumadrottningar núna þannig að það er mjög valdeflandi fyrir þær, það er það líka. Við erum að kenna þeim íslensku og aðeins á samfélagið og landið, kynna landið fyrir þeim,“ segir Hildur Loftsdóttir en hún er verkefnastýra Saumó. Umhverfisvænt verkefni Allt efni sem konurnar sauma og prjóna úr fá þær gefins. „Þetta er líka umhverfisvænt. Allt sem við notum er gefið þannig að stundum erum við að sauma úr gömlum fötum og stundum eru þetta heilu strangarnir úr búð sem hafa ekki selst. Þetta er til sölu hjá Hjálparstarfi kirkjunnar alla daga.“ Hildur er verkefnastýra Saumó - Tau með tilgang.Vísir/Sigurjón „Svo náttúrulega verður markaður á sunnudag í Hjálpræðishernum og það verður mjög gaman. Það verða fleiri vörur þar en eru hér til sýnis. Þetta verður ekki bara markaður,“ segir Hildur en ýmislegt fleira verður í boði. „Kennarinn minn er mjög góð kona“ Sargul Azeez Muhammad er meðal þeirra sem sækir Saumó reglulega. „Ég er búinn að vera á Íslandi í sex ár og ég er með fjölskyldu. Við erum bara að prjóna, sauma og tala saman og læra íslensku,“ sagði Sargul. Sargul Azeez Muhammad kemur frá Kúrdistan og hrósaði kennara sínum í hástert.Vísir/Sigurjón Þegar fréttastofu bar að garði var hún klædd í glæsilegan þjóðbúning Kúrdistan. „Takk fyrir, takk fyrir. Þetta er úr minni menningu. Það er mjög gaman á Íslandi og kennarinn minn er mjög góð kona,“ bætir Sargul við og bendir á Hildi. „Fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur“ Starfið er brotið upp á ýmsan hátt til dæmis með laufabrauðsgerð. Hildur segir starfið gefa sér afar mikið. „Þetta getur verið mjög erfitt starf tilfinningalega því nú erum við búin að vera með fullt af konum sem eru ekki með okkur lengur því þeim hefur verið brottvísað. Þannig að þetta getur verið tilfinningalega mjög erfitt en annars er þetta svo ofsalega gefandi.“ Hér má sjá sýnishorn af því sem konurnar hafa búið til.Vísir/Sigurjón Þátttakan hefur verið góð en styrkur sem fékkst frá ríkinu er uppurinn og óljóst hvort meira fáist. „Þegar Guðmundur Ingi var í félagsmálaráðuneytinu þá var hann hrifinn af þessu og gaf okkur góðan styrk í tvö ár. Nú er sá peningur uppurinn og við erum bara að bíða eftir svari frá félagsmálaráðuneytinu, hvort við getum haldið starfinu áfram. Við vonum það af öllu hjarta.“
Innflytjendamál Handverk Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara algjörlega galið“ Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Sjá meira