Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Jakob Bjarnar skrifar 11. desember 2025 11:59 Þeim hjá FTT er ekki skemmt vegna þeirrar ákvörðunar RUV-fólks að fara alla leið til Hollands í leit að fréttastefi. Frá 40 ára afmælisfögnuði Félags tónskálda- og textahöfunda: Guðrún Ýr Eyfjörð (GDRN), Hallur Ingólfsson, Magnús og Bragi Valdimar. vísir/hulda margrét Bragi Valdimar Skúlason formaður FTT segir að enn hafi engin viðbrögð borist frá Ríkisútvarpinu vegna erindis FTT og TÍ vegna „stóra fréttastefsmálsins“. „Ekki enn. Mannskapurinn er að jafna sig eftir júró,“ segir Bragi Valdimar í samtali við Vísi spurður um hvort einhver viðbrögð hafi komið vegna erindis þeirra. Félag tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélag Íslands sendu í gær, eftir að Vísir hafði vakið athygli á því að nýtt fréttastef RUV væri ættað frá Hollandi, erindi þar sem fram koma veruleg vonbrigði með að leitað hafi verið út fyrir hóp íslenskra tónhöfunda þegar nýtt einkennisstef frétta var samið fyrir Ríkisútvarpið. Áratuga hefð brotin „Þar með er brotin áratuga hefð, þar sem íslensku tónskáldi er falið að semja stef fyrir ríkisútvarp og sjónvarp. Stef sem lifir með þjóðinni og gefur einum fréttatímanum vægi og aukna vigt,“ segir í bréfinu. Eins og Vísir vakti athygli á fyrir tveimur dögum er Ríkisútvarpið á gráu svæði með að leita út fyrir landsteina með annað eins og þetta en í lögum um stofnunina kveður skýrt á um að henni beri að styðja við íslenska menningu. Í erindinu segir að þó erlent fyrirtæki sérhæfi sig í hljóðmynd útvarps- og sjónvarpsstöðva þá geti það ekki verið eru ekki rök fyrir því að sniðganga íslenska höfunda. Fjölmargir framúrskarandi tónlistarmenn á Íslandi sérhæfa sig einmitt í þessu og hafa starfað við góðan orðstír út um allan heim. Hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum „Ríkisútvarp hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum, á í nánu samstarfi við þá á ótal sviðum — og á að sjá sóma sinn í að leita til þeirra þegar samin eru verk fyrir stofnunina.“ Að endingu er skorað á Ríkisútvarpið að „endurskoða þessa misráðnu ákvörðun sem allra fyrst.“ Og undir bréf þetta rita þeir Bragi Valdimar formaður FTT og Páll Ragnar Pálsson formaður TÍ. Í Facebook-hópnum hljóðnördar án landamæra er málið skeggrætt og þar upplýsir hinn reynslumikli tónlistar- og útvarpsmaður Magnús Einarsson að fyrir um tuttugu árum hafi svipað mál komið upp, að stofnunin hafi ætlað að leita einmitt til Hollands vegna stefjagerðar en þá hafi þáverandi útvarpsstjóri, Magnús Örn Antonsson, sett niður fótinn og kveðið skýrt á um að slíkt yrði gert innanlands. Tónlist Tónlistarnám Félagasamtök Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
„Ekki enn. Mannskapurinn er að jafna sig eftir júró,“ segir Bragi Valdimar í samtali við Vísi spurður um hvort einhver viðbrögð hafi komið vegna erindis þeirra. Félag tónskálda og textahöfunda og Tónskáldafélag Íslands sendu í gær, eftir að Vísir hafði vakið athygli á því að nýtt fréttastef RUV væri ættað frá Hollandi, erindi þar sem fram koma veruleg vonbrigði með að leitað hafi verið út fyrir hóp íslenskra tónhöfunda þegar nýtt einkennisstef frétta var samið fyrir Ríkisútvarpið. Áratuga hefð brotin „Þar með er brotin áratuga hefð, þar sem íslensku tónskáldi er falið að semja stef fyrir ríkisútvarp og sjónvarp. Stef sem lifir með þjóðinni og gefur einum fréttatímanum vægi og aukna vigt,“ segir í bréfinu. Eins og Vísir vakti athygli á fyrir tveimur dögum er Ríkisútvarpið á gráu svæði með að leita út fyrir landsteina með annað eins og þetta en í lögum um stofnunina kveður skýrt á um að henni beri að styðja við íslenska menningu. Í erindinu segir að þó erlent fyrirtæki sérhæfi sig í hljóðmynd útvarps- og sjónvarpsstöðva þá geti það ekki verið eru ekki rök fyrir því að sniðganga íslenska höfunda. Fjölmargir framúrskarandi tónlistarmenn á Íslandi sérhæfa sig einmitt í þessu og hafa starfað við góðan orðstír út um allan heim. Hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum „Ríkisútvarp hefur skyldum að gegna gagnvart íslenskum listamönnum, á í nánu samstarfi við þá á ótal sviðum — og á að sjá sóma sinn í að leita til þeirra þegar samin eru verk fyrir stofnunina.“ Að endingu er skorað á Ríkisútvarpið að „endurskoða þessa misráðnu ákvörðun sem allra fyrst.“ Og undir bréf þetta rita þeir Bragi Valdimar formaður FTT og Páll Ragnar Pálsson formaður TÍ. Í Facebook-hópnum hljóðnördar án landamæra er málið skeggrætt og þar upplýsir hinn reynslumikli tónlistar- og útvarpsmaður Magnús Einarsson að fyrir um tuttugu árum hafi svipað mál komið upp, að stofnunin hafi ætlað að leita einmitt til Hollands vegna stefjagerðar en þá hafi þáverandi útvarpsstjóri, Magnús Örn Antonsson, sett niður fótinn og kveðið skýrt á um að slíkt yrði gert innanlands.
Tónlist Tónlistarnám Félagasamtök Ríkisútvarpið Rekstur hins opinbera Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Yfirlýsingar Þorgerðar Katrínar hafi verið of veikar Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent