Sport

Big Ben í kvöld: Óli Jó og Hjör­var gestir

Valur Páll Eiríksson skrifar
Hjörvar og Óli Jó fara yfir sviðið í kvöld.
Hjörvar og Óli Jó fara yfir sviðið í kvöld. Samsett/Vísir

Vel verður mannað að venju í Big Ben á fimmtudagskvöldi á Sýn Sport. Þátturinn hefst klukkan 22:10.

Guðmundur Benediktsson, Hjálmar Örn Jóhannsson og Kjartan Henry Finnbogason verða á sínum stað í þætti kvöldsins og fá til sín tvo góða gesti.

Hjörvar Hafliðason, umsjónarmaður Doc Zone á Sýn og hlaðvarpsins Dr. Football, mætir í heimsókn ásamt knattspyrnuþjálfaranum Ólafi Jóhannessyni.

Óli Jó er hluti af jólabókarflóðinu í ár en hann hélt útgáfuteiti vegna ævisögu sinnar, sem rituð er af Ingva Þór Sæmundssyni, í gær.

Þeir Hjörvar og Óli eru ekki þekktir fyrir það að sitja á skoðunum sínum og má búast við skoðanaskiptum og skemmtilegum sögum.

Ljóst er að búast má við afar líflegum og skemmtilegum þætti sem eins og fyrr segir hefst klukkan 22:10 á Sýn Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×