„Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. desember 2025 12:00 Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks. Vísir/Sigurjón „Menn eru peppaðir. Þetta er flott tækifæri til að kasta í góða frammistöðu og ná í þrjú stig,“ segir Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, um leik liðsins við Shamrock Rovers í Sambandsdeildinni í kvöld. Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Samsunspor á Laugardalsvelli í síðasta leik, sem færa má rök fyrir að hafi verið besti leikur liðsins í keppninni. Hann var í það minnsta sá fyrsti þar sem liðinu tókst að skora. Höskuldur vonast til að liðið byggi ofan á frammistöðuna þar á Laugardalsvellinum í kvöld. „Við þurfum að passa að við komum með rétt viðhorf, sömu vinnusemi, fórnfýsi og hlaupavilja eins og við gerðum á móti Samsunspor,“ „Það var nánast í alla staði mjög jákvæður leikur og flott úrslit gegn mjög sterkum andstæðingi. Við horfum á það þannig á morgun að við ætlum að taka frumkvæði í leiknum og hafa hann á okkar forsendum. Þá eru okkur allir vegir færir að ná í góð úrslit og vera í góðum séns fyrir leikinn í Frakklandi,“ segir Höskuldur en Blikar mæta Strasbourg ytra eftir viku í síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Hefðu hæglega getað náð í fleiri stig Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Við viljum náttúrulega bara að heimavöllurinn hér sé vígi. Mér finnst við hafa, ég segi ekki alveg klaufar, en samt að einhverju leyti, við hefðum getað verið búnir að taka fyrsta sigurinn á heimavelli. Það er kjörið tækifæri að gera það á morgun,“ segir Höskuldur. Eygja enn von um umspil Breiðablik er með tvö stig eftir fjóra leiki þegar tveir eru eftir. Þeir sitja í 32. sæti en liðin sem enda í sætum 9 til 24 fara áfram í umspil. Þrjú stig eru upp í 21.-24. sæti og því er enn möguleiki til staðar á umspilinu, þó veikur sé. „Ef við vinnum þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi, sem verður auðvitað mjög erfitt verkefni. Þess þá heldur að fara þarna út til þess að hafa eitthvað undir og mæta vel gíraðir. Það byrjar með leiknum við Shamrock,“ segir Höskuldur. Klippa: Höskuldur ræðir leikinn við Shamrock Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay. Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Sjá meira
Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við Samsunspor á Laugardalsvelli í síðasta leik, sem færa má rök fyrir að hafi verið besti leikur liðsins í keppninni. Hann var í það minnsta sá fyrsti þar sem liðinu tókst að skora. Höskuldur vonast til að liðið byggi ofan á frammistöðuna þar á Laugardalsvellinum í kvöld. „Við þurfum að passa að við komum með rétt viðhorf, sömu vinnusemi, fórnfýsi og hlaupavilja eins og við gerðum á móti Samsunspor,“ „Það var nánast í alla staði mjög jákvæður leikur og flott úrslit gegn mjög sterkum andstæðingi. Við horfum á það þannig á morgun að við ætlum að taka frumkvæði í leiknum og hafa hann á okkar forsendum. Þá eru okkur allir vegir færir að ná í góð úrslit og vera í góðum séns fyrir leikinn í Frakklandi,“ segir Höskuldur en Blikar mæta Strasbourg ytra eftir viku í síðasta leik sínum í deildarkeppninni. Hefðu hæglega getað náð í fleiri stig Blikar hefðu hæglega getað nælt í þrjú stig þegar finnska liðið KuPS kom í heimsókn fyrr í haust en þeim leik lauk með markalausu jafntefli þar sem Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði liðsins, klúðraði vítaspyrnu. Blikar leita fyrsta sigursins á þessu stigi keppninnar og það er sannarlega tækifæri til þess í kvöld. „Við viljum náttúrulega bara að heimavöllurinn hér sé vígi. Mér finnst við hafa, ég segi ekki alveg klaufar, en samt að einhverju leyti, við hefðum getað verið búnir að taka fyrsta sigurinn á heimavelli. Það er kjörið tækifæri að gera það á morgun,“ segir Höskuldur. Eygja enn von um umspil Breiðablik er með tvö stig eftir fjóra leiki þegar tveir eru eftir. Þeir sitja í 32. sæti en liðin sem enda í sætum 9 til 24 fara áfram í umspil. Þrjú stig eru upp í 21.-24. sæti og því er enn möguleiki til staðar á umspilinu, þó veikur sé. „Ef við vinnum þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi, sem verður auðvitað mjög erfitt verkefni. Þess þá heldur að fara þarna út til þess að hafa eitthvað undir og mæta vel gíraðir. Það byrjar með leiknum við Shamrock,“ segir Höskuldur. Klippa: Höskuldur ræðir leikinn við Shamrock Viðtalið má sjá í spilaranum. Breiðablik mætir Shamrock Rovers klukkan 17:45. Bein útsending hefst klukkan 17:35 á Sýn Sport Viaplay.
Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn „Forgangsatriði að tryggja að hún haldi heilsu sem kona“ Sport Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Fótbolti Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Þá er þetta í okkar höndum í Frakklandi“ Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Upp fyrir Kína á FIFA-listanum Starfið venst vel og strákarnir klárir Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Sjá meira