Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 10. desember 2025 19:36 Antonina vinnur fyrir góðgerðasamtökin FEDERA sem meðal annars aðstoðar þungaðar konur í vanda vegna nýlegra laga um þungunarrof. Vísir/Sigurjon Hundruð kvenna, sem var nauðgað af rússneskum hermönnum, ákváðu frekar að dvelja áfram í stríðshrjáðri Úkraínu en að flýja til Póllands þar sem við lýði er strangasta þungunarrofslöggjöf í álfunni. Þetta segir Antonina Lewandowska pólskur doktorsnemi við Háskólann í Varsjá sem hefur rannsakað áhrif nýlegrar löggjafar. Antonina er stödd á Íslandi til að flytja erindi um doktorsrannsókn sína þar sem hún kortleggur reynslu og upplifun kvenna og heilbrigðisstarfsfólks í skugga nýlegra og strangra laga um þungunarrof. Lögin, sem banna þungunarrof með örfáum undantekningum, tóku gildi í ársbyrjun 2021 en samhliða fóru fram ein fjölmennustu mótmæli í nútímasögu Póllands. Antonina er ómyrk í máli þegar hún lýsir áhrifum lagabreytingarinnar. „Pólland lögleiddi pyntingar – það er bara raunveruleikinn sem við búum við.“ Gagnkvæm tortryggni Antonina vinnur hjá góðgerðasamtökunum FEDERA sem meðal annars veita þunguðum konum í vanda í Póllandi upplýsingar sem og lagalegan og andlegan stuðning. Í gegnum rannsóknarstörf Antoninu hefur hún orðið vör við breytingu að eftir að löggjöfin var hert. Mikið vantraust hafi vaxið meðal kvenna í garð heilbrigðisstarfsfólks. Það hafi komið henni á óvart að finna að heilbrigðisstarfsfólkið sjálft finni einnig fyrir vantrausti gagnvart sjúklingum og óttast um að þeir taki samtal þeirra upp og fleira í þeim dúr. „Við búum við eina af ströngustu þungunarrofslöggjöfunum sem til eru og það er ofboðslega erfitt að fá læknisaðstoð fyrir konur sem eru í þessari erfiðu stöðu og svo þegar stríð braust út hinum megin landamæranna þá vissum við að þetta yrði grafalvarlegt.“ Völdu frekar stríðshrjáð land en réttindaleysið Innrás Rússa í Úkraínu hafi bætt gráu ofan á svart hvað réttindi kvenna varðar. Úkraínskar flóttakonur hafi leitað til FEDERA eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á flóttanum. „Þessar konur segja okkur að þeim hafi tekist að flýja frá austurlandamærum Úkraínu en að rússneskir hermenn hafi nauðgað þeim. Nú séu þær barnshafandi og þær biðja mig um hjálp. Og neyðumst til að segja þeim það sama og við segjum pólskum konum: Þú verður ekki lögsótt ef þú gerir það sjálf [þungunarrofið] en það eru litlir möguleikar á að fá þungunarrof framkvæmt á sjúkrastofnun.“ Úkraínskar flóttakonur hafi látið aðrar konur, sem enn voru í Úkraínu og hugleiddu flótta, vita af ströngu lögunum. „Ég man eftir að hafa heyrt um hóp 200-300 úkraínskra kvenna sem flúðu frá austur-landamærum Úkraínu og þær ákváðu að vera um kyrrt í Kænugarði á meðan loftárásir voru í gangi.“ Margar þeirra hafi ekki vitað fyrir víst hvort þær væru þungaðar. „Svo þær vildu frekar hætta á að vera í landi þar sem stríð geisar en að koma til Póllands og mér finnst það átakanlegt.“ Biður Íslendinga um að hafa augun opin Antonina kveðst hafa djúpstæða virðingu fyrir íslensku lýðræði og „íslensku hugrekki“ líkt og hún komst að orði. Þá samgleðst hún vegna réttinda sem landsmenn njóta en biður Íslendinga þó um að hafa augun opin. „Verið aldrei of værukær. Lifið lífinu og verið hamingjusöm en verið jafnframt á verðbergi og takið eftir því sem er í gangi í kringum ykkur.“ Hún undirstrikaði mikilvægi þess að vera vakandi fyrir pólitískri orðræðu og fyrir því hvort viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað í samfélaginu, jafnvel á meðal vina og fjölskyldu. „Því það eru viðvörunarmerkin, þau fyrstu, og áður en maður veit af verða lagabreytingar og maður lifir í helvíti.“ Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22 Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Antonina er stödd á Íslandi til að flytja erindi um doktorsrannsókn sína þar sem hún kortleggur reynslu og upplifun kvenna og heilbrigðisstarfsfólks í skugga nýlegra og strangra laga um þungunarrof. Lögin, sem banna þungunarrof með örfáum undantekningum, tóku gildi í ársbyrjun 2021 en samhliða fóru fram ein fjölmennustu mótmæli í nútímasögu Póllands. Antonina er ómyrk í máli þegar hún lýsir áhrifum lagabreytingarinnar. „Pólland lögleiddi pyntingar – það er bara raunveruleikinn sem við búum við.“ Gagnkvæm tortryggni Antonina vinnur hjá góðgerðasamtökunum FEDERA sem meðal annars veita þunguðum konum í vanda í Póllandi upplýsingar sem og lagalegan og andlegan stuðning. Í gegnum rannsóknarstörf Antoninu hefur hún orðið vör við breytingu að eftir að löggjöfin var hert. Mikið vantraust hafi vaxið meðal kvenna í garð heilbrigðisstarfsfólks. Það hafi komið henni á óvart að finna að heilbrigðisstarfsfólkið sjálft finni einnig fyrir vantrausti gagnvart sjúklingum og óttast um að þeir taki samtal þeirra upp og fleira í þeim dúr. „Við búum við eina af ströngustu þungunarrofslöggjöfunum sem til eru og það er ofboðslega erfitt að fá læknisaðstoð fyrir konur sem eru í þessari erfiðu stöðu og svo þegar stríð braust út hinum megin landamæranna þá vissum við að þetta yrði grafalvarlegt.“ Völdu frekar stríðshrjáð land en réttindaleysið Innrás Rússa í Úkraínu hafi bætt gráu ofan á svart hvað réttindi kvenna varðar. Úkraínskar flóttakonur hafi leitað til FEDERA eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á flóttanum. „Þessar konur segja okkur að þeim hafi tekist að flýja frá austurlandamærum Úkraínu en að rússneskir hermenn hafi nauðgað þeim. Nú séu þær barnshafandi og þær biðja mig um hjálp. Og neyðumst til að segja þeim það sama og við segjum pólskum konum: Þú verður ekki lögsótt ef þú gerir það sjálf [þungunarrofið] en það eru litlir möguleikar á að fá þungunarrof framkvæmt á sjúkrastofnun.“ Úkraínskar flóttakonur hafi látið aðrar konur, sem enn voru í Úkraínu og hugleiddu flótta, vita af ströngu lögunum. „Ég man eftir að hafa heyrt um hóp 200-300 úkraínskra kvenna sem flúðu frá austur-landamærum Úkraínu og þær ákváðu að vera um kyrrt í Kænugarði á meðan loftárásir voru í gangi.“ Margar þeirra hafi ekki vitað fyrir víst hvort þær væru þungaðar. „Svo þær vildu frekar hætta á að vera í landi þar sem stríð geisar en að koma til Póllands og mér finnst það átakanlegt.“ Biður Íslendinga um að hafa augun opin Antonina kveðst hafa djúpstæða virðingu fyrir íslensku lýðræði og „íslensku hugrekki“ líkt og hún komst að orði. Þá samgleðst hún vegna réttinda sem landsmenn njóta en biður Íslendinga þó um að hafa augun opin. „Verið aldrei of værukær. Lifið lífinu og verið hamingjusöm en verið jafnframt á verðbergi og takið eftir því sem er í gangi í kringum ykkur.“ Hún undirstrikaði mikilvægi þess að vera vakandi fyrir pólitískri orðræðu og fyrir því hvort viðhorfsbreyting sé að eiga sér stað í samfélaginu, jafnvel á meðal vina og fjölskyldu. „Því það eru viðvörunarmerkin, þau fyrstu, og áður en maður veit af verða lagabreytingar og maður lifir í helvíti.“
Pólland Þungunarrof Tengdar fréttir Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22 Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01 Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34 Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Sjá meira
Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Samtökin Abortion Dream Team opna á morgun þungunarrofsmiðstöð í Varsjá í Póllandi, steinsnar frá þinghúsinu. Þrátt fyrir loforð stjórnvalda er þungunarrof enn bannað í landinu. 7. mars 2025 08:22
Örlög pólsku stjórnarinnar í höndum fjarhægriflokks Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn. 16. september 2023 08:01
Þungunarrofsbanni mótmælt þriðja daginn í röð Þúsundir söfnuðust saman á götum Varsjár og víðar í Póllandi í gærkvöldi, þriðja daginn í röð, til að mótmæla hertum lögum um þungunarrof í landinu. 30. janúar 2021 15:34