Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 10. desember 2025 16:33 Þorbjörg Sigríður var á óformlegum ráðherrafundi. Stjórnarráðið Ísland er meðal 27 ríkja sem standa að sameiginlegri yfirlýsingu um tillögur að breytingu á ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Tiltekin aðildarríki hafi áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og standi þau frammi fyrir áskorunum líkt og útlendingar sem gerast sekir um alvarleg brot. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum. Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra sótti óformlegan ráðherrafund Evrópuráðsins í Strassborg. Til umræðu voru fólksflutningar í ljósi Mannréttindasáttmála Evrópu en tiltekin aðildarríki hafa áhyggjur af framkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu samkvæmt tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Á fundinum undirbjuggu viðstaddir yfirlýsingu, en meðal viðstaddra voru fulltrúar Danmerkur, Ítalíu, Írlands, Svíþjóðar, Bretlands og Hollands. „Yfirlýsingunni er ætlað að árétta skuldbindingu aðildarríkja Evrópuráðsins til að tryggja að allir innan lögsögu þeirra njóti þeirra réttinda sem mannréttindasáttmálinn kveður á um samhliða því að horfast í augu við áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, einkum í tengslum við óreglulega fólksflutninga, útlendinga sem gerast sekir um alvarleg afbrot og brottvísanir,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Þorbjörgu að á sama tíma og Mannréttindadómstóllinn hafi reynst Íslendingum vel megi ekki loka augunum fyrir þeirri ógn sem skipulögð brotastarfsemi og misnotkun á viðkvæmum hópum felur í sér. Ýmsar ófyrirséðar áskoranir Í yfirlýsingunni er miklum stuðningi lýst við Evrópuráðið en einnig bent á áskoranir aðildarríkjanna í útlendingamálum og hvernig ríkin geti best tekist á við þær með hliðsjón af Mannréttindasáttmála Evrópu. Þar kemur fram að flóknar og skaðvænlegu áskoranir sem ríkin standa frammi fyrir, líkt og mansal og misnotkun á fólki í pólitískum tilgangi, hafi verið ófyrirséðar á þeim tíma sem Mannréttindasáttmálinn var undirritaður. Meðal þess sem ríkin 27 vilja að verði gert skýrar í sáttmálanum er að aðildarríkjum verði heimilt að vísa útlendingum úr landi ef þeir hafa verið dæmdir fyrir alvarlega glæpi og hann viðurkenni viðkvæma heimssamfélagið og þörfina á að tryggja þjóðaröryggi og almannaöryggi á réttan hátt, þar á meðal þegar mannréttindi og grundvallarfrelsi eru misnotuð af fjandsamlegum stjórnvöldum.
Mannréttindadómstóll Evrópu Mannréttindi Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Utanríkismál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira