Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 7. desember 2025 10:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Vísir/Vilhelm Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að lækka innviðagjald skemmtiferðaskipa við strendur Íslands enn meira heldur en fjármálaráðherra hugnaðist. Færri skemmtiferðaskip komu til landsins í kjölfar gjaldsins. Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði. Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Um er að ræða gjald sem greiða þarf á hvern einstakling fyrir hvern sólarhring sem skemmtiferðaskip er á tollasvæði Íslands en það tók fyrst gildi 1. janúar 2025. Áður þurfti að greiða svokallaðan gistináttaskatt, sem voru þúsund krónur fyrir hvern farþega á nótt. Með lögunum um innviðagjaldið sem tóku gildi í byrjun árs var upphæðin hækkuð upp í 2500 krónur, samfélögum á landsbyggðinni til mikilla ama sem treysta á komu ferðamanna á sumrin. Fyrr á árinu var greint frá að skipakomunum til Faxaflóahafna hefði fækkað vegna gjaldsins og einnig var greint frá fækkun ferða til Vestmannaeyja, Patreksfjarðar og Ísafjarðar. Forsvarsmenn bæjanna töldu að fækkun skipana myndi hafa veruleg efnahagsleg áhrif. Í frumvarpi Daða Más Kristóferssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna fjárlaga er gert ráð fyrir að lækka gjaldið um fimm hundruð krónur fyrir næsta ár, og þá í tvö þúsund krónur. Það sé þó einungis bráðabirgðaákvæði fyrir næsta ár. Falla frá bráðabirgðaákvæðinu Efnahags- og viðskiptanefnd bárust ýmis sjónarmið sem snerta innviðagjaldið. „Meðal annars var tekið fram að innviðagjaldið hefði borið brátt að og það hefði leitt til samdráttar í bókunum. Nefndin fjallaði talsvert um innviðagjaldið og hafði viðhorf umsagnaraðila til hliðsjónar. Að mati meiri hlutans var innviðagjaldið ákveðið of hátt sem hefur neikvæð áhrif í för með sér,“ segir í nefndaráliti. Því er lagt til að innviðagjaldið skuli vera 1600 krónur fyrir hvern farþega fyrir hvern byrjaðan sólarhring sem skipuð dvelur á tollsvæði ríkisins. Með þessari breytingu fellur meiri hlutinn frá því að fyrirkomulagið um lækkun gjaldsins sé ákveðið með bráðabirgðaákvæði.
Alþingi Skemmtiferðaskip á Íslandi Skattar, tollar og gjöld Ferðaþjónusta Hafnarmál Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira