„Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. desember 2025 07:03 Sigrún Edda Eðvarðsdóttir ræddi við blaðamann um tískuna. Aðsend „Ég er sjálfsöruggari í dag og ég þekki mig betur,“ segir tískudrottningin Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, betur þekkt sem Sissa. Hún er 51 árs gömul og líður best í tísku- og verslunargeiranum þar sem hún tekur vel á móti fólki í versluninni 38 þrepum og er alltaf með puttann á púlsinum á því sem er smart. Sissa ræddi við blaðamann um tískuna og persónulegan stíl. Sissa er með einstaklega smart stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hún er skemmtileg því hún gefur lífinu lit og kryddar það. Þetta er tjáningarform og það er fegurð í því og leikur. Sissa elskar leikgleðina í tískunni. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á kannski ekki endilega uppáhalds flík, en ég tek vissulega tímabil með ákveðnum flíkum. Núna er ég til dæmis að elska háu stígvélin mín frá Vic Matié og ég dýrka skósíða gervi pelsinn minn frá The Garment. Ég kætist því þegar það frystir og það er nógu kalt úti til að nota hann. En ég er mikið fyrir jakkaföt og dragtir, pils og skyrtur. Um þessar mundir fæ ég ekki nóg af MSGM jakkafötunum mínum sem ég keypti í 38 þrepum. Fallega sniðin og oversized, svo er mynd af héra á jakkanum sem ég algjörlega dýrka. MSGM jakkafötin ekkert smá smart.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei yfirleitt ekki. Suma daga gríp ég bara það sem er hendi næst og þá er maður kannski með afslappað look í gangi, sem er bara æðislegt. En suma daga gef ég mér tíma og legg meiri metnað í þetta. Ég mætti þó satt að segja vera duglegri að gefa mér tíma til að spá í þessu, því ég á mikið af fötum og skóm og ég gleymi alveg svolítið hvað ég á í skápunum. Sissa á mikið af fallegum og vönduðum flíkum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér finnst erfitt að lýsa mínum eigin stíl. En ég er með einhvers konar blöndu af kvenlegum stíl og gæjalegum, ýmist með dassi af bóheimian eða tailored lúkki. Svo elska ég leikgleðina sem tengist því að klæða sig upp. Það er svo gaman að njóta þess og taka sér ekki of alvarlega. Ég er glysgjörn og er nánast alltaf með skart og helst nóg af því. En þegar kemur að förðun og hári þá er ég mjög afslöppuð og þar liggur enginn kostnaður. Sissa er algjör töffaraskvísa.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég er ekki viss um að hann hafi breyst mikið þannig og kjarninn örugglega eins. Ég klæði mig auðvitað ekki eins og ég gerði fyrir þrjátíu árum, í súper stuttum pilsum eða baggy buxum sem lágu sérstaklega neðarlega á mjöðmunum. Sissa með næntís tískuna á lás á sínum tíma.Aðsend En ég held að fagurfræðin mín sé ekki ólík. Ég á föt og skó sem ég keypti þegar ég bjó í London 1997 sem eru ennþá geggjuð og er enn í notkun. Eins og fallega Miu Miu hæla sem ég nota ennþá stundum og Alexander McQueen topp sem ég keypti þegar hann var ungur og upprennandi hönnuður. Ég nota hann ekki lengur en Auður dóttir mín fær hann stundum lánaðan og hún er geggjuð í honum. Í grunnin held ég að stíllinn hafi ekki mikið breyst en ég er sjálfsöruggari í dag og ég þekki mig betur. Sissa ofurpæja í Suður-Frakklandi.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já það geri ég svo sannarlega, ég elska að klæða mig upp í falleg föt og í fallega skó. Ég þarf bara fleiri tilefni þar sem maður getur klætt sig upp og skartað sínu fínasta og fegursta. Maður á ekki a vera feiminn við að vera fínn. Í mínum bókum er ekki til neitt sem heitir að vera „overdressed“. Sissa hefur alltaf verið tískuskvísa. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Það skiptir mig máli að ég sé ánægð með fatnaðinn, að mér finnist hann fallegur, að hann sé í mínum anda og klæði mig vel. Mér líður ekki vel ef mér finnst fötin ekki vera flatterandi fyrir mig. Ég vil ganga í vönduðum fatnaði og skóm og að það sé ákveðin fágun. Sissa elskar að klæða sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Bara úr umhverfinu og heiminum öllum. Þetta er orkan sem er í kringum mann. Maður sér auðvitað allskonar fólk og hittir á lífsleiðinni og stundum veitir það innblástur, en ég hef alltaf fylgst með tískuheiminum. Ég var um tólf ára þegar ég var byrjuð að lesa Vogue í kringum 1986 og á þessum tíma voru tímaritin eina leiðin til að fylgjast með því sem var að gerast. Ragga systir, sem er mikil tísku áhugamanneskja, er nokkrum árum eldri en ég og ég fékk að lesa blöðin hennar. Svo fór ég að kaupa þau sjálf. Alltaf breska Vogue, stundum frönsku og ítölsku blöðin og svo þegar ég varð aðeins eldri duttu líka inn blöð eins og I-D og Face. Ég hef sömuleiðis alltaf átt einhverjar fyrirmyndir, einu sinni var það Coco Chanel og einu sinni Daphne Guinness. Sissa byrjaði snemma að lesa tískublöðin.Aðsend Svo eru það ákveðin merki og jafnvel ákveðnar sýningar sem hafa haft áhrif á mann. Stella McCartney er æðisleg, svo flott og allt vegan. Hún er mikilvægur brautryðjandi. Ég elska líka Saint Laurent, svo sexý. Gucci undir stjórn Tom Ford hafði mikil áhrif á mig og ég fylgist alltaf vel með húsum eins og Dries van Noten og Valentino svona til að nefna einhver dæmi. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Engin boð og bönn, nema kannski það að fylgja hjartanu. Ekki elta einhver trend, það er mikilvægt að hlusta á eigin rödd og fara sínar leiðir. Tíska og klæðaburður er tjáningarform, maður þarf að leyfa sér að blómstra. Það er reyndar eitt sem ég myndi nefna sem bönn og það eru ekta loðfeldir. Það er alger tímaskekkja og staðan sú að flest landanna sem við berum okkur saman við eru búin að banna þann ógeðsiðnað sem loðdýrarækt er. Enda fer eftirspurnin minnkandi, til dæmis eru öll helstu tískuhúsin hætt að nota alvöru feldi, meira að segja þessi ítölsku eins og Gucci og Prada en á Ítalíu var sterk hefð fyrir loðfeldum. Sissa klæðist ekki feldum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég held að ég verði að nefna kjólinn sem ég gifti mig í. Ég vildi ekki giftast í hefðbundnum brúðarkjól heldur vildi ég fallegan kjól sem myndi virka fyrir tilefnið og jafnvel önnur tilefni síðar. Ég fór því til Parísar og keypti gullfallegan Chloé kjól og við hann flotta háa Gucci skó. Skónna notaði ég nokkrum sinnum en auðvitað hef ég aldrei notað kjólinn aftur, þó að það hafi verið upprunalega planið. Sissa stórglæsileg á brúðkaupsdaginn.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið og veturinn? Mér finnst haustin alltaf skemmtilegust, enda það sem hentar okkur kannski hvað best hér á Íslandi. Litapallettan er falleg og núna eru brúnir tónar áberandi og eins burgundy, ég elska það. Mér finnst frábært hvað það er margt í gangi og áhrif margra tímabila sem svífa yfir vötnum, 70's, 80's og 90's. Ég elska jakkaföt og dragtir og finnst gaman að stílesera jakkaföt við flotta skó og skart, aðeins að blanda saman kvenlegu og herralegu. Ég er að elska stígvél, sem eru áberandi núna. Mér finnst líka fallegt að blanda saman ólíkum efnum, kvenlegu og fínlegu eins og silki og blúndum við grófari fatnað og stórar yfirhafnir. View this post on Instagram A post shared by Sigrún Edda Eðvarðsdóttir (@sissaedvards) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Já ég myndi ráðleggja fólki að vanda valið þegar það kaupir fatnað. Það er ekki dýrt að kaupa vönduð föt og fallega hönnun sem þú átt og notar í mörg ár. Það er dýrt að kaupa mikið af fatnaði og skóm sem er ekki vandaður og fer bara á haugana. Það er dýrt fyrir veskið, jörðina okkar og lífríkið. Það er mikilvægt að kaupa eitthvað sem manni þykir fallegt og líður vel í, ekki endilega vera að eltast við trend. Velja vandaða vöru sem mun standast tímans tönn. Klæðast fatnaði sem lætur manni líða vel, því þannig er maður fallegastur. Tíska og hönnun Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Sissa ræddi við blaðamann um tískuna og persónulegan stíl. Sissa er með einstaklega smart stíl. Aðsend Hvað finnst þér skemmtilegast við tískuna? Hún er skemmtileg því hún gefur lífinu lit og kryddar það. Þetta er tjáningarform og það er fegurð í því og leikur. Sissa elskar leikgleðina í tískunni. Aðsend Hver er uppáhalds flíkin þín og af hverju? Ég á kannski ekki endilega uppáhalds flík, en ég tek vissulega tímabil með ákveðnum flíkum. Núna er ég til dæmis að elska háu stígvélin mín frá Vic Matié og ég dýrka skósíða gervi pelsinn minn frá The Garment. Ég kætist því þegar það frystir og það er nógu kalt úti til að nota hann. En ég er mikið fyrir jakkaföt og dragtir, pils og skyrtur. Um þessar mundir fæ ég ekki nóg af MSGM jakkafötunum mínum sem ég keypti í 38 þrepum. Fallega sniðin og oversized, svo er mynd af héra á jakkanum sem ég algjörlega dýrka. MSGM jakkafötin ekkert smá smart.Aðsend Eyðirðu miklum tíma í að velja föt hverju sinni? Nei yfirleitt ekki. Suma daga gríp ég bara það sem er hendi næst og þá er maður kannski með afslappað look í gangi, sem er bara æðislegt. En suma daga gef ég mér tíma og legg meiri metnað í þetta. Ég mætti þó satt að segja vera duglegri að gefa mér tíma til að spá í þessu, því ég á mikið af fötum og skóm og ég gleymi alveg svolítið hvað ég á í skápunum. Sissa á mikið af fallegum og vönduðum flíkum.Aðsend Hvernig myndirðu lýsa stílnum þínum? Mér finnst erfitt að lýsa mínum eigin stíl. En ég er með einhvers konar blöndu af kvenlegum stíl og gæjalegum, ýmist með dassi af bóheimian eða tailored lúkki. Svo elska ég leikgleðina sem tengist því að klæða sig upp. Það er svo gaman að njóta þess og taka sér ekki of alvarlega. Ég er glysgjörn og er nánast alltaf með skart og helst nóg af því. En þegar kemur að förðun og hári þá er ég mjög afslöppuð og þar liggur enginn kostnaður. Sissa er algjör töffaraskvísa.Aðsend Hefur stíllinn þinn breyst mikið í gegnum tíðina og hvernig þá? Ég er ekki viss um að hann hafi breyst mikið þannig og kjarninn örugglega eins. Ég klæði mig auðvitað ekki eins og ég gerði fyrir þrjátíu árum, í súper stuttum pilsum eða baggy buxum sem lágu sérstaklega neðarlega á mjöðmunum. Sissa með næntís tískuna á lás á sínum tíma.Aðsend En ég held að fagurfræðin mín sé ekki ólík. Ég á föt og skó sem ég keypti þegar ég bjó í London 1997 sem eru ennþá geggjuð og er enn í notkun. Eins og fallega Miu Miu hæla sem ég nota ennþá stundum og Alexander McQueen topp sem ég keypti þegar hann var ungur og upprennandi hönnuður. Ég nota hann ekki lengur en Auður dóttir mín fær hann stundum lánaðan og hún er geggjuð í honum. Í grunnin held ég að stíllinn hafi ekki mikið breyst en ég er sjálfsöruggari í dag og ég þekki mig betur. Sissa ofurpæja í Suður-Frakklandi.Aðsend Nýturðu þess að klæða þig upp? Já það geri ég svo sannarlega, ég elska að klæða mig upp í falleg föt og í fallega skó. Ég þarf bara fleiri tilefni þar sem maður getur klætt sig upp og skartað sínu fínasta og fegursta. Maður á ekki a vera feiminn við að vera fínn. Í mínum bókum er ekki til neitt sem heitir að vera „overdressed“. Sissa hefur alltaf verið tískuskvísa. Aðsend Hvað skiptir þig mestu máli í klæðaburði? Það skiptir mig máli að ég sé ánægð með fatnaðinn, að mér finnist hann fallegur, að hann sé í mínum anda og klæði mig vel. Mér líður ekki vel ef mér finnst fötin ekki vera flatterandi fyrir mig. Ég vil ganga í vönduðum fatnaði og skóm og að það sé ákveðin fágun. Sissa elskar að klæða sig upp. Aðsend Hvaðan sækirðu innblástur í tískunni? Bara úr umhverfinu og heiminum öllum. Þetta er orkan sem er í kringum mann. Maður sér auðvitað allskonar fólk og hittir á lífsleiðinni og stundum veitir það innblástur, en ég hef alltaf fylgst með tískuheiminum. Ég var um tólf ára þegar ég var byrjuð að lesa Vogue í kringum 1986 og á þessum tíma voru tímaritin eina leiðin til að fylgjast með því sem var að gerast. Ragga systir, sem er mikil tísku áhugamanneskja, er nokkrum árum eldri en ég og ég fékk að lesa blöðin hennar. Svo fór ég að kaupa þau sjálf. Alltaf breska Vogue, stundum frönsku og ítölsku blöðin og svo þegar ég varð aðeins eldri duttu líka inn blöð eins og I-D og Face. Ég hef sömuleiðis alltaf átt einhverjar fyrirmyndir, einu sinni var það Coco Chanel og einu sinni Daphne Guinness. Sissa byrjaði snemma að lesa tískublöðin.Aðsend Svo eru það ákveðin merki og jafnvel ákveðnar sýningar sem hafa haft áhrif á mann. Stella McCartney er æðisleg, svo flott og allt vegan. Hún er mikilvægur brautryðjandi. Ég elska líka Saint Laurent, svo sexý. Gucci undir stjórn Tom Ford hafði mikil áhrif á mig og ég fylgist alltaf vel með húsum eins og Dries van Noten og Valentino svona til að nefna einhver dæmi. Ertu með einhver boð og bönn þegar það kemur að klæðaburði? Engin boð og bönn, nema kannski það að fylgja hjartanu. Ekki elta einhver trend, það er mikilvægt að hlusta á eigin rödd og fara sínar leiðir. Tíska og klæðaburður er tjáningarform, maður þarf að leyfa sér að blómstra. Það er reyndar eitt sem ég myndi nefna sem bönn og það eru ekta loðfeldir. Það er alger tímaskekkja og staðan sú að flest landanna sem við berum okkur saman við eru búin að banna þann ógeðsiðnað sem loðdýrarækt er. Enda fer eftirspurnin minnkandi, til dæmis eru öll helstu tískuhúsin hætt að nota alvöru feldi, meira að segja þessi ítölsku eins og Gucci og Prada en á Ítalíu var sterk hefð fyrir loðfeldum. Sissa klæðist ekki feldum.Aðsend Hver er eftirminnilegasta flík sem þú hefur klæðst og af hverju? Ég held að ég verði að nefna kjólinn sem ég gifti mig í. Ég vildi ekki giftast í hefðbundnum brúðarkjól heldur vildi ég fallegan kjól sem myndi virka fyrir tilefnið og jafnvel önnur tilefni síðar. Ég fór því til Parísar og keypti gullfallegan Chloé kjól og við hann flotta háa Gucci skó. Skónna notaði ég nokkrum sinnum en auðvitað hef ég aldrei notað kjólinn aftur, þó að það hafi verið upprunalega planið. Sissa stórglæsileg á brúðkaupsdaginn.Aðsend Hvað finnst þér heitast fyrir haustið og veturinn? Mér finnst haustin alltaf skemmtilegust, enda það sem hentar okkur kannski hvað best hér á Íslandi. Litapallettan er falleg og núna eru brúnir tónar áberandi og eins burgundy, ég elska það. Mér finnst frábært hvað það er margt í gangi og áhrif margra tímabila sem svífa yfir vötnum, 70's, 80's og 90's. Ég elska jakkaföt og dragtir og finnst gaman að stílesera jakkaföt við flotta skó og skart, aðeins að blanda saman kvenlegu og herralegu. Ég er að elska stígvél, sem eru áberandi núna. Mér finnst líka fallegt að blanda saman ólíkum efnum, kvenlegu og fínlegu eins og silki og blúndum við grófari fatnað og stórar yfirhafnir. View this post on Instagram A post shared by Sigrún Edda Eðvarðsdóttir (@sissaedvards) Býrðu yfir einhverju góðu ráði þegar það kemur að tísku? Já ég myndi ráðleggja fólki að vanda valið þegar það kaupir fatnað. Það er ekki dýrt að kaupa vönduð föt og fallega hönnun sem þú átt og notar í mörg ár. Það er dýrt að kaupa mikið af fatnaði og skóm sem er ekki vandaður og fer bara á haugana. Það er dýrt fyrir veskið, jörðina okkar og lífríkið. Það er mikilvægt að kaupa eitthvað sem manni þykir fallegt og líður vel í, ekki endilega vera að eltast við trend. Velja vandaða vöru sem mun standast tímans tönn. Klæðast fatnaði sem lætur manni líða vel, því þannig er maður fallegastur.
Tíska og hönnun Mest lesið „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Lífið Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Jól „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Tíska og hönnun Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Lífið Fékk veipeitrun Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fleiri fréttir „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira