Hótað lífláti eftir mistökin Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2025 15:17 Kimi Antonelli hefur vonandi lesið sem minnst af viðbjóðnum sem sendur var á hann í gær. Getty/Clive Rose Forráðamenn Formúlu 1 liðs Red Bull hafa beðist afsökunar á sínum þætti í þeirri reiðiöldu sem beindist að Kimi Antonelli, ökuþór Mercedes, sem fékk líflátshótanir eftir kappaksturinn í Katar um helgina. Antonelli hefur breytt um prófílmynd á Instagram og er mynd þessa 19 ára Ítala nú einfaldlega alsvört, eftir aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun var Antonelli sakaður um að hafa viljandi hleypt Lando Norris hjá McLaren fram úr sér, upp í 4. sæti, á næstsíðasta hringnum í gær. Norris fékk tveimur stigum meira fyrir að komast úr 5. sætinu og er því enn með tíu stiga forskot á Max Verstappen, en ekki tólf stiga, fyrir lokakappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Það ýtti eflaust undir reiðina í garð Antonelli að það heyrðist þegar Gianpiero Lambiase, keppnisverkfræðingur Red Bull, heyrðist segja í talstöðinni við Verstappen að Antonelli hefði hleypt Norris fram úr sér þegar í raun var um að ræða mistök hjá Antonelli. „Við erum í baráttunni um 2. sæti í keppni bílasmiða, sem er mikilvægt fyrir okkur. Kimi var að berjast um að ná mögulega 3. sæti. Hversu heilalaus þarftu að vera til að segja eitthvað svona?“ sagði Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes en bætti við að Lambiase hefði beðist afsökunar á ummælunum. BBC hefur eftir Mercedes að sum af ljótustu skilaboðunum sem send hafi verið á Antonelli í gegnum samfélagsmiðla séu hreinlega líflátshótanir. Í yfirlýsingu frá Red Bull er þáttur liðsins í þessu harmaður: „Ummæli undir lok og strax eftir kappaksturinn í Katar, með getgátum um að Kimi Antonelli ökuþór Mercedes hefði viljandi hleypt Lando Norris fram úr sér, eru augljóslega ekki sönn. Endursýningar sýna að Antonelli missti um stundarsakir stjórn á bílnum sem varð til þess að Norris komst fram úr. Okkur þykir afskaplega leitt að þetta hafi leitt til þess að Kimi varð fyrir netníði.“ Samkvæmt Mercedes var „1.100% aukning í netníði miðað við það sem við sjáum venjulega eftir sunnudagskappakstur“. Fylgst er með Instagram-rás hans og hann þarf því ekki sjálfur að lesa ummælin. Akstursíþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Antonelli hefur breytt um prófílmynd á Instagram og er mynd þessa 19 ára Ítala nú einfaldlega alsvört, eftir aðkastið sem hann hefur orðið fyrir. Eins og fjallað var um á Vísi í morgun var Antonelli sakaður um að hafa viljandi hleypt Lando Norris hjá McLaren fram úr sér, upp í 4. sæti, á næstsíðasta hringnum í gær. Norris fékk tveimur stigum meira fyrir að komast úr 5. sætinu og er því enn með tíu stiga forskot á Max Verstappen, en ekki tólf stiga, fyrir lokakappaksturinn í Abu Dhabi um helgina. Það ýtti eflaust undir reiðina í garð Antonelli að það heyrðist þegar Gianpiero Lambiase, keppnisverkfræðingur Red Bull, heyrðist segja í talstöðinni við Verstappen að Antonelli hefði hleypt Norris fram úr sér þegar í raun var um að ræða mistök hjá Antonelli. „Við erum í baráttunni um 2. sæti í keppni bílasmiða, sem er mikilvægt fyrir okkur. Kimi var að berjast um að ná mögulega 3. sæti. Hversu heilalaus þarftu að vera til að segja eitthvað svona?“ sagði Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes en bætti við að Lambiase hefði beðist afsökunar á ummælunum. BBC hefur eftir Mercedes að sum af ljótustu skilaboðunum sem send hafi verið á Antonelli í gegnum samfélagsmiðla séu hreinlega líflátshótanir. Í yfirlýsingu frá Red Bull er þáttur liðsins í þessu harmaður: „Ummæli undir lok og strax eftir kappaksturinn í Katar, með getgátum um að Kimi Antonelli ökuþór Mercedes hefði viljandi hleypt Lando Norris fram úr sér, eru augljóslega ekki sönn. Endursýningar sýna að Antonelli missti um stundarsakir stjórn á bílnum sem varð til þess að Norris komst fram úr. Okkur þykir afskaplega leitt að þetta hafi leitt til þess að Kimi varð fyrir netníði.“ Samkvæmt Mercedes var „1.100% aukning í netníði miðað við það sem við sjáum venjulega eftir sunnudagskappakstur“. Fylgst er með Instagram-rás hans og hann þarf því ekki sjálfur að lesa ummælin.
Akstursíþróttir Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira