Innlent

Sóttvarnarlæknir gegnir em­bætti land­læknis tíma­bundið

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Guðrún Aspelund sinnir embætti Landlæknis á meðan María Heimsdóttir er í veikindaleyfi.
Guðrún Aspelund sinnir embætti Landlæknis á meðan María Heimsdóttir er í veikindaleyfi. Samsett

Guðrún Aspelund sóttvarnarlæknir hefur tekið tímabundið við embætti landlæknis. María Heimisdóttir landlæknir er farin í veikindaleyfi.

Í tilkynningu frá Embætti landlæknis segir að frá og með 26. nóvember verði María Heimsdóttir landlæknir frá störfum vegna veikinda. Guðrún hefur verið skipuð landlæknir til 31. desember 2025.

María, sem er fyrrverandi forstjóri Sjúkratrygginga, var skipuð í embætti landlæknis til fimm ára í lok febrúar. Hún tók við af Ölmu Möller sem lét af embættinu til að setjast á þing og varð síðar heilbrigðisráðherra.

Guðrún Aspelund var ráðin sóttvarnarlæknir 1. september 2022 en hún var eini umsækjandinn um starfið. Hún tók við störfum af Þórólfi Guðnasyni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×