Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 25. nóvember 2025 23:15 Heiðar Guðjónsson fjárfestir. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Heiðar Guðjónsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Sýnar, segir að vaxtagreiðslur af skuldum ríkisins séu meiri en heildarkostnaðurinn við stærsta útgjaldalið ríkisins, rekstur Landspítalans. Skuldir ríkisins séu gríðarlega miklar, en mikil mistök hafi verið að reka ríkissjóð með halla í uppgangi og hagvexti áranna eftir heimsfaraldurinn. Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Heiðar mætti í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag þar sem hann fór yfir skuldastöðu ríkissjóðs og fleiri efnahagsmál. Skuldasöfnun hafi haldið áfram eftir heimsfaraldur Heiðar segir að mikil mistök hafi verið að reka ríkið með halla árin eftir heimsfaraldurinn. „Maður skilur að í kringum Grindavíkureldana, þá hafi komið ákveðið áfall. En hagvöxtur hérna árið 2022 var með miklum ágætum. Hann var næstum því tíu prósent og var sex prósent 2023. Svo er hann búinn að vera þrjú til fimm prósent síðan. Þannig að það sé verið að reka ríkið með halla í svona uppgangi eru mikil mistök.“ 125 milljarðar í vaxtagreiðslur Heiðar segir að íslenska ríkið skuldi í kringum 2.500 milljarða, en inn í þær tölur vanti sem ekki eru rétt færðar í bókhaldið þar sem þær eru ófjármagnaðar lífeyrisskuldir. Einnig sé nýbúið að skrifa upp á útgjöld til varnarmála sem eiga að verða 1,5 prósent af þjóðarframleiðslu, 80 milljarðar á ári, sem séu ófjármögnuð. „Þannig að þetta eru að minnsta kosti 2500 milljarðar, þannig ef við erum að borga vexti af því, og við skoðum bara meðaltal síðustu ára, þegar verið var að gefa út ríkisskuldabréf, þá er það yfir fimm prósent. Þannig fimm prósent af 2.500 milljörðum er meira en 125 milljarðar.“ „Ef við setjum þá tölu í samhengi, þá er það meira en stærsti útgjaldaliður ríkisins, sem er að reka Landspítalann. Bara vaxtagreiðslurnar reka heilbrigðiskerfið.“ Skuld í dag sé skattur á morgun Heiðar segir það bót í máli að lífeyrissjóðirnir á Íslandi eigi meginþorran af þessum skuldum ríkisins. „En það er þá kannski kynslóðamál, vegna þess að eldra fólkið er að fá vextina af þessu og yngra fólkið mun borga vextina í framtíðinni. Vegna þess að skuld í dag er skattur á morgun, það eru framtíðarskattgreiðendur sem munu greiða þetta.“ Mikilvægt sé að ná skuldunum niður. „Ríkið rekur sig fyrst og fremst á því að innheimta skatta af okkur og fyrirtækjum, og ef þeir eru farnir að skulda í ofanálag, þá þarf bara að innheimta meiri skatta hjá okkur og fyrirtækjunum til að standa undir því.“ „Þá smám saman gerist það að hið opinbera tekur yfir hagkerfið. Það verður minni atvinnurekstur, það verður minni atvinna og lægri skattstofn, þannig þetta er mjög hættulegur leikur.“ Ríkið geti ýmislegt gert til að ná niður þessum skuldum. „Það er einfalt mál að hagræða í ríkisrekstrinum. Það sem skilar strax árangri er auðvitað sala ríkiseigna. Það á að selja Landsvirkjun og Landsnet, selja hluta af Isavia og svo framvegis. Þá er hægt að minnka skuldirnar um helming á örskömmum tíma.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Efnahagsmál Reykjavík síðdegis Bylgjan Rekstur hins opinbera Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira