Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2025 12:30 Nick Woltemade er dýrasti leikmaður í sögu Newcastle United. getty/Michael Driver Nick Woltemade hefur tekið stór skref á sínum ferli á undanförnum árum. Aron Jóhannsson þekkir til Woltemade og hann hefur komið honum á óvart. Woltemade lét til sín taka þegar Newcastle United sigraði Manchester City, 2-1, á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þjóðverjinn hávaxni hefur skorað sex mörk fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Stuttgart í haust og þá hefur hann gert fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Þýskaland í ár. Aron kannast við kauða en Woltemade var á mála hjá Bremen á sama tíma og hann. Aron viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir að Woltemade myndi ná jafn langt og hann hefur náð. „Ég gerði það að sjálfsögðu ekki,“ sagði Aron í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Messan - Aron um Woltemade „Hann var ungur og það vantaði svolítið mikil gæði í hann þá en hann er heldur betur búinn að koma mér og fleirum á óvart. Það er gaman að fylgjast með honum. Þegar þeir keyptu hann á svona háa fjárhæð var hann eiginlega bara búinn að eiga eitt almennilegt tímabil í meistaraflokki en hann er búinn að koma sterkur inn.“ Woltemade skoraði aðeins tvö mörk fyrir Bremen en eftir gott tímabil með Elversberg í þýsku C-deildinni var hann keyptur til Stuttgart þar sem hann gerði góða hluti. Á síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Woltemade og félagar í Newcastle eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig. Næsti deildarleikur þeirra er gegn Everton á laugardaginn en annað kvöld sækir Newcastle Marseille heim í Meistaradeild Evrópu. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Þeir Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson fengu það verkefni að gefa sumarkaupum Liverpool einkunn í Sunnudagsmessunni í gær. 24. nóvember 2025 08:01 Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 22:03 Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle United í frábærum 2-1 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2025 20:04 Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 19:26 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Woltemade lét til sín taka þegar Newcastle United sigraði Manchester City, 2-1, á St James' Park í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Þjóðverjinn hávaxni hefur skorað sex mörk fyrir Newcastle síðan hann kom til liðsins frá Stuttgart í haust og þá hefur hann gert fjögur mörk í átta landsleikjum fyrir Þýskaland í ár. Aron kannast við kauða en Woltemade var á mála hjá Bremen á sama tíma og hann. Aron viðurkennir að hann hafi ekki séð fyrir að Woltemade myndi ná jafn langt og hann hefur náð. „Ég gerði það að sjálfsögðu ekki,“ sagði Aron í Sunnudagsmessunni í gær. Klippa: Messan - Aron um Woltemade „Hann var ungur og það vantaði svolítið mikil gæði í hann þá en hann er heldur betur búinn að koma mér og fleirum á óvart. Það er gaman að fylgjast með honum. Þegar þeir keyptu hann á svona háa fjárhæð var hann eiginlega bara búinn að eiga eitt almennilegt tímabil í meistaraflokki en hann er búinn að koma sterkur inn.“ Woltemade skoraði aðeins tvö mörk fyrir Bremen en eftir gott tímabil með Elversberg í þýsku C-deildinni var hann keyptur til Stuttgart þar sem hann gerði góða hluti. Á síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk í þýsku úrvalsdeildinni. Woltemade og félagar í Newcastle eru í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með fimmtán stig. Næsti deildarleikur þeirra er gegn Everton á laugardaginn en annað kvöld sækir Newcastle Marseille heim í Meistaradeild Evrópu. Innslagið úr Messunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Enski boltinn Messan Tengdar fréttir Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Þeir Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson fengu það verkefni að gefa sumarkaupum Liverpool einkunn í Sunnudagsmessunni í gær. 24. nóvember 2025 08:01 Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 22:03 Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle United í frábærum 2-1 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2025 20:04 Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 19:26 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Sjá meira
Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Þeir Aron Jóhannsson og Ólafur Kristjánsson fengu það verkefni að gefa sumarkaupum Liverpool einkunn í Sunnudagsmessunni í gær. 24. nóvember 2025 08:01
Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gekk beint að dómara leiksins, Sam Barrott, eftir að Manchester City tapaði 2-1 fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 22:03
Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Harvey Barnes skoraði bæði mörk Newcastle United í frábærum 2-1 sigri á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. 22. nóvember 2025 20:04
Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Newcastle vann 2-1 sigur á Manchester City á St. James' Park í frábærum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 22. nóvember 2025 19:26