Enski boltinn

Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mohamed Salah og Liverpool hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu.
Mohamed Salah og Liverpool hafa átt erfitt uppdráttar að undanförnu. getty/Peter Byrne

Wayne Rooney, fyrrverandi fyrirliði enska landsliðsins og Manchester United, segir að Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, þurfi að taka stórar ákvarðanir, eins og að setja Mohamed Salah á varamannabekkinn.

Eftir frábært tímabil í fyrra hefur Salah ekki náð sömu hæðum í vetur.

„Ef ég væri Slot myndi ég taka stóra ákvörðun sem hefur áhrif á allt liðið,“ sagði Rooney í hlaðvarpi sínu á BBC.

„Salah hjálpar Liverpool ekki í vörninni. Ef þú ert einn af leikmönnunum sem félagið hefur keypt og þú ert á bekknum og sérð hann ekki hlaupa - hann er goðsögn hjá félaginu og allt sem hann hefur gert fyrir það - hvaða skilaboð sendir það?“

Salah, sem var marka- og stoðsendingakóngur ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, hafði hægt um sig þegar Liverpool laut í lægra haldi fyrir Nottingham Forest á laugardaginn, 0-3. Egyptinn er kominn með fjögur mörk í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

Liverpool hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu sjö leikjum og er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Næsti leikur Liverpool er gegn PSV Eindhoven í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Næsti deildarleikur liðsins er á móti West Ham United á sunnudaginn kemur.


Tengdar fréttir

Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi

Hver er besti táningurinn í sögu heimsfótboltans? Einn af þeim sem sló í gegn sem táningur hefur sagt sína skoðun á því.

Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga

Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool ákvað að byrja með Alexander Isak, dýrasta leikmann í sögu félagsins, í leiknum á móti Nottingham Forest á Anfield í gær en það er óhætt að segja að það hafi sprungið í andlitið á honum. Þessi tilraun átti að blása lífi í liðið hans Slot sem hefur átt í erfiðleikum með að koma ferli framherjans á Anfield loksins af stað.

„Mikið fjör í búningsklefanum“

Nottingham Forest niðurlægði Liverpool á þeirra eigin heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í dag og fyrirliði liðsins var líka kátur með sigurinn í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×