Skora á Lilju eftir hörfun Einars Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 19. nóvember 2025 10:58 Lilja Alfreðsdóttur hefur borist stuðningur úr Reykjavík til að bjóða sig fram til formanns Framsóknar. Vísir/Vilhelm Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur skorar á Lilju Dögg Alfreðsdóttur varaformann flokksins að bjóða sig fram til formanns Framsóknar á komandi flokksþingi og leiða flokkinn inn í nýja tíma. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar í Reykjavík tilkynnti í gær að hann hyggðist ekki bjóða sig fram. Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt. Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Áskorunin til Lilju um að bjóða sig fram kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Flokksþing fer fram í febrúar og verður þá nýr formaður kjörinn en Sigurður Ingi Jóhannsson hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér að nýju. Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík hafa þegar skorað á Lilju að gefa kost á sér en Framsóknarmenn í Garðabæ hafa skorað á Willum Þór Þórsson að gera slíkt hið sama. Bæði hafa Lilja og Willum sagst íhuga framboð. Einar Þorsteinsson fyrrverandi borgarstjóri og oddviti Framsóknar hafði oft verið nefndur í umræðunni um mögulegan formann. Hann tilkynnti í gær að hann muni ekki bjóða sig fram og sagði í samtali við Vísi mestu máli skipta að koma núverandi borgarstjórnarmeirihluta frá völdum. Hann sagði þó hafa komið sér á óvart hve margir hafi hvatt hann til að bjóða sig fram. „Já það bara kom mér á óvart hvað það hvöttu mig margir til þess. en ég tel að það sé mikilvægara verkefni á mínu borði í dag að koma flokknum aftur til valda í Reykjavík, í gott samstarf við flokka sem eru tilbúnir að hlaupa hraðar, taka djarfar ákvarðanir og bæta rekstur borgarinnar,“ sagði Einar í gær. Í tilkynningu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur segir að Lilja hafi sýnt það í störfum sínum að hún hafi allt að bera sem þurfi til þess að vera formaður Framsóknar. „Lilja Dögg hefur sýnt það í störfum sínum í langan tíma að hún er hugsjóna- og framóknarmanneskja fram í fingurgóma, með ástríðu fyrir samvinnustefnunni, auk þess sem hún býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á efnahagsmálum, alþjóðamálum og framtíð gervigreindar,“ segir í yfirlýsingu stjórnar Framsóknarfélags Reykjavíkur. Lilja sagði síðast í samtali við fréttastofu fyrir rúmum mánuði að hún hefði enn ekki ákveðið að bjóða sig fram til formanns. Hún hefði þó ítrekað verið hvött til þess að sækjast eftir embættinu. Frétt uppfærð 13:37. Ranglega kom fram að Ungir Framsóknarmenn hefðu lýst yfir stuðningi við Lilju Alfreðsdóttur, á meðan hið rétta er að Ungir Framsóknarmenn í Reykjavík lýstu yfir stuðningi við hana. Þetta hefur verið leiðrétt.
Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19 „Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Sjá meira
Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Á félagsfundi Framsóknar í Garðabæ var tillaga stjórnar um að uppstilling verði viðhöfð sem aðferð við val á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar þann 16. maí 2026, samþykkt einróma. Fundurinn samþykkti einni að skora á Willum Þór Þórsson að gefa kost á sér í embætti formanns Framsóknar. 19. nóvember 2025 09:19
„Það er óákveðið“ „Það er óákveðið,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, aðspurð hvort hún hyggist bjóða sig fram til formanns. Hún hafi þó verið ítrekað hvött til þess að sækjast eftir embættinu. 18. október 2025 14:44