Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Aron Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2025 17:17 Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari Englands Vísir/Getty Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótolta, hefur nú svarað fullyrðingum sem Mary Earps, fyrrverandi markvörður landsliðsins setti fram um ákvörðun sína að hætta spila fyrir landsiðið í nýútkominni ævisögu sinni. Í nýútgefinni ævisögu sinni heldur Mary Earps, sem spilaði á sínum tíma fimmtíu og þrjá A-landsleiki fyrir England og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022, að Wiegman verðlaunaði slæma hegðun með því að velja Hönnuh Hampton aftur í landsliðið. Hampton var á sínum tíma ekki valin í enska landsliðið og var því haldið fram þá að ástæðan væri slæm hegðun hennar og lélegt hugarfar. Það kom því Earps nokkuð á óvart þegar að Wiegman viðraði þá hugmynd við hana eftir sigur á Evrópumótinu árið 2022 að velja Hampton aftur í landsliðið. Hannah Hampton varði mark Englands á Evrópumótinu fyrr á þessu ári þar sem að England varði titil sinn Vísir/Getty Hin hollenska Wiegman, sem hefur notið mikillar velgengni í starfi og stýrt enska landsliðinu til sigurs bæði á HM og EM, þvertekur fyrir fullyrðinar Earps þess efnis að hún verðlauni slæma hegðun og svaraði þeim á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ég tek ákvarðanir sem hjálpa okkur að vinna,“ sagði Wiegman á blaðamannafundi fyrr í dag. „Það sem ég hef sagt áður er að við áttum tvo magnaða markverði í markvarðateyminu og þá erum við með fleiri góða markverði. Þegar á hólminn var komið tók ég þessa ákvörðun.“ Upplifanir einstaklinga geti verið mismunandi. Mary Earps, er ekki parsátt með vinnubrögð WiegmanVísir/Getty „Ég naut þess að vinna með Earps. Núna er hún hætt og við áttum saman frábæra tíma. Ég mun alltaf geyma þær minningar hjá mér.“ Aðspurð hvort hún myndi gera eitthvað öðruvísi varðandi þessa ákvörðun sem hún tók á sínum tíma, svaraði Wiegman því neitandi. Earps segist þá hafa tjáð Wiegman að henni litist ekki vel á þær fyrirætlanir landsliðsþjálfarans en í mars 2023 sneri Hampton þó aftur í liðið og hefur síðan þá verið hluti af enska landsliðinu. Earps lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir Evrópumótið fyrr á þessu ári. Hampton varði mark Englands á mótinu en liðið stóð þar uppi sem Evrópumeistari eftir sigur á spænska landsliðinu í úrslitaleiknum. Enska landsliðið er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2027 en auk þessara liða eru landslið Spánar og Úkraínu einnig í sama riðli. HM 2027 í Brasilíu Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira
Í nýútgefinni ævisögu sinni heldur Mary Earps, sem spilaði á sínum tíma fimmtíu og þrjá A-landsleiki fyrir England og varð Evrópumeistari með liðinu árið 2022, að Wiegman verðlaunaði slæma hegðun með því að velja Hönnuh Hampton aftur í landsliðið. Hampton var á sínum tíma ekki valin í enska landsliðið og var því haldið fram þá að ástæðan væri slæm hegðun hennar og lélegt hugarfar. Það kom því Earps nokkuð á óvart þegar að Wiegman viðraði þá hugmynd við hana eftir sigur á Evrópumótinu árið 2022 að velja Hampton aftur í landsliðið. Hannah Hampton varði mark Englands á Evrópumótinu fyrr á þessu ári þar sem að England varði titil sinn Vísir/Getty Hin hollenska Wiegman, sem hefur notið mikillar velgengni í starfi og stýrt enska landsliðinu til sigurs bæði á HM og EM, þvertekur fyrir fullyrðinar Earps þess efnis að hún verðlauni slæma hegðun og svaraði þeim á blaðamannafundi fyrr í dag. „Ég tek ákvarðanir sem hjálpa okkur að vinna,“ sagði Wiegman á blaðamannafundi fyrr í dag. „Það sem ég hef sagt áður er að við áttum tvo magnaða markverði í markvarðateyminu og þá erum við með fleiri góða markverði. Þegar á hólminn var komið tók ég þessa ákvörðun.“ Upplifanir einstaklinga geti verið mismunandi. Mary Earps, er ekki parsátt með vinnubrögð WiegmanVísir/Getty „Ég naut þess að vinna með Earps. Núna er hún hætt og við áttum saman frábæra tíma. Ég mun alltaf geyma þær minningar hjá mér.“ Aðspurð hvort hún myndi gera eitthvað öðruvísi varðandi þessa ákvörðun sem hún tók á sínum tíma, svaraði Wiegman því neitandi. Earps segist þá hafa tjáð Wiegman að henni litist ekki vel á þær fyrirætlanir landsliðsþjálfarans en í mars 2023 sneri Hampton þó aftur í liðið og hefur síðan þá verið hluti af enska landsliðinu. Earps lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir Evrópumótið fyrr á þessu ári. Hampton varði mark Englands á mótinu en liðið stóð þar uppi sem Evrópumeistari eftir sigur á spænska landsliðinu í úrslitaleiknum. Enska landsliðið er með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2027 en auk þessara liða eru landslið Spánar og Úkraínu einnig í sama riðli.
HM 2027 í Brasilíu Fótbolti EM 2025 í Sviss Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Pulisic kom inn af bekknum og bjargaði Milan Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Sjá meira