Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2025 12:08 Vitor Roque var sjálfur hissa á öllum látunum en slapp á endanum við leikbann. Getty/Richard Callis Brasilíski knattspyrnumaðurinn Vitor Roque kom sér í vandræði vegna þessa sem hann setti inn á samfélagsmiðla sína en virðist ætla að sleppa með skrekkinn. Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal) Brasilía Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira
Roque átti yfir höfði sér tíu leikja bann fyrir að birta mynd af tígrisdýri að éta dádýr eftir leik Palmeiras og São Paulo. Þetta er nú eitthvað sem þekkist nú vel í náttúrunni og sést víða. Vandræðin koma til vegna þess sem myndin táknar. ⚠️ URGENTE!Palmeiras consegue acordo no STJD e evita suspensão de Vitor Roque, que fará post contra homofobia.O Tribunal aceitou a transação disciplinar oferecida pelo departamento jurídico do Verdão, liderado pelo advogado André Sica.Vitor Roque será multado em R$ 80 mil e… pic.twitter.com/nqXRm0kpF2— Planeta do Futebol 🌎 (@futebol_info) November 15, 2025 Orðið yfir dádýr er slangur fyrir „homma“ og níðyrði sem oft er beint að stuðningsmönnum São Paulo. Hann gerðist þarna sekur um hómófóbíu þegar hann reyndi að gera grín að São Paulo á samfélagsmiðlum sínum. „Ég er ekki hræddur. Lögfræðingar Palmeiras vinna í málinu,“ sagði Vitor Roque áður en málið var tekið fyrir. Leikmaðurinn hafði verið kærður samkvæmt grein 243-G, sem fjallar um mismunun og kveður á um fimm til tíu leikja bann. Roque birti mynd sem sýndi tígrisdýr éta dádýr, sem var vísun í gælunafn hans, „Tigrinho“, og hvernig samkynhneigðir eru kallaðir með niðrandi hætti í fótboltaheiminum. Innan við klukkustund eftir óheppilega færslu eyddi leikmaðurinn henni. „Með því að tengja tákn andstæðingsins við mynd af „dádýri“ í háðs- og fyrirlitningartóni, fer það út fyrir mörk íþróttalegs rígs og telst fyrirlitleg og svívirðileg athöfn sem tengist fordómum á grundvelli kyns og kynhneigðar,“ benti ákæruvaldið á í kærunni á sínum tíma. Vitor Roque treysti á lögfræðideild Palmeiras að ná samkomulagi um agaviðurlög sem hún gerði. Leikmaður Palmeiras mun því aðeins fá sekt upp á áttatíu þúsund brasilíska riala, auk þess að þurfa að birta færslu gegn hómófóbíu og hafa hana fasta á Instagram-prófílnum sínum. Sektin er upp á tæpar tvær milljónir íslenskra króna. Vitor Roque, sem hefur leikið fyrir brasilíska landsliðið, varði sig með því að segja að þetta hafi bara verið grín. „Ég sé ekki ástæðu fyrir leikbanni eins og margir eru að segja. Ég held að fræðandi samtal sé þegar fullgilt. En ég vildi líka segja að þetta var ekkert tengt hómófóbíu. Þetta var bara grín, sem ég birti án illvilja. Ég bið alla afsökunar sem halda annað,“ sagði Roque. View this post on Instagram A post shared by Goal (@goal)
Brasilía Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Sjá meira