Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 15. nóvember 2025 16:44 Helgi Magnús Hermansson, Elís Árnason og Jóhannes Birgir Skúlason. Facebook/Elís Árnason Elís Árnason, fyrrverandi eigandi veitingarstaðanna Café Adesso og Sport & Grill, sakar kaupendurna Helga Magnús Hermannsson og Jóhannes Birgi Skúlason, um að hafa aldrei greitt fyrir staðina. Elís, sem starfar nú sem fasteignasali á Spáni, reifar söguna í færslu á Facebook. Þar segir hann að fasteignasali og vinur Helga Magnúsar hafi haft samband við sig og greint frá að Helgi og Jóhannes, eigendur TGI Friday's, hafi viljað kaupa báða staðina af Elís. Salan hafi farið fram í ágúst 2024 og var það félag í eigu HMH ehf sem keypti félögin sem sáu um rekstur beggja staðanna. Helgi og Jóhannes fluttu þá starfsemi TGI Friday's þangað þar sem Sport & Grill var áður og héldu einnig áfram rekstri Café Adesso. Kaffihúsið var innsiglað af lögreglu í byrjun október að beiðni Skattsins. „Kaupverðið átti að vera að fullu greitt 9. desember 2024 sem stóðst engan veginn og höfum við seljendur verið að gefa þeim slaka allar götur síðan þá þar sem þeir hafa alltaf sagt að þeir séu að vinna í málinu og þetta sé allt að koma,“ segir Elís í færslunni. Elís segir rekstur bæði Café Adesso og Sport & Grill hafa gengið vel og skilað hagnaði. Helga Magnúsi og Jóhannesi hafi tekist að keyra staðina í gjaldþrot á einu ári. Þá sakar Elís Helga og Jóhannes einnig um að stunda fjársvik með því að nýta fjármuni Adesso til að greiða fyrir aðra staði í þeirra eigu, til að mynda Veisluna og Grillhúsið. „Ég er þannig innrættur að ég trúi alltaf á það besta í fólki (þrátt fyrir aðvaranir frá fjölskyldu og vinum) og átti það við í þessu tilfelli. Því miður. Þeir hafa semsagt ekki greitt okkur nema lítinn hluta kaupverðsins og á þessum tímapunkti lítur út fyrir að við fáum restina aldrei greiddar og eigendur sitji uppi með stórtjón,“ segir Elís. Veitingastaðir Smáralind Gjaldþrot Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira
Elís, sem starfar nú sem fasteignasali á Spáni, reifar söguna í færslu á Facebook. Þar segir hann að fasteignasali og vinur Helga Magnúsar hafi haft samband við sig og greint frá að Helgi og Jóhannes, eigendur TGI Friday's, hafi viljað kaupa báða staðina af Elís. Salan hafi farið fram í ágúst 2024 og var það félag í eigu HMH ehf sem keypti félögin sem sáu um rekstur beggja staðanna. Helgi og Jóhannes fluttu þá starfsemi TGI Friday's þangað þar sem Sport & Grill var áður og héldu einnig áfram rekstri Café Adesso. Kaffihúsið var innsiglað af lögreglu í byrjun október að beiðni Skattsins. „Kaupverðið átti að vera að fullu greitt 9. desember 2024 sem stóðst engan veginn og höfum við seljendur verið að gefa þeim slaka allar götur síðan þá þar sem þeir hafa alltaf sagt að þeir séu að vinna í málinu og þetta sé allt að koma,“ segir Elís í færslunni. Elís segir rekstur bæði Café Adesso og Sport & Grill hafa gengið vel og skilað hagnaði. Helga Magnúsi og Jóhannesi hafi tekist að keyra staðina í gjaldþrot á einu ári. Þá sakar Elís Helga og Jóhannes einnig um að stunda fjársvik með því að nýta fjármuni Adesso til að greiða fyrir aðra staði í þeirra eigu, til að mynda Veisluna og Grillhúsið. „Ég er þannig innrættur að ég trúi alltaf á það besta í fólki (þrátt fyrir aðvaranir frá fjölskyldu og vinum) og átti það við í þessu tilfelli. Því miður. Þeir hafa semsagt ekki greitt okkur nema lítinn hluta kaupverðsins og á þessum tímapunkti lítur út fyrir að við fáum restina aldrei greiddar og eigendur sitji uppi með stórtjón,“ segir Elís.
Veitingastaðir Smáralind Gjaldþrot Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Sjá meira